Stjarnan - 01.10.1933, Side 7
STJARNAN
mannkynssögunnar. En enginn vantrú-
armaður kannast við neitt ilt um hann.
Þér eins og eg kannist allir við a'Ö Jesús
var einlægur og sannur. Hvernig hefði
vondur maöur getað kent hinn háleita
sannleika sem hann kendi? Og góöur
maður hefði ekki getað dregið á tálar
fólkið, sem hann lét líf sitt fyrir.
“Tesús er þannig hið erfiðasta viðfangs-
efni Biblíunnar, og einnig hin sterkasta
sönnun fyrir guðlegum innblæstri henn-
ar. Hann stendur einn sér meðal mann-
anna sona, enginn kemst til jafns við
hann. Jesús er sigurvegari gegn um allar
aldir, út frá honum skín dýrð hins flekk-
lausa siðferðis, sem hefir leitt hina
ströngustu mótstöðumenn hans til að sýna
honum lotningu. Á þessu bjargi aldanna
hefir öll mótstaða brotnað og að engu
orðið. Jesús er, eins og hann sagði fyrir.
það segulafl, sem dregur alla menn til
hans.
“Konungur konunganna, með fyllingu
eilífs kærleika í hjarta sínu, kom niður
af himni til þess að íklæðast mannlegu
holdi, og verða einn af oss, til að þola
fyrirlitning, freistingar, og svo smánar-
legan dauða, til þess að þú og eg gætum
skilið hvað kærleikur er, og svo að vér
mættum aftur öðlast hið upphaflega sak-
leysi og hamingju, sem maðurinn naut í
Eden. Allur sannleikur snýzt um Krist
eins og pláneturnar kring um sólina.
“Nú fyrirgefið þér að eg gef minn
persónulega vitnisburð : Eg ólst upp vi5
vantrú. Foreldrar mínir og ættingjar
voru upp með sér af vantrú sinni. Eg
las vantrúarbækur þær, sem út komu, en
eg varð alveg hissa er eg sá að allir van-
trúarmenn frá Celsus til Wells stóðu um-
hverfis vöggu Krists. Eg undraðist yfir
hvers vegna þetta barna kom í heiminn,
einmitt á þeim tíma, þegar rómversk á-
girnd, gyðinglegt hatur og grísk slægvizka
voru reiðubúin til að taka höndum saman
til að eyðileggja hann. En hin voldugustu
öfl er sameinuðust móti honum urðu að-
eins til að hrinda áfram málefni sveins-
ins sem fæddist í jötunni.
I5i
“Eg undraðist yfir því, að þessi fátæki
ómentaði maður, sem hafði engin yfir-
ráð, engan her, enga stöðu, naut einkis
heiðurs, skrifaði engar bækur, og dó á
unga aldri smánarlegum dauða, kross-
festur milli tveggja glæpamanna, eg
undraðist yfir því hvernig nafn hans er
heiðrað framar allra annara manna, og
það jafnvel af vantrúarmönnum sjálfum.
“Enginn vantrúarmaður gat sagt mér
hvers vegna orð hans, jaínvoldug nú og
þegar þau voru töluð umturnuSu kon-
ungsríkjum. Spottararnir gátu heldur
ekki skýrt fyrir mér, hvernig hans gegn-
um stungnu hendur fengu lyft afhraki
manna með spiltu hugarfari upp úr hyl-
dýpi ranglætisins, og á svipstundu um-
myndað þá í staðfasta, hugrakka, heiðar-
lega kristna menn, sem fúslega létu líf
sitt á bálinu, til þess að aðrir mættu öðl-
ast þekkingu á kærleika og krafti Krists,
sem hafði veitt sálu þeirra frið.
“Vantrúarmennirnir gátu ekki skýrt
hvernig á því stóð, að veraldar ríki, sem
virtust ósigrandi liðu undir lok, meðan
dýrð og heiður hins líflátna Nazarea jókst
eftir þvi sem aldirnar liðu, og þvi meir,
sem meir var barist móti honum.
“Enginn efunarmaður gat sagt mér
hvernig þessi einkennilegi Gyðingur gat
samtímis talað svo einföld orð að hvert
barnið getur skilið þau, en um leið svo
djúp að mestu vitsmuna menn heimsins
hafa ekki getað tæmt þau. Líf, orð og
hugsunarháttur þessa óviðjafnanlega
manns, eru ráðgáta sögunnar. Náttúrleg-
ar skýringar gjöra máliö enn erfiðara
viðfangs, alveg óskiljanlegan leyndardóm.
“Eg sá að alt var skýrt og skiljanlegt
ef eg trúði að hann væri það sem hann
kvaðst vera: Sonur Guðs, kominn niður
af himni, frelsari mannkynsins, minn
eigin frelsari. Eg varð hrifinn af þess-
um orðum englanna: “I dag er yður
frelsari fæddur, sem er Kristur Drott-
inn.” Nú hefi eg lært að skilja: “Að
þótt Jesús hefði fæðst þúsund sinnum í
Betlehem, þá gagnar þaö þér ekki, nema
hann hafi fæðst inn í þitt eigið hjarta.’’