Stjarnan - 01.02.1933, Page 8
24
STJARNAN
fagurt og kraftmikið, aÖ þó þeir, eins og
Gilbert West byrji á að rannsaka lif hans
og starf í því skyni aÖ finna eitthva'ð út
á það að setja, þá enda þeir með því að
hrósa honum, og oft með því að tilbiðja
hann.
Kristur er alt í gegn um Gamla Testa-
mentið, ekki síður en hið nýja, alveg eins
og lífæðarnar gegn um líkama vorn.
Hann er hinn gullni þráður er samtengir
alla hluta þess, ljósið sem lýsir í gegnum
orðið, lykillinn sem opnar fyrir oss hið
leyndardómsfulla, strengurinn, sem still-
ir alt í fullkomið samræmi. Hann er
hjartað og miðpunkturinn í öllum bók-
um Biblíunnar og öllum spádómum henn-
ar.
Einarsson hafði setið rólegur alt fram
að þessu, en nú stóð hann upp og sagði
mjög alvörugefinn: “Herra Djarfur, eg
vildi ekki grípa fram í fyrir þér, því eg
ber mestu virðingu fyrir Kristi. En þótt
vitnisburður þinn um hann sé skemtileg-
ur áheyrnar, og ekki svo létt að mótmæla
því, sem þú segir, þá er það alls ekki sann-
færandi. Til dæmis i. Mós. 3 :I5 : “Fjand-
skap vil eg setja milli þín og konunnar.”
o. s. frv. Þetta finst mér alt of veik und-
irstaða til að byggja á henni spádóm um
Krist, og flest hin atriðin sem þú nefnir
eru eins ófullnægjandi.”
“Eg er samdóma þér í þessu efni,”
svaraði Djarfur.
Lilja dró‘ andan á lofti, svo gjörði
einnig bróðir hennar, faðir, og margir
fleiri meðal áheyrendanna, þeir urðu svo
forviða.
“Svo við erum báðir á sama máli?”
sagði Einarsson undrandi, “eg skil þig
ekki.”
“Samt sem áður er eg á sama máli og
þú þessu viðvíkjandi. Hver einstakur af
hinum 333 spádómum um Krist, er ófull-
nægjandi sönnun fyrir því að hann sé hinn
fyrirheitni Messías. Eg skal skiýra þetta
fyrir yður með atviki, sem kom fyrir mig
nýlega.
Fyrir nokkrum dögum gekk eg framhjá
þar sem verið var að reisa skýjaborg,
mjög háa marglyfta byggingu, stór járn-
slá, sem hlýtur að hafa vegið mörg skip-
pund, var hafin á loft í slöngu, á járn-
slánni sat maður alveg eins rólegur eins
og hann sæti í stofunni heima hjá sér.
Hefði slangan slitnað þá hefði hann fall-
ið 200 fet til jarðar og marist til dauðs,
þegar búið var að koma slánni fyrir þar
sem hún átti að vera, var slangan látin
síga niður til að sækja aðra slá, og mað-
urinn sat í lykkjunni eins og ekkert væri.
Me'San verið var að koma næstu slánni
upp í slönguna benti eg manninum á hve
mjóir væru vírþræðirnir í slöngunni og
fullyrti að einn þeirra 'gæti ekki hafið á
loft einn hundraðasta af þeim þunga, sem
þeir væru að lyfta.
Maðurinn leit á mig með fyrirlitningar
svip og sagði hlæjandi: “Veiztu þá ekki
að þó einn vír sé ekki nógu sterkur til að
lyfta miklum þunga, þá geta þeir allir
til sarnans lyft járnslá, sem er tífalt
þyngri en þessi. Veiztu ekki að ef þessir
vírar væru nógu margir saman þá gætu
þeir lyft heilu fjalli?” Um leið og hann
sagði þetta steig hann upp á járnslána,
gaf merki um að hefja hana og veifaði
hendinni til að kveðja mig.
“Hver einstakur meðal hinna 333 spá-
dóma er ekki nóg sönnun, en þegar þeir
koma allir saman í eina heild, þá eru þeir
óhrekjandi vitnisburður um að Jesús er
hinn fyrirheitni Messias. Næst skulum
vér benda á fleiri atriði sem fullkomna
vitnisburðinn, er vér tölum um Krist—
miðpunkt mannkynssögunnar.
Ný tegund af bómull og rayon dúk er
nýkomin á markaðinn í Englandi. Þessi
tegund fer ekki í brot og verður ekki
hrukkótt. Vænta má að samskonar dúk-
ur verði bráðum búinn til í Bandaríkjun-
um, sagt er að hann sé bæði sterkur og
verjist vel vatni.