Stjarnan - 01.12.1932, Side 14
og dregur ekkert undan. “Sá, sem kenn-
ir, kenni eins og GuÖs orS.”
Öxin er og þegar lögð að rótum
trjánna, verÖur þá hvert þaS tré, sem ekki
ber góÖan ávöxt upphöggviÖ og því á eld
kastaÖ. I,úk. 3 :g. Allir, hvort heldur
þjónar kirkjunnar eða leikmenn, ríkir
eða fátækir, allir, sem vilja umflýja kom-
andi reiði, þurfa að bera ávexti samboðna
iSruninni, láta af synd og læra að gjöra
það, sem Guð býður, því skilyrðið fyrir
frelsun er hið sama nú, sem það var fyrr-
um: “Gjörið iðrun og sérhver yðar láti
skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefn-
ingar syndanna.” Post. 2:38.
PetiS svo í Jesú fótspor, sem sagði:
“Eg hélt boðorð föður míns.” Jóh. 15 :io.
“Sá, sem gjörir Guðs vilja varir- að ei-
lífu.” 1. Jóh. 2:17.
Vér getum gjört Guðs vilja og haldið
hans boðorð, hvíldardags boðorðið eins
vel og hin, ef vér aðeins leyfum Guðs orði
inngang í hjörtu vor, ef vér leyfum Jesú
að stjórna lífi voru. Án hans megnum
vér ekkert. Eins og Páll postuli getum
vér þá sagt: “Eg er krossfestur með
Kristi, sjálfur lifi eg ekki framar, held-
ur lifir Kristur í mér. En það sem eg
þó enn lifi í holdi, það lifi eg í trúnni á
Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálf-
an sig í sölurnar fyrir mig.” Gal. 2 :20.
“Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð
og varðveita það.” Lúk. 11 :28.
Guð gefi að þú sért einn í þeirra tölu,
kæri lesari.
ó'. Johnson.
“ Blindir fá sýn”
Margir þakka Guði og vegsama hann
fyrir að hafa sent læknana, Dr. Gloor og
Reynolds til Mexico. Það eru dýrðleg
einkaréttindi að geta og hafa tækifæri til
aS hjálpa hinum nauðstöddu bæði í tím-
anlegum og andlegum efnum. Þessir
læknar gjöra hvorttveggja.
Nýlega heimsótti eg sveitaheimili fyr-
verandi forseta Mexico, Mr. Obregons,
og kona hans sagði mér frá atviki, sem
leiddi eftirtekt hennar að þessum læknum.
Hún sagði mér að í mörg ár hefði
blindur betlari komið þangað stöðugt og
hefði hún ætíð gefið honum eitthvað.
Einu sinni leið nokkuur tími, sem bann
kom ekki, svo kemur hann aftur og mæl-
ist til að fá að sjá Mrs. Obregon. Hún
skildi ekki hvernig blindur maður gat
óskað eftir að fá að sjá hana, svo af for-
vitni bauS hún að leiða hann inn.
Þegar hann kom inn sagði hann: “Þú
hefir altaf verið svo góð við mig, Mrs.
Obregon, og hjálpað mér í mörg ár. Það
hefir lengi verið þrá mín og löngun að
fá að sjá þig, og nú þakka eg þér fyrir
allan góðvilja þinn við mig. Amerísku
læknarnir hafa skorið upp augun á mér
og eg hefi fengið sjónina.”
Þessi maður biður ekki lengur ölmusu.
Hlann vinnur fyrir sér, vegsamar Guð
og heldur öll hans boðorð fagnandi í von
um endurkomu Frelsarans.—E. S.
Vinir mínir, sem enn ekki hafið borgað
Stjörnuna fyrir yfirstandandi ár, minn-
ist þess að Stjarnan líður rneira við að
biða eftir litlu fé frá mörgum einstakling-
um, heldur en einstaklingurinn við að
láta af hendi litla upphæS til hennar, ef
hann hefir centin til. Vér treystum yður
til að gjöra hið besta og .blessun Guðs
mun hvíla yfir yður.
V. Johnson.