Stjarnan - 01.12.1936, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.12.1936, Blaðsíða 2
98 ST J ARN AN “Alveg hættulaus,” svaraði Cortinas, “þér getið haldið áfram óhræddir og alveg eins ó- hultir eins og þér væruð í yðar eigin landi.” Svo kastaði hann kveðju á þá og hélt svo leið- ar sinnar án þess að gjöra þeim neitt mein. Þessi frásaga sýnir varðveislu Guðs yfir þeim, sem treysta honum, og einnig hve dýr- mætt það er að hafa lykilinn að forðabúri him- insins — bænina. Jesús sté til himna fyrir rúmum 1900 árrnni síðan, en hann hefir ekki slept af oss hendinni né yfirgefið oss. Vér getum notið þeirra einkaréttinda, að lifa í stöð- ugu samfélagi við hann. Hið lítilmótlegasta Guðs barn meðal vor getur fyrir bæn öðlast hjálp frá stjórnara alheimsins. Ó, hve dýrmætt og mikilsvert j?að er að mega biðja Guð, full- viss um að fá það sem vér biðjum um, ef það getur orðið oss til blessunar að fá það. Hvirfilbyljir eru nnjög algengir á Caribba eyjunum og þar umhverfis, en þrátt fyrir það að margir ákafir byljir höfðu nýlega gengið þar yfir, þá afréð skipstjóri einn, eftir inni- lega bæn til Guðs að hann skyldi hefja ferð sína. Hér um bil 150 mílur vestur af Bahama eyjunum hrepti skipið vont veður. f fimm daga leit svo út sem ósýnilegt afl hindraði ferð þess. I’egar skipsmenn héldu að þeir hefðu siglt 30—40 mílur, þá fundu þeir að þeir höfðu færst áfram aðeins 3—4 mílur þaðan semi þeir voru daginn áður; þannig leið dagur eftir dag, og reyndi það mjög á trú skipstjórans, svo hann hrópaði: “Drottinn, hví er oss haldið hér ? Hví erum vér hindraðir á þennan hátt?” Loksins breyttist veðrið og þeir gátu hald- ið áfram ferð sinni. Þegar þeir komu í höfn voru þeir spurðir: “Hvar voruð þér meðan á hvirfilbylnum stóð?” “Hvaða hvirfilbylur ?” spurðu þeir undr- andi, “við höfum ekki orðið varir við neinn hvirfilbyl.” Svo var þeim sagt að skelfilegur hvirfilbylur hefði gengið yfir. Hann hafði verið hringinn í kringum þá, en á einhvern undraverðan hátt, höfðu þeir verið varðveittir frá honum. Vér getum alls ekki treyst vorri takmörkuðu sjón og skilningi, en ef vér leggj- uimi alt í Guðs hönd, þá erum vér óhultir undir varðveislu hans. Líf Krists er sláandi dæmi upp á styrkleika gegnum bæn til Guðs. Þótt hann væri full- korninn og Guðs son, þá fann hann sífelda þörf fyrir samband við föðurinn gegnum bæn. Þótt hans væri freistað á allan hátt, eins og vor, þá var hann fyrir bænarsamband sitt við föðurinn, fær urn að sigra heiminn. Hvílík uppörfun fyrir oss. Getum vér, syndugar, veikar og ó- fullkomnar verur vænst þess að sigra freist- ingar í vorum eigin krafti? Reynsla D. L,. Moodys ber einnig vott um kraft, sem vér getum öðlast fyrir bæn. Árið K 1870 var imierkisár fyrir hann. Þá var hann að prédika i Chicago. Tvær konur, sem höfðu komið á samkomur til hans heimsóttu hann einu sinni og sögðu við hann: “Við höfum verið að biðja fyrir þér.” “Því biðjið þið ekki fyrir fólkinu,” spurði hann. “Af því þú þarft kraft heilags anda,” svöruðu þær. “Eg þarf kraft,” bætti hann við seinna þegar hann sagði frá þessu atviki. “Eg hélt eg hefði kraft, eg hafði stærsta söfnuðinn í C'hicago, og margir sneru sér til Guðs fyrir áhrif mín. Eg var ánægður með sjálfan mig. En þessar konur héldu áfram að biðja fyrir * mér og hið alvarlega tal þeirra um sérstaka fyllingu heilags anda til starfs vakti mig til umhugsunar. Eg bað þær að koma og tala við mig. Þær komu og útheltu hjarta sínu í bæn um að eg mætti öðlast fyllingu heilags anda.” Þá um haustið brann borgin Chicago. Moody fór til New York til að leita hjálpar fyrir fólkið. Meðan hann dvaldi þar fékk hann hina dýrmætustu reynslu í lífi sínu. “Eg get ekk lýst henn,” sagði hann sjálfur, “eg minnist sjaldan á hana við aðra, hún er of háleit til þess.” í stuttu máli hann fékk nýja opinberun á kærleika Krists, og hann öðlaðist svo mikinn kraft til að vinna fyrir einstaklinga að hann varð öflugt verkfæri í Guðs hendi sál- utn til frelsunar. Önnur blessun, senr bænin veitir er vinátta Guðs og þekking á honum. Ef vér erum í svo nánu sambandi við hann, þá imunum vér hafa meiri unun af að tala vil hann heldur en við jarðneskan vin. Hann sjálfur óskar eftir að vera vor innilegasti vinur. Bezta aðferðin til að fá þekkingu á Guði er að tala við hann, og svo að hlusta á hann tala til vor. Hikaðu ekki við að segja honum frá allri gleði þinni og sorg, hann þreytist aldrei af að hlusta á þig og svara þér. Líf Enoks er undravert dæmi upp á vináttu. “Hann gekk með Guði.” Drottinn gaf honum opinberun um endurkomu sína. Reynsla hans ( var þessi, að því meiri óguðleiki sem umhverfis hann var, því meira þráði hann að vera heima hjá Guði. Meðan hann ennþá dvaldi á Jörð- unni þá lifði hann í anda í bústöðum ljóssins. Hann öðlaðist frá Guði þann kraft sem hann

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.