Stjarnan - 01.12.1932, Qupperneq 15
Smávegis
ÞaÖ á aÖ mála Eiffelturninn í ár. ÞaÖ
er gjört aðeins sjöunda hvert ár, og þarf
til þess 38 tonn af máli.
Á kappflugi, sem haldið var í Cleve-
land, Ohio, fyrir nokkru síÖan, vann
Major J. H. Doolittle sér heiðurinn fyrir
hraða. Hann flaug með 296 mílna hraða
á klukkustundinni.
Kafteinn J. G. Hleizlip vann í kapp-
fluginu frá Kyrrahafsströndinni austur
að Atlantshafi, hann flaug þenna veg á
10 klst. og 19 mínútum, eða að meðaltali
250 mílur á klukkustund. Verðlaunin,
sem kept var um voru 6,750 dollarar, og
auk þess 2,500 dollarar fyrir að hafa
flogið frá hafi til hafs á styttri tíma held-
ur en áður hafði gjört verið.
. Menn á Filippa eyjunum hafa veitt
krókódíl, sem vigtaði 19,800, og var 16
fet á lengd. Hann var fluttur til visinda
stofnunarinnar í .Manila, en hann lifði
aðeins fáa daga eftir að hann kom þangað.
STJARNAN
kemur út mánaðarlega
Útgefenduv. The Canadian Union Con-
ference, S.D.A., 209 Birks Building,
Winnipeg, Man. Stjarnan kostar $1.50
á ári I Canada, Bandaríkjunum og Is-
landi. Borgist fyrirfram.
Ritstjóri:
DAVlÐ GUÐBRANDSSON.
Afgreiðslukona:
MISS S. JOHNSON,
Lundar, Man.
Frétt frá Stavanger í Noregi segir að
íbúar Ryfylkis hafi gróðursett um 4-5000
plómufré á ári nú á síðari árum, svo að
nú séu í kringum 55,000 af þessum á-
vaxtatrjám. Talið er að ávextirnir af
þessum trjám í ár, þrátt fyrir lágt verð,
hafi verið 350,000 króna virði.
Hvað ætli mætti framleiða mikið af
einni ekru af landi af allskonar matjurt-
um til fæðis hér í okkar frjósama jarð-
vegi í Manitoba? Hvað ætli hún gæti
framleitt margra dollara virði ef hún
væri vel ræktuð og vel hirt?
f Grikklandi hafa verið ákafir jarð-
skjálftar nýlega. 200 manns mistu lifið
og margir fleiri meiddust. Sprungur komu
í jörðina sumstaðar alt að 7 fetum á
breidd, og í öðrum stöðum féll jörðin
niður. Kippirnir voru svo harðir að menn
og hlutir köstuðust langar leiðir.
Bandaríkin borga um 715 miljónir
dollara á ári fyrir meðul, eða nær því 6
dollara á mann.
Löggjafarvald Illinois ríkis hefir hald-
ið aukafund til að sjá fyrir hiálp handa
fátæku fólki komandi vetur. Ætla menn
að það muni þurfa eina og hálfa miljón
dollara á viku til að hjálpa þeim, sem
nauðstaddir eru.
Jarðneskar þrengingar eru skamm-
vinnar, þótt oss sýnist þær langar, léttar,
þótt oss finnist þær þungar. Það er alt
undir þvi komið, hvort vér, eins og post-
ulinn Páll, höfum lært að líta á lífið hér
í heimi í ljósi eilífðarinnar. í því ljósi
er alt jarðneskt svo ska.mmvint. í sam-
anburði við hina eilífu dýrð, virðast jafn-
vel þyngstu sorgir mannlífsins einkis
virði. Vér höfum Guðs orð fyrir því að
“þrenging vor skammvinn og léttbær afl-
ar oss miö'T yfir'mæfanlegs eilífs dýrðar
þunga.” Vér skiljum ekki hvernig þetta
getur verið, en vér vitum að það er svo.
Fylgjum því áminningu orðsins og “horf-
um ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýni-
lega, því hið sýnilega er stundlegt en hið
ósýnilega eilíft.” —E. S.