Stjarnan - 01.10.1933, Síða 3
S T J A R N A X
147
Guðs or<5 segir við syndarann: ‘‘ Trú þú
á Drottinn Jesúm, og þú munt veröa
hólpinn.” Post. 16:31. Þetta ber það
með sér að ef syndarinn ekki trúir á
Jesúm þá verður hann ekki hólpinn. Hin-
ir óhlýðnu geta lesið og rannsakað Biblí-
una og fengið skilning á mörgu í henni,
en slík rannsókn og þekking verður þeim
ekki til frelsunar. Sannleikur, sem er fyr-
irlitinn, fótum troðinn eða rangsnúinn,
verður mönnum til fyrirdæmingar en ekki
frelsunar.
Jesús bendir ótvírætt á, að undirgefni
undir Guðs vilja, og hlýðni við hann, er
vegurinn til að öðlast sanna andlega þekk-
ingu: “Ef sá er nokkur, sem vill gjöra
vilja hans, hann mun komast að raun um,
hvort kenning er frá Guði eða eg tala
af sjálfum mér.” Jóh. 7:17. Að vilja
gjöra Guðs vilja er það að maður stað-
fastlega ákveður að hann skuli hlýða Guði
Jesús segir hér að þeir, sem vilji lilýða
skuli þekkja kenningar Biblíunnar. Aðal
áherslan er lögð á orðið “vill”. Sá, sem
vill gjöra Guðs vilja, mun komast að raun
um, það er skilja kenninguna.
Hlýddu því, sem þú skilur í Guðs orði,
þá mun Guðs andi leiða þig lengra og
lengra á vegi sannleikans. Jesús sagði:
“Eg gjöri ætíð það, sem Faðirinn hefir
mér boðið.” Hlýðni Krists við Föður-
inn var fullkomin þess vegna var þekk-
ing hans á sannleikanum fullkomin.
Þegar Guð opinberaði dýrð hins eilífa
sáttmála fyrir Abraham, þá mintist hann
á hvers vegna hann gjörði sáttmálann við
hann: “Af því þú hlýddir minni raust,”
það var grundvöllurinn, sem bygt var á.
Þess vegna gat Guð sýnt honum veginn
og opinberað fyrir honum áform sín.
E. S.
Bænheyrsla
Lyfsali einn segir frá eftirfylgjandi at-
buröi:
Eg var við nám í höfuðborginni, og það
kom oft fyrir að við vorum vaktir aftur
og aftur á nóttunni til að afhenda meðul
og geðjaðist okkur ekki vel að því.
Eina nótt þegar eg átti að annast um
afgreiðsluna var dyrabjöllunni hringt. Eg
var ekki í sem beztu skapi þegar eg opnaöi
dyrnar. Úti fyrir stóð lítill drengur fá-
tæklega búinn með glas í hendinni og for-
skrift fyrir meðulum, eg bjó út meðulin
og afhenti drengnum og fór hann nú leið-
ar sinnar.
Þegar eg var búinn að slökkva ljósið og
hafði lagt mig fyrir, þá greip mig voðaleg
hræðsla. Hafði eg gefið drengnum rangt
meðal? Var það ekki eitur, sem hann
var nú á leiðinni með til að færa móður
sinni ? Eg kveikti og fór út í lyfsölu-
búðina til að fullvissa inig um hvort svo
væri. Því miður. Eg hafði fengið hon-
um glas með eitri í og móðir hans hlaut að
deyja ef hún tók það inn. Eg stóð þarna
frá mér numinn af skelfingu og vissi
ekkert hvað eg átti að gjöra.
Eg féll á kné og úthelti hjarta mínu í
bæn til Guðs um að hann kæmi í veg fyr-
ir að konan tæki meðalið. Eg lofaði Guði
að ef hann bænheyrði mig, þá skyldi eg
þjóna honum trúlega alla æfi mína.—
Nú var dyrabjöllunni hring aftur, og er
eg kom út stendur sami drengurinn þar
hryggur og skjálfandi: “Æ, herra minri,
reiðist mér ekki, eg datt og braut glasið,”
sagði hann. Hvort eg reiddist. Nei. Eg
faðmaði drenginn að mér og þakkaði Guði
fyrir bænheyrsluna. X. :• :Hi'. ;