Stjarnan - 01.02.1934, Page 6
22
SIJARNAN
fyrir réttinn næsta morgun, og það seni
meira var, hann hafði ásett sér að fylgja
áminningum gamla mannsins. Svo ákveð-
inn og alvarlegur var hann, atS lögregl-
unni til mestu undrunar, sagÖi hann hisp-
urslaust sannleikann, viðurkendi glæp
sinn og baS alls ekki um vægð. Dómarinn
vissi ekki hvaÖ hann átti að hugsa, hann
skildi ekkert í framkomu hins ákærÖa, en
pilturinn var spurður og spurður þar tii
menn fengu að vita hvað valdið hefði
breytingunni, sem komin var yfir hann.
Mjög vægur dómur var uppkveðinn yfir
honum, og hinn stutta tíma, sem hann
var í fangelsinu gaf hann Guði hjarta
sitt fyrir fult og alt. Eftir að hann kom
út notaði hann frístundir sínar til að
reyna að hjálpa öörum til að öðlast þann
kraft, sem hafði gjört hann sjálfan að
nýjum manni fyrir trúna á Krist.
BÓKIN KÉNNARANS
“Ó, mamma, þetta er bókin, sem kenn-
arinn hefir,” sagði þrettán ára gömul
stúlka þegar hún leit á Biblíuna, sem bók-
asölumaður var að sýna móður hennar.
“Ertu viss um að hún sé eins og henn-
ar bók?” spurði móðirin.
“Já, eg er viss um það,” sagði stúlkan
um leið og hún fletti nokkrum blöðum.
“Sjáðu, hún er prentuð hjá ameríska
Biblíufélaginu alveg eins og kennarans.”
“Dóttir mín hefir notað miðdagstímann
sinn, og stundum beðið eftir að skólinn
er úti klukkan fjögur, til að lesa bók
kennarans, sem hún segir að sé alveg eins
og þessi. Við höfum reynt að fá sams-
konar bók, en hún er hvergi til í neinni
verzlun,” sagði konan, “eg er svo glöð þú
komst, eg ætla að kaupa eina, okkur lang-
ar öll til að lesa hana.”
HANN VISSI EKKI AÐ BIBIJAN
VAR ENNÞA NOTUÐ
Bókasölumaður og umferðasali voru
báðir að bíða eftir vagni. Hinn síðar-
nefndi spurði hvaða vörur hinn hefði að
bjóða. Þegar honum var sagt það væri
Biblíur hló hann skellihlátur og sagði:
“V'eiztu ekki að það er ómögulegt að
selja Biblíur? Sú bók hefir ekki verið
notuð i heilan mannsaldur. Robert Inger-
soll sannaði að hún væri ekkert nema
skáldsaga, svo fólk hætti að lesa hana.
Eg vissi ekki að hún væri gefin út ennþá.”
Bókasölumaðurinn sagði honum nú að
hún seldist bezt af öllum bókum, og hún
væri þýdd á 800 tungumál og mállýzkur,
og nýrri þýðingu væri bætt við að meðal-
tali á hverjum 6 vikum, og að síðustu 12
mánuðina hefði 30—40 þúsund eintökum
af henni verið útbýtt.
Maðurinn átti bágt með að trúa slík-
um fréttum og lét í ljósi efa sinn í því
máli. Nokkrum dögum seinna mættust
þeir aftur, og bókasölumaðurinn sýndi
honum lista yfir nöfn viðskiftavina svo
tugum skifti, sem höfðu keypt af honum
síðan fundurn þeirra bar saman næst á
undan. Maðurinn varð alveg hissa, og
bóksalinn gat talið svo um fyrir honum
að hann lét tilleiðast að kaupa ódýrt Nýja-
testamenti, og lofaSi hann nú, í fyrsta
skifti á æfi sinni að hann skyldi lesa orðið.
Nú leið fullur mánuður áður en þessir
menn hittust aftur. Það var mjög um-
breyttur maður sem nú heilsaði bóksal-
anum með þessum orðum: “Bróðir, eg
hefi lesið alt Nýja Testamentið, og sumt
af því aítur og aftur, og eg leyfi mér að
segja það, að Ingersoll hefir aldrei lesið
Biblíuna, eða ef hann gjörði það, þá var
hann annaðhvort heimskingi, eða ómenni
að vera að prédika á móti henni. Eg hefi
fengið meiri hjálp og uppörfun af því að
lesa Nýja Testamentið, heldur en af því
sem eg hefi lesið alla æfi mína af bókum,
sem ritaðar hafa verið móti Biblíunni.”
HINN HULDI EJARSJÓDUR
“Eg er með öllu ráði, eg hefi heldur
ekki gleymt hvar bókin er. Fáðu þér
öxi og rífðu f jalirnar úr veggnum þarna
niður við gólfið rétt hjá dyrunum, þar
finnur þú hana.” Sá, sem þetta sagði var
gamall bóndi úti á sléttunum. Hann hafði
dottið af hestbaki og meitt sig svo mikið
að hann lá nú fyrir dauðans dyrum í kof-