Stjarnan - 01.02.1934, Side 16
“Nú er mjög hagkvæm tíð”
Ferðamaður nokkur á Skotlandi var á ferð með fram ströndinni, og kaus
heldur a8 ganga á sandinum fyrir neðan klettana, en a8 fara erfiðari veginn fyrir
ofan. Það vr óhætt að fara sandinn með lágf jöru, annars ekki, — en ferðamaður-
inn vissi það ekki. Hann dáðist að fegurð klettanna og útsýninu yfirleitt, en tók
ekki eftir því, að sandspildan milli sjávarins og klettanna var alt af að mijókka.
Maður sem stóð á klettunum fyrir ofan, tók eftir þessum ferðamanni og
sá, að hann mundi vera ókunnugur. Hann flýtti sér að klifra svo langt ofan sem
hann gat, og kallaði til hans. Ferðmaðurinn stóð við og hlustaði. “Ef þér haldið
lengra áfram, verður yður ómögulegt að komast af! Sjórinn er að falla að. Hann
er kominn yfir veginn, sem þú hefir farið, og hefir nærri því náð klettunum, sem
eru framundan yður. Þér getiS aðeins komist af með að klifra hérna upp.”
Ferðamanninum sýndist ekki nein hætta vera á ferðum. Hann ætti að geta
komist fyrir klettana áður en það félli að. Hann skeytti ekki viðvörun þessari en
hraðaði sér áfram.
Skjótt varð hann þess var, að sjórinn féll fljótt að, og er hann fór fyrir
klettasnös eina, sá hann að það var ekki hægt að komást lengra. Hann sneri skjótt
við og ætlaði nú að fylgja ráðum hins ókunna manns, en sér til mikillar undrunar
sá hann, að sjórinn flæddi yfir veginn, sem hann hafði fyrir skömmu gengið. Nú
voru góð ráð dýr. Klettarnir voru ókleifir og sjórinn nálgaðist óðum. Hann klifr-
aði upp klettinn, það sem hann gat, en sjórinn náði honum brátt; nú tók það upp á
fætur hans og nú upp á mitti hans. Hann hélt sér fast við klettinn í þeirri von, að
það færi bráðum að falla út. En hann hafði vanrækt hið síðasta tækifæri til að
bjarga sér, engin hjálp var nálæg og aðfallið hélt áfram.
Sjórinn flæddi yfir höfuð honum, hann slepti haldi sínu og hin síðasta
barátta hans var bráðum á enda..
“Ef þér haldið lengra áfram, verður yður ómögulegt að kontast af!”
Þessi alvarlegu orð hljóma til hvers og eins, sem gengur á hinum svikulu
söndum þessa heims! Sá tími kemur í lífi hvers manns, er hann verður að ákveða
í síðasta sinn, hvort hann vilji halda áfram á heimsins stig, eða fara hina njóu og
bröttu götu, sem til lífsins leiðir.
Andi Guðs hrópar ekki æfinlega til manna; ef þeir forherða sig, þá er engin
von uu frelsun. Sjálfur hinn alm'áttugi getur ekki frelsað mann, sem forherðir
hjarta sitt alt líf sitt. Um hann verður sagt, eins og sagt var um Efraím: “Lát
hann eiga sig !” (Hósea 4, 17).
Eg grátbæni þig, kæri lesari, í nafni Drottins míns, að athuga það nú,—á
meðan þú heldur á þessu blaði,—að þetta getur verið síðasta tækifærið til þess að
snúa við til Guös. Einhvern tíma muntu heyra kall Guðs anda í hjarta þínu í síðasta
sinn. Hvernig veistu, að þetta er ekki síðasta sinn?
Sandurinn, sem þú gengur á, er alt af að mjókka. Bylgjur dauðans munu
fyr eða síðar umkringja þig. Það er hrópað til þín, eins og hrópað var til
ferðamannsins: “Ef þú heldur lengra áfram, verður þér ómögulegt að komast
af!” Þér er líka bent á veginn, sem þú getur fylgt óhultur. Vegurinn er Jesús
Kristur! Vilt þú ekki snúa þér til hans, og treysta á hans úthelt blóö, þér til
syndafyrirgefningar, og á hans náðugu varðveizlu, svo að þú fáir að sigra yfir
syndum þínum? Eða ætlar þú að fyrirlíta aðvörun þessa, snúa þér frá götunni
sem til lífsins leiðir, og halda enn þá áfram á heimsins, holdsins og djöfulsins braut?
Á meðal svo margra lesenda, er nær því óhugsandi annað en að einn, að
minsta kosti, heyri þessa ðvörun um alvöru lífs og dauða í síðasta sinn. Það
getur verið ÞfJ!” X.