Stjarnan - 01.12.1936, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.12.1936, Blaðsíða 3
STJARNAN 99 þurfti til að sigra freistingar, og til a8 full- komna hugarfariÖ. Hve dýrðlegt endurgjald þessi maður öðl- aðist. Hann líktist skapara sínum meir og meir eftir því sem tíminn leið og að lokum tók Guð hann til sín. Hann var sá fyrsti maður, sem fékk inngöngu í himininn. Eins og Enok verða þeir að fá heilagt hugarfar, sem verða frelsaðir og teknir upp til að mæta Jesú í skýjunum þeg- ar hann kemur. Líf Abrahams er annað dæmi upp á himn- eska vináttu. Ekki einungis að Guð sendi engla til hans, heldur kom hann sjálfur og talaði við hann eins og vinur við vin. Trú vor hefir veiklast svo mjög að slík reynsla sýnist ekki möguleg fyrir oss. En ef vér tökum framför- um á Guðs vegi, þá er hún einnig fyrir oss, og ef vér þreytumst ekki munum vér vissulega öðlast endurgjaldið. Já, blessunarríkur er ávöxtur bænarinnar. Varðveisla frá sýnilegri og ósýnilegri hættu, kraftur að mæta freistingum óvinarins og sigra þær og svo þau dýnmiætu einkaréttindi að stofna eilífa vináttu við Guð. Og þetta alt stendur til boða hverjum manni, sem tekur á móti Jesú, sem frelsara sínum frá synd, hverjum sem fús- lega hlýðir og þjónar Guði. Loforðið er fyrir oss, sem Jesús gaf : “Ef að þér biðjið einhvers i mínu nafni mun eg veita það.” A. F. Swingle. Heilrœðin hennar ömmu Charles Peters var að fara í háskólann. Hann hélt þegar á hattinum og töskunni í hendi sinni imieðan hann kvaddi ömmu sína. “Eg er rétt að fara af stað,” sagði hann glaðlega, “ef þú hefir nokkuð að segja mér að skilnaði, þá er timinn til þess nú.” Gamla konan leit blíðlega á hinn þrekvaxna dótturson sinn, lagði hendina á handlegg hans og sagði: “Gjörðu 'ætíð skyldu þína, Charles,” sagði hún, “og farðu ekki í felur með það. Þannig getur þú hjálpað öðrum ungum mönn- um til að gjöra einnig það sem rétt er.” “Elsku amma mín,” var alt sem drengurinn sagði um leið og hann kysti hrukkóttu kinnina hennar. Nú var mánuður síðan skólinn byrjaði. Hópur af fyrsta árs nemendum var saman kom- inn í herbergi Dan Georges, þeir sátu á rúminu, borðinu, gólfinu og alstaðar. Fjórum vikum áður voru þeir alveg ókunnugir hver öðrum, en nú spjölluðu þeir saman eins og aldavinir. Þeg- ar klukkan var orðin nærri hálf sjö stóð Charles upp og bjóst til að fara. “Hvað er að ? Þú ætlar þó ekki að fara frá okkur,” spurði Dan. “Eg verð að fara, eg er tímabundinn.” “Gleymdu því,” sagði Bill Archer, “við get- um ekki mist þig, það er svo skemtilegt að hafa þig imieð.” “Auðvitað,” svaraði Charles brosandi, “en þið verðið að hughreysta hver annan í voninni um að sjást aftur.” Hann var kominn miðja leið fram í ganginn þegar hann hikaði við. Augnabliki seinna opnaði hann dyrnar á her- bergi Dans, rak inn höfuðið og sagði: “Eg ætla ekki að láta ykkur kveljast af for- vitni, eg er að fara á Biblíulesturinn hjá pró- fessor Dean, eg skal ekki halda því leyndu fyrir ykkur. Svo lokaði hann aftur hurðinni og fór leiðar sinnar. Það var augnabliks þögn í herberginu rétt eftir að Charles fór. “Ef Peters er sunnudagaskólabarn, þá er eg hræddur um að hann hafi ekki kornist á réttan stað. Hann verður einkennilegur með- limur í okkar félagsskap, því eg býst við að enginn okkar sé neinn dýrðlingur.” Nokkrum dögum seinna sagði Mat við fé- laga sína: “Hvað haldið þið að Peters hafi haft fyrir umræðuefni í kvöld?” “Morgunguðsþjónustuna, hugsa eg,” svar- aði Dan. “Við töluðum um hvaða vitleysu uppátæki það er að vera með þessa trúboðs peningasöfn- un,” svaraði Mat, “en fer hann þá ekki að halda ræðu um ágæti trúboðsins, sem væri það jafn nauðsynlegt og leikfimi, og kvað það illa farið að skólaskyldurnar tækju ekki þörf heiðingj- anna með í reikninginn.” “Hvílík fásinna,” sagði Bill. “Hvað skyldi hann hafa meint með því?” Charles var uppi í herbergi sínu og fann mjög mikið til þess að hann hafði verið neydd- ur til að segja það, sem félögumi hans geðjaðist alls ekki að. “Það er miklu hægra,” sagði hann við sjálf- an sig, “að gjöra sjálfur það sem rétt er, heldur

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.