Stjarnan - 01.02.1934, Qupperneq 5

Stjarnan - 01.02.1934, Qupperneq 5
STJARNAN 21 Ötrúlegt en satt LÁNAÐA GUÐSPJALLIÐ “Heyrðu, hvaða bók hefir þú þarna?” spurði nautasmali húsbónda sinn, sem var að leggja saman tölur á blaði og hafði bók undir. “Ó, það er Jóhannesar guðspjall,” svar- aði maðurinn kæruleysislega. “Viltu lofa mér að líta á það?” spurði pilturinn þegar húsbóndi hans lagði frá sér bókina. Maðurinn rétti honum guð- spjallið, og samtímis var kallað á hús- bóndann svo hann fór eitthvað í burtu. Pilturinn gekk að starfi sínu aftur og sá ekki húsbónda sinn í fleiri daga. Hann las bókina spjaldanna á milli og heilagur Andi sannfærði hann um synd gegn um lestur orðsins, svo hann iðraðist og sneri sér til Guðs. Þegar hann skilaði guð- spjallinu spurði hann: “Hefir þú lesið bókina, sem þú lánaðir mér ?” “Nei, eg hefi ekki gjört það.” “Hvar skyldi eg geta keypt samskonar bók ?” “Eg veit það ekki. Maður, sem eg hitti niðri í búð, gaf mér hana fyrir tveimur vikum síðan.” “Eg ætla mér að kaupa eina, og ef eg væri í þinum sporum, þá mundi eg vissu- lega lesa þessa bók. Hún er sú bezta, sem eg hefi nokkurn tima lesið. Ef hún væri ekki svona lítil, þá mundi eg segja að það væri Biblían, því maður getur ekki lesið hana án þess að fá löngun til þess að verða betri maður.” GUÐSPJALLIÐ 1 FANGA- KLBFANUM Maður nokkur var tekinn fastur og fluttur í fangelsi. Alt, sem var í vösum hans var tekið frá honum, nerna Jóhannes- ar guðspjall, sem honum hafði verið gef- ið nokkrum klukkutímum áður á trúboðs- stöð niðri í bæ. Yfirmaðurinn sem rann- sakaði hann rétti honum guðspjallið aftur um leið og hann var settur inn í fanga- klefann, en hann kastaði því strax á gólf- ið. Annar fangi tók það upp, fletti nokkrum blöðum i því og kastaði því svo á gólfið aftur. Að minsta kosti 6 fangar gjörðu slíkt hið sama, loks komst það í hendur gömlum glæpamanni. Hann fletti nokkrum blöðum og mátti auðveld- lega sjá að hann var kunnugur bókinni. Þegar hann hafði fundið það sem hann leitaði að settist hann niður og fór að lesa. Eftir nokkra stund lét hann bók- ina aftur, gekk yfir til unglings pilts, sem hafði verið tekinn fastur meðan hann var að br jótast inn í búð, og fór nú að tala við hann. Gamli maðurinn hafði lifað í glæp- um og verið mörg ár í betrunarhúsum. Hann fullvissaði drenginn nú um, að líf sitt hefði verið þannig mislukkað af því hann hefði ekki gefið gaum að áminn- ingum góðra foreldra, heldur kosið veg ranglætisins. Svo tók hann guðspjallið upp úr vasa sinum, rétti drengnum það og bað hann að hlýða sér yfir, til að sjá hvað mikið hann kynni utanbókar. Hann þuldi vers eftir vers, og stundum heilan kapítula nærri orðrétt. Loksins sagði hann: “Ungi maður, eg vil þú takir þessa bók. Lestu hana og fylgdu kenningum hennar, og þú munt aldrei koma hingað aftur.” Unglingur þessi hafði ekki alist upp á kristilegu heimili. Hann hafði í raun- inni ekki haft neitt heimili síðan hann var ellefu ára gamall, og hafði aldrei kom. iS undir áhrif kristindómsins. Þetta var fyrsta prédikunin, sem hann hafði heyrt á æfi sinni. Hann las alt guðspjallið frá upphafi til enda áður en hann var kallaður

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.