Stjarnan - 01.12.1936, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.12.1936, Blaðsíða 5
stjarnan IOI « k ástæðan fyrir glæpaöldunni, sem gengur yfir æskulýð vorra tíma? Eða álítur þú aÖ hér sé ekki um neitt slíkt að ræÖa?” Dómarinn svaraÖi hiklaust: “Eg held þaÖ eigi ekki viÖ að kalla þaÖ “Glæpaöldu,” því það orð táknar stutt og takmarkað flóð. Mér sýn- ist að tilhneigingin til glæpa, sem er svo almenn hjá æskulýð vorurn, sé eðlileg afleiðing glæpa þeirra, sem stöðugt hafa farið í vöxt hjá ungu fólki í síðastliðin 12-15 á-r- Og þetta fer versn- andi ár frá ári.” Þegar dómarinn var spurður hvort hann ætti við smærri brot þá svaraði hann: “Reynsla mín er sú að flestir af stórglæpum þeim, sem koma fyrir réttinn, eru framdir af ungu fólki, að minsta kosti er því þannig varið í New York ríkinu. Hinir verstu glæpamenn vorir, svo sem falsarar, innbrotsþjófar og morðingjar eru ungt fólk frá 16 til 23 ára aldurs.” Svo var dómarinn spurður hvað hann héldi ástæðuna fyrir þessu glæpalífi hinnar yngri kynslóðar, þá fékk hann sér pappírsblað og skrifaði niður eftirfarandi ástæður fyrir vax- andi fjölda glæpamanna meðal æskulýðsins: 1. Skortur á trúarbragðakenslu fyrir börn- in. 2. Vanræksla í því að gróðursetja dygð og hreinleika hjá stúlkubörnum. 4. Stjórnlausir foreldrar geta af sér börn með stjórnlausri og spiltri lyndiseinkunn. 5. Taumlausar skemtanir, sérstaklega út- reiðartúrar, lélegar hreyfimyndir og ósæmileg- ar danssamkomur. 6. Vöntun á hæfilegum skemtistöðum í flestum bygðarlögum. 7- Unga fólkið nennir ekki að vinna, eða leggja á sig erfiða vinnu, og heimskir foreldrar hlífa þeim við henni. Dómarinn sagðist hafa skrifað niður á- stæðurnar í röð, eftir því hve áríðandi þær væru og bætti ]?ví við að hann vildi leggja mestu áherzluna á No. 1. Trúarbragðakenslan í skólum vorum og guðræknisiðkanir á heimilinu er það sem von vor að mestu leyti hvílir á um frelsun æsku- lýðsins meðal vor Sjöundadags Aðventista. MeðaÍ fjöldans sem kalla sig kristna í heimin- uim eru aðeins fáar fjölskyldur að tiltölu, sem hafa heimilis guðsþjónustu. Guðlaust heimili og uppeldi á götunni eru orsök til glötunar margra barna. Hvílík voðaleg ábyrgð hvílir á foreldrum, sem Guð hefir trúað fyrir þessum saklausu smælingjum. Guð hvetur foreldrana alvarlega til þess að láta börnin njóta þeirra áhrif, sem geta orðið þeim til frelsunar. Jesús sagði við lögvitringinn: “Ef þú vilt innganga til lífsins þá haltu boðorðin.” Matt. :9:17- “Ó að þeir hefðu slíkt hugarfar að þeir ótt- uðust mig og varðveittu allar skipanir mínar alla daga, svo að þeim vegni vel og börnum þeirra uimi aldur og æfi . . . Gætið þess að gjöra svo sem Drottinn Guð yðar hefir boðið yður, víkið eigi frá því hvorki til hægri ne vinstri.” 5. Mós. 5 :29, 32. “Drottinn er vor Guð, Drottinn einn, og þú skalt elska Drottinn Guð þinn af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum mætti þínum. Þessi orð, sem eg legg fyrir þig í dag skulu vera þér hugföst, og þú skalt brýna þau fyrir börnum þínum og tala um þau, þegar þii ert heima, og þegar þú ert á ferðalagi, þegar þú legst til hvíldar og þegar þú fer á fætur. Þú skalt binda þau til merkis á hönd þér og hafa þau sem minningarbönd milli augna þinna, og þú skalt skrifa þau á dyrustafi húss þíns og á borgarhlið þín.” 5. Mós. 614-9. Feður og mæður ættu að gefa börnura sín- um allan þann undirbúning sem getur orðið þeim til varðveislu gegn hinum vaxandi áhrif- um spillingarinnar. Á þessum freistingar og hættu tímurn ættu börn vor og unglingar að vera send á hina beztu skóla, þar sem þeir hafa bezt tækifæri og guðrækna kennara, þar sem þeir geta öðlast þá mentun, sem býr þá undir bæði þetta líf og hið tilkomandi. Sá grund- völlur á að vera lagður að unglingurinn geti haldið áfram námi sínu í hinum komanda heimi. E. Hilliard. Jesús sagði: “Eg er heimsins ljós, hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa lífsins ljó.” Mínir sauðir þekkja mína raust, eg þekki þá og þeir fylgja mér, og eg gef þeim eilíft líf og þeir skulu aldrei að eilífu glatast; enginn skal slíta þá úr minni hendi. Jóh. 8:12; Jóh. 10:27, 28. Ungir menn tala um hvað þeir ætla að gjöra, gamlir menn hvað þeir hafa gjört, en letingjar tala um hvað þeir mundu vilja gjöra. Stríðið í Ethiópíu kostaði nærri 2 miljón- ir dollara á dag eftir því sem næst verður kom- ist.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.