Stjarnan - 01.02.1934, Page 13
STJARNAN
29
Alvarlegur draumur
E. G. White
Meðan eg var í Battle Creek í ágúst
mánúði 1868 dreymdi mSg að eg var
stödd þar sem mikill f jöldi fólks var sam-
ankominn. Sumir úr þessum hóp voru
að leggja af stað útbúnir í ferðalag. Við
vorum meS hlaðna vagna mteð okkur, og
vegurinn var upp í móti. Öðrumegin
vegarins var hyldýpis gjá, en hinum meg-
in var hár, hvítur, sléttur veggur, nálega
eins og kölkuðu veggirnir á húsum vor-
um.
Eftir því seml við gengurn lengra,
mjókkaði vegurinn smám sarnan og varð
einnig brattari. Sumstaðar var 'hann svo
mjór, að við sáum, að við gátum ekki
lengur haft hina þungu vagna með okkur.
'—Við tókum hestana frá vögnunum og
tókurn nokkuð af farangrinum úr vögn-
unum og létum á hestana og héldum svo
áfram ferðinni ríðandi.
Er við komúm lengra áleiðis, varð veg-
urinn enn mjórri. Við urðum að gæta
þess, að vera fast við veginn svo að við
dytturrf ekki niður i gjána. En þegar við
gerðum þetta, rákust baggarnir, er voru
á hestunum svo í vegginn, að nærri lá að
hestarnir hröpuðu niður í gjána hinum
megin. Við urðum hrædd um að þetta
myndi koma fyrir, og við merjast í sund-
ur á klettunum. Skárum við því bagg-
ana af hestunum, og þeir ultu niður í
gjána. Við héldurn nú ferðinni áfram
ríðandi, en þegar vegurinn varð sum
staðar ennþá tæpari, urðum viS hrædd um
að okkur myndi svima og við detta af baki.
Á slíkum augnablikum virtist sem hönd
tæki í taumana og hjáipaði okkur yfir
hinn hættulega kafla vegarins. Með því
að vegurinn mjókkaði stöðugt, sáum við,
að það myndi vera hættulegt fyrir okkur
að ríða lengur, skildum við því hestana
eftir og gengum, einn og einn, hver á
eftir öðrum.—
Nú voru reipin láta síga niður til okkar
ofan af brúninni á hinum hreina, hvíta
vegg, og gripum við í þau með ákefð,
til þess að halda jafnvæginu á veginum.—
Reipin færðust áfram jafnt okkur er við
gengum eftir veginum.—Loks varð veg-
urinn svo tæpur, að okkur fanst að við
ntyndum eiga hægra meö að ganga skó-
laus, við tókum því skóna af okkur og
gengum um stund á sokkaleistunum. En
brátt sáum við að hættuminna myndi vera
fyrir okkur að ganga berfætt, við fórum
því einnig úr sokkunum og héldum áfram
berfætt.
Þá hugsuðuml við um þá, er ekki höfðu
vanist vöntun né að þeim gengi neitt á
móti. — Hvar voru þeir nú? ,Þeir voru
ekki í fylgd með okkur.
í hvert sinn og einhver hindrun kom,
voru nokkurir, sem urðu eftir, og aðeins
þeir, sem höfðu vanið sig á aS þola erfið-
leika, gáfust ekki upp. Þrautirnar, er
þessir mættu á veginum, urðu einungis
til þess, að auka þrá þeirra og eftirsókn
eftir að komast alla leið. Það varð sí-
felt meiri og feiri hætta á því að við féll-
um út af veginum. — Við þrengdum okk-
ur fast upp að hvíta veggnum, en gátum
þó ekki haft fulla fótfesti á veginum, því
að hann var svo mjór.—
Við hénguml því í reipunum meS næst-
um öllum þunga vorum og kölluðum við
og við: “Okkur er haldið uppi ofan að !
Okkur er haldið uppi ofan að!” Allur
hópurinn, sem var á mjóa veginum end-
urtók sömú orðin Við heyrðum óm af
hlátri og glaumkæti, er virtist koma neð-
an úr gjánni, og urðum gagntekin af ótta.
—Við heyrSum blót og formælingar, létt-
úðartal og götuvsur. Við heyrðum bar-
dagasöngva og dansvísur. Við heyrðum
hljóðfæraslátt og skellihlátur blandast
sarrtan við blót og ragn, angistaróp og
beiskan grát og jók þetta á löngun okkar
til að halda okkur á hinum ntjóa, erfiða
vegi.