Stjarnan - 01.10.1933, Síða 8
152
STJARNAN
“Þetta er þá það, sem kristindómurinn
hefir að bjóða: Fullkomna fyrirmynd,
fyrirgefning syndanna, hvíld fyrir sálina,
huggara, félaga, frelsara, og eilíft líf í
samfélagi við óteljandi fjölda heilagra
engla og manna. Berið þetta saman við
örvæntingarkvein, vonleysi og hjartakvöl
þá, sem sífelt er hlutskifti vantrúar
mannsins. Hvort veljið þér? Þér hafið
bæði frjálsræði og tækifæri til að velja.
Þér hafið haft nægan tíma til að athuga
málið frá báðum hliðum, og hafið orðið
hrifnir af lífi Krists og vitnisburði
manna um hann. Jesús óskar eftir að
taka sér bústað í hjörtum yðar til að
veita yður sinn frið með fyrirgefningu
synda yðar.
“Þeir, sem vilja segja skilið við van-
trúna og opinberlega viðurkenna trú sína
á Jesúm Krist sem Guðs son og frelsara
sinn, þeir sem áður voru vantrúarmenn,
en upp frá þessu vilja vera kristnir, gjöri
svo vel að standa upp.”
Yfir hundraö manns stóð strax upp.
Djarfur leit ósjálfrátt þangað sem Ein-
arsson var vanur að sitja. Hann gladd-
ist mjög er hann sá að bæði hjónin og
börn þeirra höfðu staðið upp.
“Hr. Einarsson,” sagði hann, “það
gleður mig að sjá þig og fjölskyldu þína
taka slíka ákvörðun. Er þér nokkuð á
móti skapi að segja tilheyrendunum frá
hvers vegna þú hefir gjört það?”
“Eg skal með ánægju gefa ástæðuna
fyrir því,” sagði Einarsson, og mátti sjá
gleðisvipinn á andliti hans. “Eg hefi les-
ið alla Biblíuna í gegn síðan þessir fyrir-
lestrar byrjuðu. Margt sem eg hélt að
Biblían kendi finst ekki í henni, og það
sem eg hélt að væru mótsagnir reyndist
alls ekki svo, þegar efnið var nákvæmlega
rannsakað. Þegar eg las Nýja Testa-
mentið þá fann eg í Jesú frið og ham-
ingju í fyrsta sinn á æfi minni. Hin
skelfilega tilfinning að eg væri einn í hin-
um mikla geimi tilneyddur sjálfur að
fálma áfram til að komast í gegn um
heiminn, hvarf alveg þegar eg greip í
hönd Krists, hans, sem alt hefir skapað.
Sanfæringin um að alt mitt ranglæti og
yfirsjónir hverrar tegundár sem eru, séu
allar fyrirgefnar, veitir þá sælurikustu
tilfinning, sem hægt er að öðlast. Ótti
sá, sem hefir gripið mig er eg hefi litið
fram á ókomna tímann hefir breyzt í
uppsprettu fagnaðar, og þakklætis til
Krists. Eg hefi ávalt virt hann mikils,
en nú treysti eg honum og trúi á hann
sem minn eigin vin og frelsara.”
Djarfur bað nú alla, sem upp höfðu
staðið að koma og mæta sér svo hægt
væri að gjöra undirbúning fyrir þá að
sameinast söfnuðinum svo þeir einnig
gætu verið með í starfinu að flytja fagn-
aðarerindið til allra þjóða heimsins.
Fremst í flokki voru þau Einarsson og
kona hans, Guðmundur, sem nú hafði
öðlast nýjan og lifandi áhuga til að starfa,
og Lilja, er áður var gálaus og glettin,
en sem nú endurspeglaði hugarfar Krists,
rósemi og staðfestu.
B. A. Rowell.
ENDIR
Búnaðarskóli og heilsu-
hœli
Ein af stofnunum þeim, sem gjöra sitt
til að mæta þörfum manna á hinum suð-
lægu fjöllum Norður-Ameríku, er bún-
aðarskólinn og heilsuhælið í Ashville, það
er kristilegur skóli. Ungt fólk, sem ann-
ars yrði að fara á mis við mentun, kemur
þangað til að læra bæði bóknám og verk-
legar iðnir, sem gjöra það fært um að
verða nytsamir borgarar.
Heilsuhælið hefir hjúkrunarskóla, sem
kennir unga fólkinu, sto það geti orðið
trúboðar og líknarstarfendur meðal fólks-
ins á fjalllendinu og veitt því líkamlega
og andlega hjálp. Ein hj úkrunarkona
gefur allan tíma sinn til að heimsækja
heimilin og leiðbeina mæðrum hvað þær
geti gjört fyrir börn, sem ekki hafa haft
næga fæðu, og um leið veitir hún alla
hjálp, sem hún getur í heilsufræðis efn-
um. Dr. J. L. Brownsberger.