Stjarnan - 01.03.1933, Qupperneq 7

Stjarnan - 01.03.1933, Qupperneq 7
stjarnan 39 í r,ni jt ri r^i jt' ■— — r~ r~ c~-r 8mr * ÍKlfeii Flóttinn frá Síberíu (.rian i nt s II 8 Vér hröSuðum nú ferðinn yfir snjó- þaktar breiðurnar. Eg lærSi fáein orð í Manchurisku af félaga mínum, og kom mér það seinna að góðu haldi. Eftir nokkurra stunda göngu urðum við að fara yfir rússnesku járnbrautina skamt frá hermannaskálanum. Verðirnir hafa að líkindum haldið að við værum Man- churians, svo þeir gáfu oss engan gaum, en hundar þeirra fylgdu okkur langan veg. Þegar hundarnir sneru aftur, sáum við framundan okkur altari, sem stóð við veg- inn, og vissum af því að þorp mundi vera í nánd. Á altarinu var skál með hrís- grjónum í, þau voru ætluð öndum þeim, sem menn hugðu að þar byggju, en það voru fuglarnir, sem notuðu sér fæðuna. Trúarbrögð Manchuríu-manna eru að mestu í því fólgin að forðast illa anda, eða sefa þá. Við tókum okkur hvíld á veitingahúsi í næsta þorpi, þeir sem fyrir voru áttu svo annríkt með að reykja pípur sínar að þeir gáfu oss engan gaum. Eg var þakk- látur fyrir að vera látinn afskiftalaus. Seinna um daginn komum við auga á Shwang-chang-puo, það var kærkomin sjón, því eg var farinn að eiga bágt með að ganga, vöðvar mínir voru stiröir og sárir. Við urðum að fara kringum langan vegg til að komast að borgar- hliðinu. Okkur þótti vænt um að geta gengið í skjóli við vegginn. í samanburði við aðra bæi í Manchuríu, virtist þessi vera gamall, en snotur og hreinlegur. Rússnesk járnbraut lá skamt í burtu, og áður langt leið sá eg Evrópiskan mann á götunni, en hann veitti mér enga eftir- tekt svo eg var óhræddur en litlu seinna sá eg rússneskan hermann, það var nóg aðvörun fyrir mig til að láta sem minst á mér bera. Við fórum inn í lítið matsöluhús, ó, hve hlýindin þar voru velkomin. Eg var orð- inn svo svangur að eg sinti engu hvað gómurinn sagði um bragðið á matnum. Mér var sagt í Harbin að við hefðum innlendan prédikara í Shwang-chang-puo, sem skildi dálítið í rússnesku. Eg hafði utanáskrift hans, og vonaðist eftir að hann gæti ráðlagt mér, hvernig best væri að haga ferð minni. En hvernig gat eg leitaö hann uppi í stórri borg, án þess að leiða of mikla eftirtekt að sjálfum mér. Eg réð það af að halda áfram ferðinni, og fylgdarmaður minn kvaðst einnig vilja það, en eg er sannfærður um að tilgang- ur hans var einungis að vera mér til hjálpar. Við stefndum á suðurhlið bæjarins. Þótt við gætum lítið talað saman þá brost- um við hvor til annars til hughreystingar, og eg sannarlega þurfti hughreystingar með því eg var nærri uppgefinn. Þegar við gengum fram hjá seinustu húsaþyrpingunni, inni í þorpinu, greip hann í handlegg mér og sagði með ákefð: “Yesúa, Yesúa,” um leið og hann benti á hlið með auglýsingu yfir. Við gengum þar inn oð fundum nokkra innfædda menn, sem tóku okkur kurteislega. Þar var alt hreinlegt umhverfis. Þetta var trúboðsstöð. Eormaður hennar þekti þann, sem eg óskaði að finna og vísaði okkur leið til heimilis hans. Eftir hálf- tíma göngu komuni við þangað. Miðaldra maður, vingjarnlegur í við- móti, bauð okkur velkomna. Myndir, sem mér höfðu verið gefnar í Harbin af sumum starfsmönnum okkar í Kína, sann- færðu þessi góðu hjón um, að eg væri félagsbróðir þeirra, og þau sýndust vera

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.