Stjarnan - 01.02.1934, Síða 11
STJARNAN
2 7
þær barnalegar, en minnist þess, vinir
mínir, er Jesús sagÖi: “Nema þér snúið
viÖ og verÖiÖ eins og börn, komist þér
alls ekki inn í himnaríki.” Matt. 18:3- Vér
þurfum i barnslegri einlægni að taka Guð
á orðinu, og munum vér þá reyna að lof-
orð hans bregðast ekki. Menn segja oft
að Guð gjöri ekki kraftaverk nú, eins og í
fyrri daga. En ef svo er, hvers vegna
gjörir hann það ekki? Ætli það sé ekki
vegna vantrúar vorrar? Vér þurfum að
þekkja Guðs orð, gjöra Guðs vilja, biðja
til Guðs og treysta honum, og þá munum
vér sjálfir fá að reyna að Guð er sá sami
í dag og í gær og að eilífu.
Þegar vér höfum öðlast þessa reynslu,
þá finnum vér fyrst að lífið er þess vert
að lifa. Eg þekki fólk mitt á meðal vor
sem nýtur þessarar óumræðilegu blessun-
ar. Ef þér, kæru lesendur Stjörnunnar,
hafið einhverja sérstaka reynslu fyrir trú-
festi Guðs og hænheyrslu, þá gjörið svo
vel að skrifa mér um það, svo það megi
verða öðrum til uppörfunar og trúar-
styrkingar, og vekja löngun þeirra til að
þjóna Guði af öllu hjarta og varpa allri
sinni áhyggju upp á hann.
■S\ Johnson.
Spurningar og svör
Hvaða loforð hefir Jesús gefið þeim,
sem koma til hans ?
“Þann, sem til mín kemur, mun eg alls
ekki burt reka?” Jóh. 6:37.
Hvaða gagn hefir maður af því að
játa syndir sínar?
“Ei vér játum syndir vorar, þá er hann
trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur
oss syndirnar og hreinsar oss af öllu
ranglæti.” 1. Jóh. 1 :g.
Hverju er þeim heitið, sem sýna trú-
mensku í öllu lífi sínu og starfi?
Þeir munu öðlast trúrra þjóna verðlaun
og innganga í fögnuð herra síns. Matt.
25:23-
Hvers mega þeir vænta, sem vita vilja
herra síns, en gjöra hann ekki?
“Sá þjónn, sem veit vilja húsbónda síns
og hefir ekki viðbúnað né gjörir vilja
hans mun barinn mörg högg.” (mun sæta
mikilli refsingu, Eldri þýS.) Lúk. 12:37.
Hvað skulum vér þá segja um þann
f jölda manna og kvenna, sem vita að sjö-
undi dagurinn er hvíldardagur Drottins,
sem hann hefir blessað, helgað og boðið
að halda heilagan, en þó fótum troða og
fyrirlíta þetta boðorð Guðs?
Vér getum aðeins sagt: Guð miskunni
sig yfir fólkið og gefi því náð til iSrunar
og afturhvarfs. N. Johnson.
“Hví ert þú beygð, sál
min ?
(Framh. frá bls. 20)
trúar yðar verkar þolgæði, þolgæðið á að
birtast í fullkomnu verki,” árangurinn
verður þá sá, “að þér séuð fullkomnir,
algjörðir og yður sé í engu ábótavant.”
Jak. 1:3-4.
OrðiS segir hér að vér skulum gleðjast
þegar vér rötum í allskonar raunir, ekki
siður en þegar vér komumst úr þeim.
Pétur segir oss hvers vegna; því vér mun-
um reyna þegar að oss þrengir, að vor
blessaði Frelsari sleppir ekki af oss hend-
inni og yfirgefur oss ekki, því um hann
er sagt: “Þannig veit Drottinn hvernig
hann á að hrífa hinn guðhrædda úr freist-
ingu.” 2. Pét. 2 :g.
Svo hversu þungar raunir, sem vér röt-
um í skulum vér aðeins spyrja sjálfa oss:
“PIví ert þú beygð sála mín og ólgar í
mér ?” Því svarið verður ávalt hið sama:
“Vona á Guð, því enn mun eg fá að lofa
hann, hjálpræði auglitis míns og minn
GuS.”
T. E. Bowen.
Afvopnunarmálið á nú að liggja í þagn-
argildi í tvo mánuði af því þeir sem að því
vinna geta í engu orðið á eitt sáttir.