Stjarnan - 01.02.1933, Page 15
■S- T JARNAN
3i
Krossinn
Ilve breiður eða víðtækur er kross
Krists? Hann nær yfir allan heiminn því
“hann er friðþæging fyrir syndir vorar,
og ekki einungis fyrir vorar syndir, held-
ur líka fyrir syndir alls heimsins.”
Hve langur er krossinn Krists? Nógu
langur til að ná til allra tíma og kynslóða.
meðan til er nokkur einasti syndari sem
vill þiggja frelsun. Svo lengi, sem til er
vanþekking, kvíði, sorg og dauði, eða
nokkuð annað í heiminum sem Guði er á
móti eða mönnum til skaða.
Hve hár er kross Krists? Eins hár og
hinn hæsti himin, því þegar Jesús hékk á
krossinum, kom himininn niður á jörð-
ina og jörðin hófst til himna.
Hve djúpt nær kross Krists? Hér er
leyndardómur, sem menn eru ekki fúsir
að athuga. Fyrst kross Krists nær til
himna, þá hlýtur hann emnig að ná niður
í djúp grafarinnar, niður í hið dýpsta
fylgsni. Vér vitum að Jesús sté niður til
heljar og reis upp aftur. svo vér getum
reitt oss á orð Davíðs er hann segir:
“Gjöri eg undirdjúpið að mínu legurúmi
þá ertu þar.”.
Lúter sagði einu sinni að ef Guð hefði
látið sólina koma upp aðeins einu sinni á
ári, þá mundu menn hafa haldið þakklæt-
ishátíð, en af því sólin rís á hverjum
morgni þá gleyma menn að þakka Guði
fyrir ljós hennar og hita. Vér ættum að
kvarta minna yfir því, sem vér ekki höf-
um, og þakka meira fyrir það, sem vér
höfum. Á þann hátt yrði líf vort miklu
bjartara og hamingjusamara. Alt sem vér
höfum er náðargjöf frá elskandi föður,
sem elur önn fyrir oss, verum því rólegir,
ánægðir, glaðir og þakklátir.
Vélfræðingar búnaðardeildarinnar
segja, að 6cxd pottar af vatni eyðist til ó-
nýtis á 24 klukkustundum, ef vatnspipa
lekur, jafnvel þó vatnsbunan sé eins mjó
og títuprjónn.
STJARNAN
kemur út mánatSarlega
Útgefendur: The Canadian Union Con-
ference, S.D.A., 2 09 Birks Building,
Winnipeg, Man. Stjarnan kostar $1.50
á ári i Canada, Bandaríkjunum og Is-
landi. Borgist fyrirfram.
Ritstjóri:
DAVIÐ GUÐBRANDSSON.
Afgreiðslu kona:
MISS S. JOHNSON,
Lundar, Man.
Ef þú óskar að njóta hamingju lífsins
í fylsta mæli, þá notaðu hvert tækifæri,
sem gefst til að gleðja aðra og gjöra þá
hamingjusama. Bið Guð að gefa þér
sama hugarfar sem var í Jesú Kristi.
Síðan Hoover varð forseti hefir hann
gjört það sér til gamans að safna öllum
ínyndum, sem teknar hafa verið af hon-
um. Safn þetta geymir hann í einu af
herbergjum forseta hallarinnar. Mynd-
irnar eru orðnar 20,000 aö tölu. Þar á
meðal eru skrípamyndir, aðrar myndir
sýna hann sem vængjaðan verndar engil,
o. s. frv. Sumar myndirnar eru settar í
umgjörð og hanga á veggnum, en flestar
eru geymdar í umslögum, sem eru merkt
og númeruð. Þegar Mr. Hoover þarf að
hvíla sig þá fer hann inn i skelfingar her-
bergið, sem hann svo nefnir, og styttir
sér stundir með því að skoða myndirnar
af sjálfum sér, eins og hann er afmál-
aður í augum vina og óvina, bæði í Banda-
ríkjunum og erlendis.
Hinn nafnfrægi þýzki prófessor, Albert
Einstein, hefir tekið æfilanga stöðu við
visindastofnun í New J'ersey, hann verð-
ur því aS búa þar frá 1. okt. til 1. apríl-
ár hvert. Hinn tíma ársins er honum
frjálst að vera hvar sem hann vill. Sagt
er að hann hafi neitað mörgum tilboðum,
sem heimtuðu að hann væri burtu frá
föðurlandi sínu árið utn kring.