Stjarnan - 01.03.1933, Síða 16

Stjarnan - 01.03.1933, Síða 16
Drambsemi og hroki Maður þarf ekki aÖ ferÖast víÖa nú á tímum til þess aö verða var viÖ dramb- semi, hroka og auðæfa-oflæti. Þótt f járkreppan sé ríkjandi í öllum löndum heims- ins, þá hefir samt sem áÖur aldrei verið eins mikið af gulli í fjárhirslum sumra þjóða og auðmanna og einmitt nú. Þeir, sem þess vegna hafa auðinn láta bera á því. Maður sér þetta í eimlestum, á gistihúsum, skrifstofum og bönkum. Þetta er eitt tákn tímanna, því að vér lesum: “En vita skalt þú þetta, að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir, því að mennirnir munu verða sérgóðir, fégjarnir, raup- samir, hrokafullir.’’ o. s. frv. 2. Tím. 3 :i,2. Hroki og drambsemi eru alfaravegirnir sem höfðingi þessa heims ferðast eftir þegar hann ríður hnakkakertur inn í hið veraldlega sinnaða mannshjarta til þess að taka sér bústað þar. Þvi að hið inn- blásna orð segir: “Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem i heiminum eru. Ef einhver elskar heiminn, þá er kærleiki til Föðursins ekki í honum. Því að alt það sem í heiminum er, fýsn holdsins og fýsn augnanna og auðæfa-oflæti, það er ekki frá Föðurnum, heldur er þaS frá heiminum.” 1. Jóh. 2:15, 16. Vitringurinn mikli segir oss skýrum orðum, að Drottinn hati drambsemi, jafn- vel þótt það komi í ljós einungis í augnaráði mannsins. Hann kemst þannig að orði: “Sex hluti hatar Drottinn og sjö eru sálu hans andstygð: drembileg augu, lygin tunga og hendur, sem úthella saklausu blóði, hjarta, sem bruggar glæpsamleg ráð, fætur, sem fráir eru til illverka, ljúgvottur, sem lygar mælir, og sá er kveikir illdeilur meðal bræðra.” Orðskv. 6:16-19. Hversu oft sjáum vér ekki að drembi- leg orð og augnaráð valda deilum á milli manna. Gegn þessu erum vér varaðir með svofeldum orðum: “Með hroka vekja menn aðeins þrætur.” Orðskv. 13:10. Að það er synd að láta drembilega kemur greinilega í ljós í eftirfarandi orðum hins mikla spekings: “Drembileg augu og hrokafult hjarta—lampi óguðlegra er synd. Orðskv. 21:4- Þetta sýnir saga mannkynsins með mörgum glöggum dæmum. Kain lét drembilega, myrti bróður sinn og fórst í synd sinni. Faraó sýndi mikinn hroka gagnvart Guði þegar hann sagði: “Hver er Drottinn að eg skuli hlýða honurn til þess að leyfa Israel að fara: eg þekki ekki Drottin og ísrael leyfi eg eigi heldur að fara.” 2. Mós. 5 :2. Hjarta hans varS að lokum svo hrokafult, að hann bauð Guði byrginn og fórst í Rauðahafinu ásamt öllum herflokkum sínum. Agagítinn Haman komst til mikillar virðingar á dögum hins f orna volduga Persaríkis og heimtaði að allir féllu á kné og lytu honum, þegar hann var á ferð um stræti borgarinnar. Gyð- ingurinn Mordekai þverneitaði að gjöra þetta, svo Haman lét reisa fimtíu álna háan gálga, sem hann ætlaði að hengja Mordekai á, “en drambsemi er undanfari tortímingar og oflæti veit á fall” (Orðskv. 16:18.), svo Drottinn sneri því þannig að Haman varð sjálfur hengdur á gálganum, en Mordekai hafinn til vegs og frama. Reynsla Guðs fólks í Estersbók er fyrirmynd upp á hvernig óguðlegir menn munu láta drembilega á hinum síðustu dögum á undan endurkomu Krists. Hafin mun einnig þá verða ofsókn gegn öllum, sem varðveita boðorð Guðs og trúna á Jesúm, en þegar hinir hrokafullu syndarar ætla að drepa fylgjendur Krists (Opinb. 13:15), þá munu þeir farast á aumkunnarverðan hátt, því að vér lesum: “Því sjá, dagurinn kemur, brennandi sem ofn; og allir hrokafullir og allir þeir, er guðleysi fremja, munu þá verða sem hálmleggir, og dagurinn sem kemur, mun kveikja í þeim, segir Drottinn hersveitanna, svo að hvorki verði eftir af þeim rót né kvistur. En yfir yður, sem óttist nafn mitt, mun réttlætissólin upp renna með græðslu undir vængjum sínum.” Mal. 4:1, 2. Kæri vinur, mundi þá ekki hafa verið betra að hafa fetað í fótspor Krists, sem er “hógvær og af hjarta lítillátur” og frelsast eilífri frelsun, heldur en að vera hrokafullur og tortímast. Svara þú sjálfur þessari spurningu. —D. G.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.