Stjarnan - 01.10.1933, Page 16
Sœlir eru þeir sem heyra Guðs orð
Það er fagnaðarefni fyrir Guðs börn að heyra hvernig þeir, sem ekki hafa alist
upp við áhrif kristindómsins eru víða farnir að vakna til meðvitundar um þörf sína
á einhverju betra heldur en heiðni þeirri og hjátrú, sem þeir hafa vanist við alt í frá
æsku sinni. Fagnaðarerindi Krists, og það eitt, getur fullnægt þessari þörf og þrá
hjartans. Þegar geislarnir frá sól réttlætisins, Jesú, ná að skína inn í fylgsni hins
friðvana hjarta, þá er maðurinn fús til að leggja alt í sölurnar til þess að öðlast
þessa dýrmætu gjöf, fyrirgefning syndanna, barnarétt hjá Guði og eilíft líf, og þar
með fylgir friður og gleði í heilögum anda.
Mr. Halliwell trúboði í Brazilíu segir frá því hvernig margir þar umhverfis séu
alvarlega farnir að snúa sér til Guðs. Einu sinni ætlaði hann að skíra menn, sem
við trú höfðu tekið. Einn á meðal þeirra var gamall maður 99 ára að aldri, hann
hafði ásett sér að verða Jesú lærisveinn og hafa Biblíuna fyrir sitt leiðarljós. Nú
hafði hann komið gangandi 21 milu vegar til þess að fá skírn. Seinna þegar Halli-
well stakk upp á að hinn nýstofnaði söfnuður bygði sér kirkju, þá stóð þessi aldr-
aði bróðir upp og sagði: “Eg hefi höggvið timbur til að byggja margar katólskar
kirkjur, nú langar mig til að höggva timbriö í þessa Aðventista kirkju. Maður
þessi er hraustur og vinnufær þrátt fyrir hinn háa aldur sinn.
Mr. Halliwell hafði einnig fengið fréttir um að heill söfnuður í öðru héraði
væri farinn að lesa Biblíuna og halda öll Guðs boðorð.
f nágrenninu þar sem Uribú-áin rennur í Amazon fljótið hefir verzlunarmaður
einn lært að þekkja kenningar Biblíunnar og ásett sér að hlýða þeim. Hann gjörir
alt, sem hann getur til að útbreiða kristileg rit, og hann hefir stofnað hvíldardaga
skóla með 70 nemendum.
Englar Guðs gleðjast yfir hverjum syndugum, sem bætir ráð sitt, og vér gleðj-
umst af að heyra hve margir fúslega taka móti fagnaðarerindinu bæði í heiðnum og
katólskum löndunr, hvernig þeir snúa sér frá heiminum og hans siðum til að þjóna
lifandi og sönnum Guði og vænta sonar hans frá himni. En svo berst hugurinn
ósjálfrátt til vorrar elskuðu lútersku kirkju, þar sem vér fyrst lærðum að þekkja
kærleika Guðs i Jesú Kristi. Hún, sem um margar aldir hefir viðurkent að Biblían
og Biblían ein, eigi að vera reglan fyrir trú vora og líferni, hún er svo dauf og á-
hugalítil um hið eina nauðsynlega. Þar sjáum vér að f jöldinn hefir sára litla þekk-
ingu á kenningum Biblíunnar, og lítinn áhuga til að kynnast þeim, og sé mönnum
bent á eitt eða annað atriði í Guðs orði þá er því oft lítill gaumur gefinn. Flestir
vilja helst vera lausir við alt, sem kostar sjálfsafneitun eða áreynslu. Jesús lét líf
sitt til þess að hver sem á hann trúir og fylgir honum megi öðlast eilíft líf, og ríkja
með honum á hans hásæti, en hann tekur það skýrt fram aS : “Hver sem vill fylgja
mér taki sinn kross á sig og fylgi mér eftir.” Þótt fjöldinn gefi engan gaum að
þessari áminningu og hliðri sér hjá að taka upp krossinn og fylgja Jesú, af því það
er léttara að fylgjast með straumnum, þá þurfum vér alls ekki að gjöra það. Yér
getum valið hið góða hlutskifti að heyra Guðs orð og hlýða því, svo vér megum
veröa með í hinum dýrðlega skara, sem varðveitir boðorð Guðs og Jesú trú, og sem
innan skamms mun standa frammi fyrir Guðs hásæti með pálmaviðargreinar í
höndum sér vegsamandi Guð og Frelsarann ummyndaðir eftir hans dýrðarmynd.
Ef vér aðeins viljum gefa Guði hjörtu vor og í öllu láta leiðast af hans orði og anda,
þá munum vér fá að vera meðal þeirra, sem koma að austan og vestan, norðan og
sunnan og sitja til borðs í Guðs ríki. Látum oss ekki með vantrú eða óhlýðni útiloka
sjálfa oss frá Guðs ríki. ó". Johnson.