Stjarnan - 01.10.1933, Page 11

Stjarnan - 01.10.1933, Page 11
STJARNAN 155 Fi amh. Næsta morgun, á þakklætishátíÖinni var kirkjan alveg full af fólki. Ýmiskon- ar orðasveimur hafði borist út svo marg- ir komu af forvitni. “Presturinn var máttlaus í fótunum.” “Hann fer víst ekki að reyna að prédika.” “Hann gæti ekki flutt þakklætisræðu und- ir hans kringumstæðum.” “Hvers vegna er konan hans ekki heima til að hjúkra honum?” “AÖ biðja hann að halda þakklætisræðu, þegar hann hefir miklu minna til að þakka fyrir heldur en nokk- ur annar. Það er óhugsandi.” “Þaö kem- ur einhver annar í staðinn hans, takið þið eftir.” Þannig ræddi fólkið saman fram og aftur. Allir teygðu úr sér til að sjá hver ínn kæmi, þegar litlu dyrnar upp að ræðu- pallinum opnuðust. Þarna var þá litli rauðhærði presturinn í dyrunum. Hann gekk við tvær hækjur og Baker djákni hélt undir handlegg hans. Presturinn hvíslaði að djúknanum: “Hjálpaðu mér beint upp í ræðustólinn eg gæti ef til vill ekki staöið upp aftur, ef eg settist niður.” Með erfiðleikum komst hann upp í ræðustólinn og greip i hann til að styðja sig, þakklátur fyrir hve sterkur hann var í handleggjunum. Dauðaþögn varð í kirkjunni. Allir voru hryggir á svip, þeir fundu til svo djúprar meðaumkvunar með prestinum. Alt í einu hóf presturinn sönginn, að vísu með veikari rödd en venjulega, en trú og hug- rekki lýsti sér í honum engu að síður. “Vegsamið Guð, sem gefur allar góðar gjafir.” Áheyrendurnir stóöu upp og tóku undir sönginn með óvenjulegum krafti og fjöri. En Walter Summers saknaði ein- hvers. Alt í einu tók hann eftir því að Macey fjölskyldan var þar ekki. Það hrygði hann. “Eg reiði mig alt af á Karl Macey,” hugsaði hann. “Það er styrkur fyrir mig þegar hann er viðstaddur, þau geta komið ennþá.” Hann flutti þögula bæn í nokkur augnablik og auglýsti síðan textann: “Guði séu þakkir, sem gefur oss sigur- inn.” Rétt í þessu opnuðust kirkjudyrnar. Það eru líklega Maceys. En hver kemur inn? Sú, sem hann hafði sízt búist við: Konan hans, Hetty Summers. Hann var nærri dottinn, því hann vildi ekki láta hana sjá hækjurnar, og reyndi svo í flýti að koma þeim inn undir jakkann sinn og draga neðri endana að sér, svo þeir sæjust ekki bak við ræðustólinn. En hann sá á svip hennar að hún hlaut að hafa séð hækjurnar, hún virtist svo frá sér numin og óttaslegin. Augu þeirra mættust eftir að hún hafði kastað sér nið- ur í stól, og þótt þau væru sitt í hverjum enda salsins, og fjöldi fólks á milli þeirra þá skildu þau hvort annað. Augnatillit hans sagði: “Eg þarf þín með, Hetty,” og hennar augu svöruðu: “Eg er hér til reiðu að hjálpa þér.” Honum sýndist eins og það geislaði af ljósa hárinu hennar, þar sem hún sat í skugganum undir vegg- svölunum. Gleðibros lék um varir hans og andlit hennar varð einnig uppljómað af gleði. Með nýju fjöri og nýjum innblæstri auglýsti hann texta sinn aftur: 1 ‘Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn.” “Það er sigurinn fyrir þig og mig, hverjir sem vér erum ef vér aðeins fylgj- um Jesú. Vér þurfum ekki að bíða til að vita hvort vér munum sigra, því hann hefir lofað oss sigri, og hann er fær um

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.