Stjarnan - 01.10.1933, Qupperneq 5
S T J A R N A N
149
fyrir þessu frá náttúrlegu sjónarmiöi.
Þér kannist viíS a'Ö engin önnur bók í
heiminum hafi inni a'Ö halda verulega
spádóma. Spádómar Biblíunnar eru
leyndardómur — óskiljanlegur leyndar-
dómur fyrir vantrúarmanninn.
“Kristindómurinn by'ður yður Krist.
Þetta er hin óhrekjanlegasta staÖreynd,
sem til er í mannkynssögunni, samkvæmt
vitnisbur'Öi ýmsra vantrúarmanna, sem
þér hafið heyrt. Þeir hrósuðu Kristi meir
en nokkrum öðrum manni í heiminum, og
nokkrir hinna helstu vantrúarmanna
sleptu að lokum vantrú sinni, og játuÖu
opinberlega meÖ fögnuöi trú sína á Krist.
“Látum oss nú athuga hvað Kristur
hefir verið fyrir mannkynið, og þá einnig
persónulega fyrir yöur. Fyrir áhrif sög-
unnar um miskunnsama Samverjann og
aðrar kenningar Krists ásamt hans eigin
viðkvæmu umhyggju fyrir hinum sjúku,
þá hefir útburður barna og sjúklinga og
vanræksla gagnvart þeim lagst niður. Nú
er særðum og sjúkum hjúkrað á spítölum
og heilsuhælum. Alt sem í manns valdi
stendur er gjört til að lækna sjúkdóma og
hlynna að sjúklingum þar sem kristin-
dómurinn hefir náð að festa rætur.
“Ef þér vinnið að þvi að endurbæta fé-
lagslífið, og hafið umhyggju fyrir hinum
fátæku, þá hugsið eftir hvað kristindóm-
urinn hefir afrekaS á því sviði. Þræla-
hald hefir verið afnumið fyrir þá kenn-
ingu Krists, að allir menn væru af einu
blóði, og þess vegna fyrir Guði sem bræð-
ur og systur. Jesús huggar og hughrevst-
ir hina undirokuðu, en ávítar hina eigin-
gjörnu ríku. Hann heimtar ekki ölmusu-
gjafir heldur réttlátar grundvallar reglur
í félagslífinu gagnvart öllum jafnt.
“Ef þér skoðið mentun nauðsynlega til
velmegunar og framfara mannkynsins, þá
athugið hvernig Jesús hvatti til framfara
í þá átt. Hann leitaðist við að hjálpa
mönnum bæði í tímanlegum og andlegum
efnum, gjöra þá heila bæði á sál og lík-
ama. Þegar Jesús sagði: “FariS og
kennið öllum þjóðurn,” þá kom hann af
stað hinum sterkustu öflum, sem send
hafa verið út um heiminn. Það er ákaf-
lega mikið innifalið í þessari skipun. Til
þess að uppfylla hana verða kristnir menn
að kynna sér sögu þjóðanna, svo þeir geti
flutt þeim fagnaðarerindið og ofið það
inn í alt líf þeirra og hugsunarhátt.
“Til að ná þessu takmarki uröu menn
að stunda sjómannafræði og sjóferðir, svo
þeir gætu náð til allra þjóða, eins og þeim
var boðið. Skipun þessi hefir komið ó-
teljandi framkvæmdum af stað á öllum
þessum öldum, sent menn niður í dýpi
jarðarinnar, hafið þá upp á vængjum
vindanna, flutt þá yfir brennandi sanda
eyðimerkurinnar, og yfir hin köldu, af-
skektu héruð kuldabeltisins, og hinar lítt
kunnu fjallabygðir Tíbets. Og til hvers
alt þetta? Til þess að fullnægja skipun-
inni og flytja boðskapinn.
“Skipunin um að kenna öllum þjóðum
felur í sér að kennarinn verður að vita
meira en nemandinn, svo til þess að flytja
boðskapinn hafa 800 tungumál verið
prentuð, og trúboðarnir hafa þýtt kristi-
legar bækur og rit á þessi mál. Satt að
segja hefir þekking vor á landafræði að
miklu leyti komið frá trúboðunum, sem
hafa rutt brautir þar, sem verzlunar-
menn ekki hafa vogað að stíga fæti sín-
um.
“Þjóð sú, sem Jesús fæddist hjá var
hötuð og ofsótt framar öllum öðrum þjóð-
um heimsins, auk þess sem hún hélt fast
við sínar skoðanir, var ómannblendin og
lifði eins og út af fyrir sig. En Jesús
hreif alla jafnt, bæði Austur og Vestur-
landa búa. Hann er jafnt fyrir allar
þjóðir.
“Sócrates kendi í 40 ár, Plato í 50 ár,
og Aristoteles í 40 ár, en Jesús aðeins í
þrjú og hálft ár, en kenning hans þenna
stutta tíma tekur langt fram, og hefir
langt um víðtækari áhrif heldur en allar
kenningar Sókratesar, Platos og Aristo-
teles yfir 130 ára tímabil, þótt þeir væru
helstu kennarar fornaldarinnar.
“Jesús var enginn rithöfundur, en þó.
er oftar vitnað til orða hans heldur en
nokkurs rithöfundar. Orð hans hafa náð