Stjarnan - 01.10.1933, Side 2
146
STJARNAN
Bœn
Bæn flutt í lifandi trú megnar mikið.
En ef kærleiksverk gagnvart hinum nauÖ-
stöddu umhverfis oss fylgir ekki meí5
bæninni þá er hún jafn gagnslaus og
hljómur klausturklukknanna. HjálpaÖu
nauÖstöddum nágranna þínum. Eáttu
ekki hugfallast heldur brostu þegar óhapp
kemur fyrir. BiS til GuÖs í einrúmi.
Það er sagt um Dr. W. G. Frost, aö
þegar hann sagði upp stöðu sinni sem
prófessor í grísku við Óberlin háskóla til
þess að taka að sér forstöðu lítilsháttar
skóla í Berea, Kentucky, þá fanst flestum
vinum hans að hann hefði gjört hið mesta
glapparskot í stað þess að vera leiddur af
Guði sem svar upp á bæn.
Þannig hljóðaði frásagan: “Þegar hann
korn til Berea voru byggingarnar niður-
níddar, kennararnir höfðu ekki nóg kaup
til að geta lifað á því, miklar skuldir
hvíldu á skólanum og tekjur voru engar.
Auk kenslunnar varð hann að heimsækja
söfnuðina í hverri borginni eftir aðra til
að safna fé. En Dr. Frost þekti veglyndi
fjallabúanna í Kentucky, og með spá-
mannlegri andagift sá hann fyrir hvað
skólinn mundi geta orðið fólkinu til hjálp-
ar er fram liðu stundir. Á einni ferð
sinni til Cincinnati heimsótti hann mót-
mælenda prest, sem hafði stóran söfnuð
þar i borginni og var samtal þeirra á þessa
leið:
“Viltu bjóða einhverjum af hinu göfug-
lynda, gjafmilda fólki þínu á samkomu og
lofa mér að segja þeim frá þörfum f jalla-
búanna?” spurði Frost.
“Nei,” svaraði prestur, “eg gæti ekki
fengið mig til þess.”
“Viltu þá lofa mér að prédika í kirkj-
unni á sunnudagsmorguninn ?”
“Nei. Það er föst regla að nota aldrei
sunnudaga messurnar til að safna fé til
líknarstarfa.”
“Það er sjálfsagt fáment við kvöld-
guðsþjónustuna,” hélt Frost áfram, “viltu
lofa mér að tala til fólksins á sunnudags-
kvöldið ?”
Aftur neitaði prestur.
“Má eg þá tala á bænasamkomunni á
miðvikudagskveldið ?”
“Nei.”
“Jæja, vilt þú þá biðja fyrir fjallabú-
um og framför og gagnsemi skólans?”
spurði Frost.
Prestur sagði sér fyndist það hræsni,
fyrir sig aö biðja hinn almáttuga að
hjálpa því málefni, sem hann sjálfur gæti
ekki gjört neitt til að styðja.
Án þess að láta bera á nokkurri óþol-
inmæði eða vonbrigðum sagði Frost að
lokum:
“Bróðir minn, fyrst þú getur ekkert
gjört til að hjálpa oss, viltu þá ekki biðja
með mér fyrir söfnuði þínum og starfs-
mönnum hans?”
Presturinn gat ekki neitað þessu. Þeir
féllu báðir á kné, og Frost kom fram fyr-
ir náðarstólinn með auðmjúka bæn fyrir
söfnuðinum, en lagði emnig fram fyrir
Guð neyð og þörf fjallabúanna í Ken-
tucky, og skólans, sem var að berjast í
gegnurn erfiðleika til að hjálpa þeim.
Þegar bæninni var lokið streymdu tár-
in niður kinnar prestsins. “Þú verður að
koma til minnar kirkju á sunnudagsmorg-
uninn,” sagði hann, “söfnuður minn verð-
ur að hlusta á þig.”
Þaö er eitt að mæla fram eða lesa bæn,
og annað að biðja. Bænum er oft ekki
svarað af því sá, sem biður væntir ekki
svars og býst ekki við því. Biður þú?
Hvernig biður þú? Hversvegm ber þú
sjálfur bvrðar þinar og sorgir í stað þess
að varpa þeirn upp á Guð r Bæn iæknar
sundurbrotið hjarta og veitir hugrekki,
styrk og gleði mitt í þrengingunum.
T. G. iV.