Stjarnan - 01.04.1934, Qupperneq 1
STJARNAN
APRIL 1934 WINNIPEGr, MAN.
Heimþrá
Drottinn, þú ert minn Guð, þín leita eg árla,
mína sálu þyrstir eftir þér.
Að þrá, er að óska innilega, langa eftir því,
sem maður hefir ekki. Það, sem maÖurinn
þráir það elskar hann og sækist eftir því, hug-
urinn snýst um þaÖ sem hjartaÖ þráir, og það
kemur til að ráÖa lífsstefnu mannsins. Þess
vegna er auðvelt aí5 þekkja sjálfan sig á því,
hvað maður þráir og óskar eftir. Engin sjálfs-
prófun er sönn, sem ekki tekur óskirnar með í
reikninginn.
Sannkristinn maður hefir margar óskir.
Hann þráir að geta sigrað sérhverja freistingu.
Hann langar til að þóknast frelsara sínum.
Hann þráir að sjá aðra menn sameinaða Jesú í
lifandi trú. En þó er ein ósk hjá honum, sem
eins og yfirgnæfir allar hinar, það: er vonar-
draumur hans um að koma í heimkynni Guðs
barna, þangað sem Jesús er.
Þessi djúpa þrá er á engan hátt ávöxtur
eigingirni og sjálfselsku. Að vísu getur krist--
inn maður þráð hvíld og ró himinsins, sem at-
hvarf frá stríði þessa lífs, en hann þráir himin-
inn miklu meira af því hann elskar þá, sem þar
búa.
Þessi heimþrá til himinsins er órækt merki
þess að maðurinn er Guðs barn. Því meira sem
hann þráir himininn, því innilegar gefur hann
sig Guði á vald. Sá, sem ekki þráir himininn
er ekki Guðs barn, og kristindómur hans er að-
eins yfirskin en enginn verulegleiki. Mörgum
mun ef til vill finnast til þessara orða, og þau
eru hörð fyrir hinn nafnkristna, en þau eru
sönn engu að síður.
Hvernig getum vér vitað hvort vér í sann-
leika þráum himininn ? Það er áríðandi spurn-
ing, því í þessu efni draga margir sig á tálar.
Margir ímynda sér að þeir þrái himininn, ])ótt
þeir aldrei að eilífu yrðu ánægðir að vera þar,
ef þeir kæmu þangað. Guð vill sannarlega hafa
þá alla á himnum, sem vilja vera þar og eru
hæfir fyrir himininn. Það var ekki fyr en
satan varð óánægður með himininn og vildi fá
breytingu, að hann var rekinn burt.
Guð hefir gefið oss mörg óræk merki upp á
sanna heimþrá til himinsins; vér skulum nefna
hér nokkur þeirra:
1. Sá, sem langar til himinsins er bænræk-
inn. Hver, sem ekki vill tala við Jesúm í bæn,
mundi heldur ekki óska að tala við hann á
himnum.
2. Þeir, sem þrá himininn, vilja gjarnan
vera saman með Guðs börnum hér, vilja gjarnan
tilheyra Guðs söfnuði. Þeir, sem ekki gleðjast
af að tala við trúaða hér, mundu heldur ekki
hafa ánægju af að tala við þá endurleystu á
himnum.
3. Þeir, sem þrá himlininn els’ka lögmál
Guðs, hin tíu boðorð. Þau eru sem grundvöll-
urinn undir allri stjórn himinsins. Þeir, sem
fyrirlíta Guðs boðorð mundu fljótt vilja komast
burtu aftur frá himnum, ef þeir kæmu þangað,
því þar eru Guðs boðorð haldin og í heiðri höfð.
4. Þeir, sem þrá himininn tala oft um
Jesúm. Þeir endurleystu tala og syngja um
hann án afláts.
5. Þeir, sem þrá himininn elska ekki þenn-
an heim, þeir fylgja ekki tízku heimsins, sækj-
ast ekki eftir skemtunum hans, og safna sér
ekki fjársjóðum á jörðu.
6. Þeir, sem þrá himininn tala um hann.
Þeir vilja heldur tala um himininn heldur en
um nágranna sína eða sjálfa sig.
7. Þeir, sem í sannleika þrá himininn, búa
sig undir eilífðina.
8. Sá, sem þráir himininn, leitast við að
feta í fótspor Jesú, og lifa eins og hann lifði.
Kæri lesari, þráir þú himininn? Himininn
er þess verður að þú hugsir um hann og þráir
hann. Himininn er dýrðlegur bústaður.
L. H. C.