Stjarnan - 01.10.1933, Page 6

Stjarnan - 01.10.1933, Page 6
STJARNAN 150 til yztu endimarka heimsbyg'Öarinnar, og hafa verið þýdd á öll tungumál, og á flestar málízkur. “Hann fékst ekkert við húsasmíöi, en timburmanns sonurinn frá Nazaret er orðinn byggingameistari sögunnar, þvi byggingar, sem eru listaverk heimsins hafa verið reistar honum til heiÖurs. “Hann var enginn listamaÖur, en mál- verk Raphaels, Michael Angelos og Leon- ardo da Vinci fengu hugmynd sína frá honum. “Hann var ekki skáld, en Dante, Milton og fjöldi hinna frægustu skálda heimsins fengu innblástur sinn frá honum. “Hann lék ekki á hljóÖfæri, en Haydn, .Handel, Beethoven, Bach og Mendelssohn náðu hæstri fullkomnun og málsnild í tónum sínum og ljóÖum er þeir sömdu honum til dýrðar. “Jesús gaf sig ekkert að félagsmálum, en samt sem áður eiga allar umbætur fé- lagslífsins, mannkyninu til heilla, rót sína að rekja til kenninga hans og lífernis. Enginn nema Jesús hefir nokkurn tíma sýnt staðfestu án þverlyndis. Hann var líknsamur og sýndi bágstöddum við- kvæmni og hluttekningu, þótt hann væri félagslyndur þá var hann um leið svo til baka haldandi að enginn dirfðist að gjör- ast honum of nærgöngull. Hann var hóf- samur, en það leiddi hann aldrei til að áfellast aðra, hann sýndi þeim ávalt hóg- værð og umburðarlyndi. Hann lagaði sig ekki eftir háttum heimsins, en hann komst við af þörfum og þjáningum manna. “Vantrúarmenn hrósa dómgreind hans, fegurð kenninga hans, réttlæti ákvarðana hans og krafti orða hans. Þeir dáðust að hinni flekklausu fegurð hans háleita líf- ernis, staðfestu hans, hreinleika, göfug- lyndi, alvöru og krafti. “Orð Ivrists eru ótæmandi, þau eru notuð í orðskviði, þau eru lögS til grund- vallar fyrir löggjöf, þau eru aðalkjarn- inn í kenningum kristindómins, þau veita huggun hinum fátæku, þreyttu og þjáðu, þau eru lífskraftur sem breytir innræti manna, þau líða aldrei undir lok, og hve mikið sem þau eru notuð, þá eru þau alt af jafn kraftmikil eins og þegar þau fyrst voru töluð. Orð Krists hafa til að bera einfaldleik barnsins sameinaðan vizku guðdómsins; blíðlyndi kærleikans og kraft eldingarinnar til að kljúfa björgin. “Hinir sterkustu gagnrýnendur hafa ekki vikið Jesú úr hásæti sem ímynd full- komins heilagleika. Hinar ólgandi bylgj- ur vantrúarinnar brotna við fætur hans, en hann stendur sem Inn fullkomna fyrir- mynd og uppörfun ti! allra góðra verka, hann er hvíld hinum þreyttu. Hann er ilmur lífsins, hið eina guðdómlega blóm í aldingarði heimsins. “Vantrúarmenn kanuast við alt þetta, en reyna svo að gjöra grein ívrir ]?ví frá nát.túrlegu sjónarmiði. Þeir eru l’úsir að kannast við að Jesús sé hinn mesti og bezti maður, sem lifað Iiefir á jörðu, en ef bent er á guðdóm hans sameinaðan manndóminum, þá rísa þeir upp öndverð- ir og mótmæla því. “Þar sem þeir nú kannast við að Jesús sé fullkomnastur og bestur al’ra manna, þá hafa þeir komið sjálfum sér í klípu og skapað sér meiri vandræði en þeir höfðu áður, því ef Jesús er ekki bæði Guð og maður þá hlýtur hanti að vera hinn mesti svikari heimsins, því hann gjörir kröfu til tilbeiðslu, hann kvaðst vera ljós heimsins og hafa verið ti' áður en heimurinn var. Hann sagðist vera kominn frá Guði og vera Guði jafn. (Jóh. 5:17. 18). “Til þess að allir heiðri son- inn eins og þeir heiðra föðurinn.” (Jóh. 5:23. sjá einnig Jóh. 10:30,38). Jesús kannast við að vera Guð. Jóh. 10:33. Þegar Thomas hinn trúarlitli, eftir upp- risu Krists, kallaði hann “Drottinn minn og Guð minn,” þá ávítaði Jesús hann ekki heldur sagði aðeins: “Af því þú hefir séð mig hefir þú trúað, sælir eru þeir, sem ekki sáu og trúðu þó.” Jóh. 20:28-2. Miklu fleiri texta satna efnis mætti tilfæra úr guðspjöllunum. “Að gjöra kröfu til alls þessa ef hann hafði engan rétt til þess mundi brenni- merkja hann sem hinn mesta svikara

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.