Stjarnan - 01.02.1936, Qupperneq 5

Stjarnan - 01.02.1936, Qupperneq 5
STJARNAN 13 Enn í dag talar Guð til barna sinna Þegar eg var á tjaldbúðarsamkomum í Virginia sumari'Ö 1918, þá mætti eg manni, sem hafði snúið sér til Guðs snemma á því ári. Hann hafði verið veikur af tæringu og þjáðist af blóðspýtingi. Hæknirinn sagði honum að hann gæti lifað aðeins stuttan tíma. Hann bað trúbræður vora að biðja fyrir sér samkvæmt Guðs orði í Jakob 5. kapítula. Þetta var gjört og nú, á tjaldbúðarsamkomunum var heilsa hans miklu betri. Vér sameinuðum oss aftur í bæn fyrir honum og nokkrum tíma seinna frétti eg að hann hefði þyngst um 12 pund. Stuttu eftir að hann snéri sér til Guðs, fór hann út til að selja bækur, -og hin undraverða frásögn, sem hér fer á eftir sýnir hvernig Guð hefir leitt hann: “Eg var að selja “Yfirstandandi tími í ljósi spádómanna,” eftir W. A. Spicer. Einn morg- un þegar eg var að búa mig á stað fékk eg hugboð um að eg skyldi taka með mér eintak sem eg hafði af "Biblíuljósinu.” Þrisvar hikaði eg við að gjöra þetta, því mér fanst eg hefði enga ástæðu til þess; eg hafði enga pöntun fyrir þeirri bók, hafði engum sýnt hana, og var ekki úti til að selja hana. En hugboð mitt var svo ákveðið, að eg lét bókina þó í tösku mína. “Eg þurfti að skifta um lest á leiðinni þang- að sem eg ætlaði, og rétt í því eg sté út úr vagn- inum, kom til mín lítil stúlka, hér um bil níu ára að aldri, hún fékk mér umslag og innan i því var miði með þessum orðum á: “Þetta er fyrir Biblíuljósið,” ef það kostar meira skal eg borga það þegar þú kemur hingað.” Nafn var ritað undir og 2 dalir voru innan í miðanum, og það var einmitt verð bókarinnar. Eg hafði aldrei séð þessa litlu stúlku fyrri, og vissi ekki hver hún var né hvaðan hún kom, og af því eg varð að flýta mér opnaði eg tösku mína, rétti telpunni bókina og hélt leiðar minnar.” Oss þótti þetta undraverk saga og skildum ekki hvernig í þessu lá. Eftir tj aldbúðarsam- komurnar fór þessi bókasölumaður þangað sem hann hafði afhent bókina og leitaði uppi nafnið sem stóð á bréfmiðanum. Hann fann konuna, hún var trúuð og samvizkusöm kona og hafði beðið Guð að gefa sér skýrari skilning á Biblí_ unni. Hún fékk hugboð um að hún skyldi senda litlu stúlkuna sína með miðann og tvo dali, hún mundi finna mann, sem hefði Biblíu- Ijósið, og það mundi veita henni skýrari skiln- ing á Biblíunni. Eitla stúlkan fór, án þess að vita hverjum hún átti að mæta, en hún mætti einmitt manninum, sem hafði bókina. Þessi saga virðist eins undraverð, eins og sagan í Nýja Testamentinu um Filippus og ráðsmann drotningarinnar í Etiópíu. Drottinn getur talað til þjóna sinna nú, engu síður en á dögum postulanna. W. W~. Eastman. * Hverja leiðina velur þú ? Maður nokkur, sem var í heimsókn á Skot- landi hafði gengið í gegn um forlagshús og prentsmiðju þeirra Chambers bræðra í Edin- borg. Rétt í því hann gekk út var hann ávarp-' aður af tötralega búnum beiningamanni, sem bað um öhmisu. Þegar hann tók við smápen- ing þeim, sem honum var réttur, hló hann og sagði: “Og þessi reisulega bygging tilheyrir Willie Chambers. ha, ha, getur nokkur trúað því að eg kom frá Peebles með honum. Við vorum tveir drengir saman, og leigðum lijá ekkjunni í West Port.” “Og hvers vegna skilduð þið ?” spurði ó- kunni maðurinn. “Herra minn, það var af því að Willie fór að vinna þar sem hann fékk aðeins 4 skildinga á viku fyrir 15 klukkutíma vinnu á dag. Eg gat ekki sætt mig við slíka stöðu, svo hann fór sína leið og eg mína. Og liér er hann og hér er eg.” Vesalings drukni beiningamaðurinn, hann er ekki sá fyrsti og heldur ekki sá síðasti, sem komist hefir í fátækt og niðurlæging af því hann var ekki fús til að vinna að lítilfjörlegu verki á afskektum stað og fyrir litlu kaupi, þegar ekkert betra fékst. Willie Chambers hafði dugnað og áhuga til þess að komast áframi. Hann var fús til að vinna hvað sem var, fyrir hvern sem var, hvað lítið sem borgað var, ef það einungis var heið- arleg vinna. Hann notaði hvert tækifæri sem bauðst og hafði hamigjuna með sér. Nú standa

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.