Stjarnan - 01.12.1932, Blaðsíða 13

Stjarnan - 01.12.1932, Blaðsíða 13
i STJARNAN 189 “Ver viðbúinn að mæta Guði þínum” ÞaÖ er gleÖilegt aÖ vita að ýms kirkju- félög eru farin að halda því fram aÖ end- urkoma Krists sé í nánd. Það er gleði- efni að vita að menn eru vaknaðir upp til að sjá, hve nauðsynlegt er að þekkja þenna sannleika Guðs orSs, sem á að verða kunnur öllum þjóðum kynkvíslum og tungumálum áður en endirinn kemur. En svo er það engu síður athugavert, að þekkingin á þessu atriði er alls ekki full- nægjandi, ef mönnum er ekki samtímis kent hvað þeir eiga að gjöra og hvað þeir eiga að varast, til þess að þeir geti umflúið alt það, sem koma mun yfir heiminn á síðustu dögum, og finnist þess verðugir aö standast frammi fyrir mannsins syni, þegar hann birtist í dýrð sinni, og dýrð föðursins með öllum sinum heilögu engl- um. Jesús tekur það skýrt fram að ekki muni allir innganga í himnaríki, sem kalla hann herra sinn, “heldur sá, sem gjörir vilja föður míns, sem er í himnunum.” Matt. 7:2i. Vilji föðursins er látinn í ljós í 10 boð- orðunum, en þó er fjöldi þeirra, er kalla sig kristna, sem leggja enga áherslu á boðorð Guðs. Sumir fara jafnvel svo langt að halda því fram að þau séu af- numin. Ef Guðs boðorS eru afnumin, þá er engin synd í heiminum, því þar sem ekkert lögmál er þar er engin yfirtroðsla, þar sem engin synd er þarf engan frels- ara. “Synd er lagabrot.” 1. Jóh. 3:4. Jesús kom til að frelsa sitt fólk frá þess syndum. Með öðrum orðum, hann kom til að frelsa oss frá að brjóta Guðs boð- orð. Því fór svo f jarri að hann kæmi til að afnema þau, því hann sagði sjálfur: “Þangað til himin og jörð líða undir lok mun ekki einn smástafur eða stafkrókur lögmálsins undir lok líða unz alt er fram komið.” Matt. 5:18. Annar flokkur manna heldur því fram að boðorðin séu í gildi,.öll nema hvíldar- dags boðorðið, því hafi verið breytt við upprisu Krists. Vera má að þetta sé sannfæring sumra leikmanna, bygð á þeirra eigin vanþekkingu og falskenning- um hinna andlegu leiðtoga þeirra. En það er erfitt aS trúa því að prestastéttin sé svo ófróð í Nýja Testamentinu að vita ekki betur, því ef stafkrókur eða smástaf- ur lögmálsins líður ekki undir lok meðan himin og jörð eru við liði, hvernig getur þá heilt boðorð liðið undir lok? Guðs orð segir einnig: “Því ef einhver héldi alt lögmálið, en hrasaði í einu atriSi, þá er hann orðinn sekur við öll boðorð þess.” Jak. 2 :io. Enn aðrir halda því fram að Guðs boð- orð séu í gildi, hvíldardags boðorðið eins vel og hin, en afsaka sig frá að hlýða þeim með því aS segja að það sé ómögulegt að halda þau. Ó, vesæll maður! Veiztu að með slíkri staðhæfingu sakar þú Guð tim ranglæti, sýnir að þú ert vantrúaður en ekki trúaður, sýnir að þú treystir ekki Jesú til að frelsa þig frá synd, frá því að brjóta Guðs boðorð, og ef þú trúir ekki Guðs orði, treystir ekki krafti hans til að framkvæma í þér það, sem hann skip- ar, þá ert þú ekki frelsaður, ekki læri- sveinn Krists, þá er boðskapurinn um endurkomu hans ekki fagnaðar, heldur skelfingar efni fyrir þig, því hlutur hug- deigra vantrúaðra og . . . . lygara mun vera í díkinu, sem logar af eldi og brenni- steini, sem er hinn annar dauði. Opinb. 21:8. Vera má að einhver segi: “Hörð er þessi ræða,” en hún er sannleikur Guðs orðs, og vor eilífa velferð er undir því komin að vér gefum gaum og hlýðum orði hans. Þeir, sem prédika fyrir fólk- inu eru oft freistaðir til að tala eins og ]?ví líkar, eins og tízkan eða kirkjufélag þeirra heimtar, svo þeir geti haldið stöðu sinni, sannur erindreki Krists er ekki hræddur við menn, hann kennir Guðs orð

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.