Stjarnan - 01.12.1936, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.12.1936, Blaðsíða 7
En vér megum samt sem áður játa að ]?a8 eru alt of margir sem ekki virÖast hafa nokkra alvarlega hugsun. Þeir gjöra spaug aÖ öllu. Skemtanir, hlátur og gletni fylla andrúmsloft þeirra, eins og lífið hefði enga alvöru að geyma. í stað þess að temja sér lotningu, semi ávalt göfgar lyndiseinkunn manna, þá eyða þeir tíma sínum í glaum og gletni. Þannig er dýrmætum tíma sóað, og þeir sem það gjöra staðfesta orð spámannsins: “Þér gangið með hey og alið hálm. Gætið yðar fyrir þeiiro, sem segja ljótar sögur, nota ósæmileg orð, bera slúður og eru málgefnir án þess tal þeirra sé nokkrum til uppbyggingar. Sneiddu hjá slíkumi mönnum. Eg hefi þekt nokkra þeirra, og þegar það var of seint heyrt þá segja: “Eg hefi breytt heimskulega.” Nú skulum vér athuga hinn ágjarna. Hann hefir engan tíma til að eyða í iðjuleysi eða skemtanir. Hann vinnur seint og snemima. Fyrir hann hefir lífið aðeins einn tilgang, það er að safna fé. Ef hann fer ekki á leikhúsið, spilahúsið eða í danssalinn, þá er það ekki af því að hann hafi neitt á móti slíkum hluturn, heldur af því það mundi kosta hann peninga. Hann fer snemma á fætur og háttar seint, ekki af því að hann telji eftir sér hvíldina, heldur af því að hann vill reyna að safna meira fé. Hann fer sjaldan eða aldrei í kirkju, ekki af því hann sé neitt á móti trúarbrögðunum, held- ur er hugur hans svo upptekinn við verzlun og vinnu að hann getur ekki hugsað um annað. Hann neitar því ekki að Guð sé til, og að dóms- dagur og eilífð sé fyrir höndum, en vegna á- hugans fyrir að græða fé, þá hefir hann ekki tíma til að hugsa um slíka hluti. Ef hann aðeins vildi gefa sér tíma til um- hugsunar, meðan hann ennþá hefir vit og skyn, áður en hann deyr eins og skepna, og hugsa um hvað verður af auðsafni hans eftir nokkra mánuði eða nokkur ár. Ágirnd vex með eyri hverjum, þar til mað- urinn verður blátt áfram auðsjúkur, svo það veldur honum sársauka að láta úti skilding. Þennan kvilla þarf að lækna í æsku, annars mun ágirndin svelgja upp hverja göfuga hugs- un sálarinnar. Það er vel þess vert að miinnast aðvörunar Jakobs postula, svo menn ekki safni silfri og gulli til að ryðga og það svo að lokum eyði- leggi eigandann, sem hefir safnað fé á síðustu dögum, og þegar hann svo verður að yfirgefa alt saman þá neyðist hann til að segjia: “Eg hefi breytt heimskulega.” Nú skulum vér snúa oss að vantrúarmann- inum. Margur maður sem hvorki er hægt að ásaka fyrir iðjuleysi, skemtanafýsn, ágirnd né óreglulegt líferni, hlýtur að játa sjálfan sig heimskingja að lokum, af því ihann hefir hafn- að eða vanrækt Guðs frelsandi náð. Það er hægt að vera siðferðisgóður án þess að vera trúaður. Það er hægt að lifa óaðfinnanlega, að imianna dómi, en standa dæmdur frammi fyr- ir Guði. Þegar dyr eilífðarinnar opnast og vér stöndum augliti til auglitis víð dómara alls holds, þá þurfum vér að hafa eitthvað betra heldur en vitnisburð manna um gott siðferði, til að geta staðist. “Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann endurfæðist.” Það er dregin lína, oft ósýnileg vorum augum, en skýr fyrir Guði, sem skiftir mönnum í tvo flokka. Guð hefir sett ákveðin skilyrði sem menn verða að raæta. Hin áríðandi spurning, sem þú verður sjálfur að svara er þessi: Hverjum megin stendur þú? Ert þú endurfæddur? Þetta er áríðandi málefni, sem þú þarft al- varlega að taka til greina. Ef þú slær því á frest, þá minka með hverjum degi líkindin til þess að þú munir nokkurn tíma taka það alvar- lega, og þá bíður þín hin dimma, dapra stund, er þú vaknar upp af deyfðar dvalanum og sér að baki þér eyðilagt líf, fyrir framan þig dóra- arann á hinu mikla hvíta hásæti, þá æpir þú: “Eg hefi breytt heimskulega.” Látum oss vakna og athuga ábyrgð vora, og tækifæri þau, er vér höfum. Trúið mér, leyndardómur verulegrar hamingju er innifal- inn i sannri guðrækni. Sannkristinn maður á dýrðlegan arf í vændum. Jafnvel í þessu lífi borgar það sig að fylgja vegi sannleikans og réttlætisins. Látum áhrif vor ávalt styðja hið rétta, sanna, göfuga og góða. E. Lloyd. Afturhvarf skipáljórans Prestur nokkur segir svo frá: “Fyrir mörg- um árum síðan þegar eg prédikaði í stórri borg tók eg einu sinni fyrir texta þetta vers: “Án trúar er ómögulegt að þóknast honum, því sá sem gengur fram fyrir Guð verður að trúa því að hann sé til, og að hann lætur þeim um- bunað er hans leita.” Eftir ræðuna stóð upp gömul kona, eg held hún hljóti að hafa verið sjötug, og spurði: “Trúir þú því, sem þú hefir prédikað í dag?” Eg kvað já við því. “Það gleður mig að þú trúir því. Eg hefi

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.