Stjarnan - 01.02.1936, Side 6
14
STJARNAN
Chambers bræÖur meÖal hinna fremstu bóka-
útgefenda austan Atlantshafsins.
Tvö hlið standa opin, sitt í hvora áttina.
AnnaÖ leiðir inn á veg til sjálfstæðis og vel-
megunar, hitt inn á veg til eymidar og niÖurlæg-
ingar.
Iiverja leiÖina velur þú?
Mr. LPadaver selur gólfdúka. Þegar
kreppan kom minkaÖi salan og tekjur hans um
leið, svo hann sá nauðsynlegt að taka ráð sín
saman.
Þannig atvikaðist það, að hann gjörði kaup-
mann einn frá sér numinn af undrun. Kaup-
maðurinn ætlaði að gjöra ýmsar umbætur á
sýningaherberginu í búð sinni, og pantaði nýj-
an gólfdúk frá L. Padaver.
Hinn tiltekna dag, sem gólfdúkurinn átti að
komia, gekk vel búinn maður inn í búðina með
nýjan hatt á höfði og blóm í hnappagatinu á
kápunni. Þetta leit út fyrir að vera háttstand-
andi maður, svo kaupmaður flýtti sér til að af-
greiða hann sjálfur. En er hann heilsaði að-
komumanni, rétti þessi honum nafnspjald sitt:
Dr. Jekyll og Mr. Hyde
Linoleums
Því næst, kaupmanni til mestu undrunar,
tók aðkomumaður af sér hattinn og smeygði
sér úr kápunni um leið og hann sagði: “Eg
kem inn sem Dr. Jekyll, verzlunarmaður.
Skifti svo fötum.” Svo fór hann úr fallegu vel
pressuðu buxunum og sagði: “Nú stend eg
fyrir þér sem Mr. Hyde í verkamannabúningi,
reiðubúinn að leggja gólfdúkinn fyrir þig, og
það skal líka verða vel gjört.” Svo fór hann
og lagði dúkinn.
Þetta var þá Mr.Padaver, afbragðs verzl-
unarmaður og æfður verkamaður.
Tveir ungir menn útskrifuðust frá háskól-
anum í Wisconsin. Þeir gátu ekki fengið þá
vinnu, sem þeir höfðu sérstaklega búið sig und.
ir, svo þeir gengu í félag saman í borginni MiL
waukee og auglýstu: “Alls konar vinna.” Þeir
buðust til að mála, líma veggjapappir, þvo
glugga, keyra bíla, passa börn, temja hunda,
flytja mold, hreinsa kjallara, flytja húsgögn,
kenna frönsku og fullgjöra myndir. Þeir
fengu vinnu, og meira en þeir gátu afkastað,
svo að tveimi vikum liðnum höfðu þeir vinnu
fyrir fleiri af skólafélögum sínum, og nokkrar
stúlkur. Þeir eru ekki dýrir á vinnu sinni,
enda hafa þeir mikla aðsókn.
Auðvitað ætla þeir ekki að hafa þetta fyrir
aðai lífsstarf sitt, en meðan þeir eru að bíða
eftir öðru betra eru þeir þó að minsta kosti
sjálfstæðir og þurfa ekki að liggja á annara liði.
Nellie Hayden er 21 árs að aldri. Hún
hafði ætlað sér að vinna við auglýsingar. En
hún vinnur í búð. Þegar hún var spurð hvort
henni geðjaðist sú vinna svaraði hún:
“Auðvitað geðjast mér að þessari vinnu.
En eg verð að kannast við að eg var óánægð
með hana fyrst, en það var af því eg sá ekki
hvernig hún gat hjálpað mér að ná takmarkinu
með það, sem eg ætlaði að vinna við.”
“Og hvað er það ?” ,
“Að auglýsa, eg hefi alls ekki slept því á-
formi. En þetta er eitt sporið í áttina, áfram-
hald af undirbúnings námi mínu. Hér hefi eg
bezta tækifæri til að læra það, sem mest er um
vert við auglýsingar. H'vað það er sem hvetur
fólk til að kaupa. Eg er einmitt að finna það
út, og það verður mér mikils virði.
“Eg ætlaði að verða vélfræðingur,” sagði
John brosandi. “En eg varð að fá vinnu, svo
þegar tækifærið bauðst að keyra bíl, þá tók eg
það. Eg ætla á skóla aftur svo fljótt sem eg
get. En þangað til þá vinn eg fyrir mér og
hjálpa til mieð heimilisþarfirnar og eg veit eg
mun meta mentunina því meira þegar eg get
fengið hana.”
Elvin hafði lært til þess að verða yfirskoð-
ari reikninga. Hann var vel fær um þá stöðu.
En alt, sem hann gat fengið að vinna til að
byrja með, var að vinna í búð nokkuð af deg-
inum. Brátt fékk hann fullan vinnutima í búð-
inni, og hann virtist vel ánægður þar sem hann
stóð bak við búðarborðið.
“Þér geðjast þessi vinna?” spurði vinur
hans, sem kom inn til að kaupa eitthvað.
“Já, vissulega. Eg hafði aldrei gaman af
að mæta fólki fyr. Verzlun er reglulega skemti
leg.”
“En hvað líður reikninga yfirskoðuninni hjá
þér ?”
“Eg skal segja þér það,” og nú varð ungi
maðurinn alt i einu alvarlegur. “Eg hafði alt
af ætlað mér að hafa það fyrir lífsstarf, en síð.
an eg kom hingað hefir það breyst, ef til vill
hefi eg lært að þekkja sjálfan mig betur. Þeg-
ar á alt er litið þá hefi eg sannfærst um, að eg