Stjarnan - 01.03.1933, Síða 15
STJARNAN
47
hvíldardaginn. Hann kvaÖ já viÖ og full-
vissaði hana um að hann væri Aðventisti,
og hefði bækur til sölu, sem útskýrðu
Bibliuna. Hún gladdist mjög yfir þessu
og kallaði á mann sinn. Nú var uppfylt-
ur spádómur föður hennar. Þau keyptu
allar þær bækur sem hann hafði, og pönt-
uðu árgang af spánverska blaðinu
“Watchman,” sem prentað er í Suður-
Ameríku.
Pedro Brouchy, formaður starfsins i
Buenos Aires hafði þá ánægju að lesa
Biblíuna með þessum hjónum og skíra
þau. Maðurinn var kennari í fylkinu
Corrientes, Argentina.
R. H.
Er ekki sama hverju maður
trúir ?
(Framh. frá bls. 35)
á nokkrum öðrum, eða nokkru öðru,
dregur sjálfan sig á tálar, sér til glötun-
ar.
Kæri vin, byggir jui von þína á því, sem
einhver maður heldur, eða á skýrum og
ótvíræðum orður Krists?
S. Johnson
Mínir sauðir heyra raust mína, eg
þekki þá, og þeir fylgja mér, og eg gef
þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að ei-
lífu glatast, og enginn skal slíta þá úr
minni hendi. Faðir minn, sem hefir gefið
mér þá er öllum meiri, og enginn getur
slitið þá úr hendi föður míns. Eg og
faðirinn erum eitt.—Jóh. 10:27-30.
Kæru vinir:
Gjörið svo vel að senda öll bréf
viðvíkjandi Stjörnunni, borgun fyrir
liana og gjafir, til:
“STJARNAN,”
I-,undar, Man.
Þýzkaland hefir áður veitt sjúkum og
blindum, og nú nýlega einnig atvinnulaus-
um mönnum undanþágu frá að borga víð-
varps skattinn, sem er 2 mörk á mánuði.
STJARNAN
kemur út mánaSarlega
Útgefendur: The Canadian Union Con-
ference, S.D.A., 209 Birks Building,
Winnipeg, Man. Stjarnan kostar $1.50
á ári I Canada, Bandaríkjunum og Is-
landi. Borgist fyrirfram.
Ritstjóri:
DAVtÐ GUÐBRANDSSON.
Afgreiöslu kona.:
MISS S. JOHNSON,
Lundar, Man.
Frá Stokkhólmi kemur sú fregn, að
atvinnumálanefndin hafi snúið sér til
stjórnarinnar með beiðni um að fá 35
miljónir króna í viðbót við þær 23 milj-
ónir, sem þegar var ákveðið að veita til
að bæta út atvinnuleysinu. Það er þá
gjört ráð fyrir að þurfa 60 miljónir fyrir
árið 1933-34-
í litla ríkinu Siam eru 15,000 musteri,
og 150,000 Buddhatrúar prestar.
Óeirðir hafa nýlega gjört vart við sig
á Spáni. 40 menn voru drepnir í viður-
eign lögreglunnar og kommúnista.
Elmtré var nýlega höggvið upp á Eng-
landi, sem menn álitu að væri 500 ára
gamalt. Það stóð rétt hjá húsi því, sem
John Milton bjó í, þegar plágan mikla
geysaði yfir landið. Þar samdi hann eitt
af hinum frægu ritverkum sínum: Para-
dis Endurreist.
Þegar Ignatius Loyola stofnaði Jesúita
regluna á Spáni, fyrir hér um bil 400 ár-
um síðan, þá hefir hann víst ekki órað
fyrir, að hinn mikli auður Jesúíta mundi
verða gjörður upptækur, einmitt í því
landi, sem reglan hófst. En nú er svo
komið. Um 30 miljón dollara virði af
upptækum eignum þeirra er nú notað
þjóðfélaginu til gagns í þessu nýja lýö-
veldi.