Stjarnan - 01.04.1934, Page 7

Stjarnan - 01.04.1934, Page 7
STJARNAN 55 I fótspor frelsarans Konungur konunganna, Drottinn dýrÖar- innar, yfirgaf auð, heiÖur og vald, til aS frelsa fallna nienn, hann kom til jarðar og lifði í nifi- urlæging og fátækt. “í sta'Ö gleÖi þeirrar. sem hann átti kost á leið hann þolinmóðlega á krossi og mat smán einskis.” Hví erum vér þá svo tilfinninganæmir í til- liti til þjáninga og fyrirlitningar, þegar Drott- inn vor og meistari hefir gefið oss slíkt dæmi? Getum vér gjört oss von um að fá inngöngu í fögnuð herra vors, ef vér erum ófúsir á að taka þátt í pislum hans? Skyldi þjónninn vera ófús til þess að lifa í niðurlægingu og smán Krists vegna, þegar meistarinn og herrann þoldi alt þetta hans vegna? Skyldi þjónninn hika sér við að lifa lífi í auðmýkt og sjálfsafneitun, sem mun afla honum eilífrar gleði? Innilegasta ósk hjarta míns er, að eg mætti fá hluttöku í píslum Krists, til þess að eg á siðan mætti verða hluttakandi í dýrð hans. Hinn guðlegi sannleikur hefir aldrei verið heiðraður af heiminum. Af náttúrunni til er maðurinn í uppreisn gegn sannleikanum. En með Guðs hjálp er það mögulegt að segja skil- ið við alt dramblæti, kærleika til heimsins og alt það, sem leiðir hjartað frá Guði, til þess að tylgja Kristi. Þeir, sem hlýðnast sannleikan- um verða aldrei í miklum metum hjá heimsins börnum. Þegar hinn guðdómlegi meistari gekk um meðal mannanna barna hljómuðu þessi orð af vörum hans: “Vilji einhver fylgja mér, þá aíneiti hann sjálfum sér, og taki upp kross sinn daglega og fylgi mér.” Lúk. 9:23. Látum oss fylgja meistara vorum. Leitað- ist hann við að ná heiðri manna? Nei, og aftur nei. Eigum vér þá að sækjast eftir heiðri og hylli heimsins? Þeir, sem ekki elska Guð elska ekki heldur börri hans. Heyrið hvað vor himneski meistari segir: “Vei yður er allir menn tala vel um yður.” Lúk. 6:26. “Sælir eruð þér þá er menn atyrða yður og ofsækja, og tala ljúgandi alt ilt um yður, mín vegna. Verið glaðir og fagn- ið, því laun yðar eru mikil á himnum.” Matt. 5:11,12. E.G.White. Veizlur “Þegar þú heldur miðdegisverð eða kveld- verð, bjóð þú þá hvorki vinum þínum, né bræðrum þínum, né ættingjum þínum, ekki heldur ríkum nágrönnum þinum, svo að þeir séu ekki að bjóða þér aftur og þú fáir endur- gjald. En þegar þú gjörir heimboð, þá bjóð þú fá- tækum vanheilum, höltum og blindum, og ]?á rnunt þú verða sæll, því þeir hafa ekkert að endurgjalda þér með, en þér mun verða endur- goldið það í upprisu hinna réttlátu. Lúk. 14:12-14. Mikilvœgaála uppgötvunin Hinn frægi læknir, Simpson, sem dó 1870, hafði fundið upp ýms meðul og aðferðir til lækninga sjúkdómum. Uppfynding hans að nota chloroform við uppskurð var af öllum álitin hin þýðingarmesta, því það létti þjáning- ar sjúklinganna og hefir verið til ómetanlegrar blessunar fyrir mannkynið. Þegar Dr. Simp- son lá á banasænginni, spurði einn af vinum hans, hverja af uppgötvunum hans hann áliti þá þýðingarmestu. Hann svaraði viðstöðu- laust: “Eg uppgötvaði að eg var syndari, og að mér stóð fyrirgefning og frelsi til boða fyrir trúna á Jesúm Krist.” Hefir þú gjört slíka uppgötvun? Það sem enginn getur frá oss tekið Margir hafa mist heimili sitt og eignir á þessum síðustu árum. Trúuð hjón nokkur urðu nýlega að ganga gegn um þessa reynslu. Þegar konan mintist á þetta sagði hún: “Þegar við höfðum sezt við borðið, til að undirskrifa skjölin, sem afsöluðu oss öllum1 eignarrétti yfir heimilinu, þá hneigðum við höfuðin og þökkuðum Guði fyrir meðvitundina um, að við í öllu hefðum breytt ráðvandlega. Eftir að við höfðum skrifað nöfn vor, sagði eg: “Við höf- um ekki afsalað okkur heimilinu á himnum, né Drotni vorum og hans dýrmætu fyrirheitum, við höfum heldur ekki afsalað kærleika vina

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.