Stjarnan - 01.10.1933, Qupperneq 13

Stjarnan - 01.10.1933, Qupperneq 13
STJARNAN 157 jarðarför, haldiÖ ræðu, og verið nærfata- laus— “IIver gengur þarna frá húsinu okk- ar?” greip hann fram í, “það er líkt Maceys.” Þegar Walter var búinn a8 koma fyr- ir sig hækjunum og þau ætluðu aS fara að ganga upp a8 húsinu, sagði hann við Baker: “Hérna er lykillinn, viltu opna clyrnar fyrir okkur, Hetty getur stutt mig.” Hetty fór aS tala um ánægjuna yfir því að geta veriS heima hjá honum á þakklætishátíðinni, en alt í einu rak hún upp lágt undrunar óp. Þau voru komin að opnum dyrunum svo hann sá þaÖ sem vakið hafði undrun hennar. Það var lagt á borð fyrir tvo í borðstofunni, og á borð- inu var alt það góðgæti, sem nokkur gæti óskað sér, jafnvel hnetur og brjóstsykur og blóm. 1 miðjunni var stórt spjald með þessum orðum á: “Velkomin heim.” (Maceys). Með gleðitár í augunum gekk Hatty yfir að borðinu, en þá heyrði hún hækj- urnar falla á gólfið svo hún sneri sér við til að hjálpa manní sínum. En alt í einu stóð hún við og horfði á hann. “Ó, Walter,” sagði hún frá sér numin, “þú getur gengið nærri eins vel og áður.” W. E. Rómverskum sagnfræð- ingum ber saman Framh. frá bls. 154 með ósannindi? Gleymdi faðirinn þegar hann sendi Jesúm, skipunum þeim, sem hann hafði gefið Móse?” (“Origen against Celsus” Book 7 Chap. i8 Ante- Nicene Fathers” eftir Róberts and Don- aldson, Buffalo, 1887.). Celsus segir enn f remur: “Eg kannast við allar skoðanir þeirra. Allar þessar setningar eru teknar úr yðar eigin bók- um.” “Lærisveinar Krists skrifuðu þetta um hann.” “En þeir sýna dýpstu lotn- ingu manni, sem komið hefir fram meðal þeirra, og álíta þaS enga synd móti Guði þó þeir tilbiðji þjón hans (Jesúm).” “Það er eins og það hefði verið í gær eða fyrradag, sem vér hegndum manninum, sem dróg yður á tálar.” “Vér bæði fund- um hann sekan og dæmdum hann dauða verðan.”—Ibis Book, I. Chap. XII; Book 2, Chap. 4, 10, 16; Book 8, Chap. 12. Celsus vitnar til allra helztu atburðanna í lífi og þjáningum Krists, sem sögulegra viðburða, en kannast ekki við guðdóm hans. Aðalatriði sannana vorra eru þessi: 1. Tacitus var uppi síðari hluta postula tímanna, þegar líf og dauði Krists var sumum ennþá í fersku minni. Hann talar um Krist sem vel þektan mann í.sögunni og fullyrðir að hann “á stjórnarárum Tíberíusar, hafi pínst undir Pontíus Pilat- us landstjóra í Júdeu.” Þetta er einmitt það sem guðspjöllin halda fram. 2. Hvernig gátu “kristnir” menn dregið nafn sitt að “Kristi,” “stofnanda” þess “safnaðar,” sem hófst í Júdeu, ef Kristur hefði aldrei lifað og dáið í Júdeu? 3. Hví skyldi Celsus koma með öll önn- ur mótmæli gegn kristindóminum en aldr- ei inna að því, að líf og dauði Krists væri skáldsaga, þegar slílc staðhæfing hefði orðið áhrifamest? Hví skyldu óvinir kristindómsins benda á helztu atriðin í Nýja Testamentinu, sem sögulega við- burði og segja að þeir hefðu nýlega við- borið, og að “þessar setningar eru teknar úr yðar eigin bókum,” ef þeir með því að mótmæla öllum frásögnunum sem fölskum, hefðu með einu höggi getað koll- varpað öllum sönnunum kristindómsins ? Svarið er blátt áfram þetta: Þeir þektu hina sögulegu atburði og gátu ekki mót- mælt þeim. C. Edwardson.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.