Stjarnan - 01.03.1933, Side 5

Stjarnan - 01.03.1933, Side 5
STJARNAN 37 minsta kosti, voru ekki sekir um þaÖ, sem þú hefir nefnt.” RæöumaÖur hristi höfuöið og sagÖi: “Því miður voru þessir menn engin und- antekning. Ekki nóg með það að Plato mælti með ofdrykkju á hátíðum Baccus- ar, heldur hvatti hann og Aristotele einn- ig til þess að veikluð börn væru ekki alin upp. Plato, Cicero, Epictetus og fleiri frægir heimspekingar hvöttu menn til að halda við tilbeiðslu forfeðranna. Dio- genes og Socrates lifðu í grófum löstum. Cato hrósar ungum mönnum fyrir að heimsækja vændishús að jafnaði. Plato hvatti til ólifnaðar og áleit að hermenn ættu ekki að vera hindraðir frá að full- nægja fýsnum sínum. Slíkar kenningar voru studdar og verndaðar af ríkinu. Hinn nafnkunni löggjafi, Sólon, bannaði einungis þrælum ólifnað. Spekingarnir Zeno, Cato og Seneca frömdu allir sjálfs- morð. “Margt af kenningum og lifnaðarhátt- um þessara heiðnu heimspekinga er svo svívirðilegt og viðurstyggilegt að það er ekki í letur færandi.” “En þeir kendu líka margt fallegt,” sagði hr. Einarsson. “Eg kannast við það,” svaraði Djarf- ur. “Þetta er einmitt það sem eg vildi benda á, að þessir menn voru , hinir fremstu á tímabili heiðninnar, og það sem þessir helstu og bestu menn kendu var svo lélegt, aS mannkynið var illa og nauðug- lega á sig komið. “En vantrúarmenn kannast við, eins og eg skal sanna síðar, að Jesús án allrar heimsmentunar, skaraði svo langt fram úr öllum heimspekingum, að þeir allir til samans komust ekkert nærri til saman- burðar. Nú greip Einarsson fram í aftur: “í síðasta fyrirlestri þínum gafst þú nokk- urn veginn sönnun fyrir því, að spádóm- ar Gamla Testamentisins væru uppfyltir á Kristi, en það sannar ekki að hann sé stofnandi kristindómsins.” “Vera má að svo sé, en nú skulum vér rannsaka stofnun kristindómsins," svar- aði Djarfur.” “Að kristindómurinn er til, og að hann á einhvern hátt komst á, það efar enginn. “Hér er aðeins um tvent að gjöra. annaðhvort var kristindómurinn stofnað- ur af svikurum, eða hann var stofnaður af Kristi sjálfum. “Útbreiðsla þessarar nýju trúar var mestu hættu undirorpin frá því fyrsta. Kristna trúin var gagnstæð hinum gömlu trúarreglum Gyðinga, og gagnstæð í- myndunum þeirra, sem framtíðar huggun og von þeirra hvildi á. “Þeir héldu að Messías mundi leysa þá undan oki Rómverja. Hugsunin ein um að þetta gæti brugðist, gjörði þá upp- væga. Allar kenningar kristindómsins voru þeim nýjar og andstæðar. Að láta Guðr ríki útbreiðast til heiðingjanna var fjarri hugmynd þeirra, og hlaut að vekja mótspyrnu fremur en laða þá að hinni nýju trú. “Hér við bættist að kristnir menn sök- uðu Gyðinga um grimd og morð, er þeir ofurseldu Krist til lífláts. Þetta gjörði starfið til útbreiðslu kristninnar ennþá erfiðara og hættulegra. Kristnir menn urðu að mæta mótspyrnu og hleypidóm- um þeirra, sem höfðu valdið að baki sér. Eærisveinarnir reyndu að kenna fólki, sem þeir fyrst höfðu valdið vonbrigðum og síðan vakið reiði þess. Það var í sann- leika einkennileg aðferð til að innleiða ný trúarbrögð. “Þetta var nú aðeins byrjun erfiðleik- anna. Kristindómurinn réðst á hið stjórn- andi vald, Róm, og öll önnur trúarbrögð, sem þá voru uppi, urðu óvinir hans. Hann afneitaði allri heiðinni goðafræði, og tilveru allra þeirra guða, sem heið- ingjar dýrkuðu. Hann slakaði til í engu. Kristindómurinn krafðist þess að eyði- lögð yrðu öll ölturu, mvndastyttur, goð og goðahof, alt, sem tilheyrði heiðinni til- beiðslu. “Kristindómurinn var ekki ein trúar- brögðin til i viðbót við þau iooo sem áður

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.