Stjarnan - 01.03.1933, Side 8
40
STJARNAN
eins glöð yfir að hafa mig í húsi sínu,
eins og eg var þakklátur fyrir gestrisni
þeirra.
Nú þegar leiðsögumaður minn sá að eg
var staddur meðal vina, þá vildi hann
halda sína leið, en honum var ekki slept
fyr en hann hafði notið hvíldar og þegið
allar góðgjörðir, sem hægt var að láta
honum í té.
Húsbóndi minn og kona hans höfðu
aðeins nýlega tekið á móti kristinni trú,
en hvílíkur mismunur var orðinn á þeim
og hinum heiðnu nágrönnum þeirra. Litli
hópurinn, sem þau höfðu kring um sig
og snúist hafði til kristni bar einnig ljós-
an vott um nýtt hjarta og endurnýjað
hugarfar.
í skólanum þar sem þessi prestur og
kona hans höfðu lært, var nemendunum
ekki kent að taka upp Evrópu siði í stað
Austurlanda siða, nema þar sem hinir
síðarnefndu voru ósamboðnir fagnaðar-
erindi Krists, þarafleiðandi var hús það
sem eg gisti í, ekkert frábrugðið hinum
umhverfis nema í hreinlætinu. Sama
mátti segja um klæðnað og fæði fjöl-
skyldunnar. Aðalfæðið var millet, kál
og hnetur. Eg varð að bæta salti í þessa
rétti til að gjöra þá lystugri fyrir minn
smekk. Þetta þótti vinum mínum spaugi-
legt því Manchurians salta ekki matinn
heldur borða brimsalt kál með honum.
Eg hélt ræðu fyrir þessu fólki og dró
upp krítarmyndir, til skýringar fyrir þá,
sem ekki skildu neitt, sem eg sagði. Þeim
virtist vera skemtun að heyra mig syngja,
en elcki get eg sagt að mér hafi geðjast
að söng þeirra. Það var sama raulið hvort
sem það átti að vera giftingar eða útfarar
sálmur.
Eg lagði mig eftir að læra Kínversku,
svo eg gæti betur bjargað mér þegar eg
héldi áfram ferð minni. Presturinn
hvatti mig til að setjast þar að, læra mál-
ið og starfa meðal fólksns. Þetta var mér
ekk fjarri skapi, en eg vissi að það var
hættulegt að dvelja þar, því þótt landið
væri undir yfirráðum Kínverja, þá mundu
Rússneskir hermenn ekki hika við að
taka mig fastan, ef þeir rendu nokkurn
grun í hvernig á högum mínum stæði.
Eftir fárra daga hvíld lagði eg aftur af
stað út í hina hættulegu ferð mina. Prest-
urinn stakk upp á að fylgja mér eina dag-
leið, eða til næsta þorps, þar bjó fólk,
sem hann var að lesa Biblíuna með. Þeg-
ar við gengum gegn um borgina mættum
við fyrverandi leiðsögumanni mínum
skamt frá stjórnarbyggingunni. Honum
hafði verið veitt einhver stjórnarstaða,
því hann var í einkennisbúningi. Þótt
hann gæti ekki fylgt mér nú, lét hann í
ljós hið sama bróðurlega hugarfar til mín.
Það voru hér um bil 12 mílur til þorps-
ins, sem við ætluðum til. Manchuria er
ekki eins ákaflega þéttbygð eins og sjálft
Kínaveldi, þorpin eru miklu minni og líka
lengra á milli þeirra. íbúar þessa þorps
voru flestallir afkomendur einnar fjöl-
skyldu. Þeir voru mótmælenda trúar, og
þótt þeir hefðu ekki eins mikla þekkingu
eins og fólkið, sem eg hafði verið hjá
undanfarna daga, þá báru heimili þeirra
vott um hin blessunarríku áhrif kristin-
dómsins.
Eg ætla að leyfa mér að segja hér, að
þeir, sem snúast til kristni fyrir áhrif
okkar eigin starfsmanna sýna betur hin
endurfæðandi áhrif kristindómsins held-
ur en þeir, sem kent er af öðrum trúar-
félögum, eg hefi kynst mörgum og hefi
því haft tækifæri til að veita þessu eftir-
tekt.
Þorpsbúar tóku vel á móti okkur, og
við vorum beðnir að halda guðsþjónustu
um kvöldið. Aftur greip eg til sömu
bragða og notaði krít til að bæta upp fyrir
málleysi mitt. Áhorfendurnir urðu mjög
hrifnir af þessu og hefðu gjarnan viljað
að eg settist þar að til að starfa.
Það sem eg sá í þesari ferð af áhrif-
um kristindómsins í heiðnum löndum, var
nóg til að sannfæra mig um, að heiðingja-
trúboðið er þess vert að vér gefum til
þess þá beztu krafta sem vér höfum.
Ekkert varðmæti heimsins getur jafnast
á við það.
Höfðingi ættarinnar bauð okkur gist-