Stjarnan - 01.08.1941, Qupperneq 1
STJARNAN
ÁGÚST, 1941
LUNDAR, MAN.
Lækning við böli mannkynsins
Hvað ráðleggur Guðs orð til að bæta úr
vandræðum verkalýðsins? Þar er ekkert
talað um verkamannafélög, sem heiniti
réttindi sín, eða verkföll og aðrar aðferðir
sem menn stinga upp á til að koma ástand-
inu i betra horf.
Vonin um viðreisn og endurbót er
bundin við endurkomu Krists. Athugum
nú hvað Guðs orð segir: “Þreyið, bræður
mínir, þangað til Drottinn kemur. Sjáið,
akuryrkjumaðurinn væntir jarðarinnar
dýrmæta ávaxtar og þreyir þar til hann
fengið hefir haustregnið og vorregnið,
Þreyið og' þér styrkið yðar hjörtu, því til-
koma Drottins nálægist. Kvartið ekki
hver yfir öðrum bræður mínir, svo þér
ekki verðið dæmdir. Sjá, dómarinn stend-
ur fyrir dyrunum.” Jak. 5:7-9.
Hvers vegna er bent á endurkomu
Krists sem hina einu von um viðreisn fyrir
hina undirokuðu? Það er vegna þess að
þá byrjar ný lífsstefna, sem gjörbreytir nú-
verandi fyrirkomulagi. Nú kemur Jesús
ekki á sama hátt og hið fyrra skiftið. Þá
fæddist hann í fátækt, sem hjálparþurf-
andi barn og var lagður í jötu. Nú kemur
hann sem konungur konunganna og Drott-
inn drotnanna, til að stjórna jörðunni. Þá
voni aðeins fáeinir fjárhirðar sem söfnuð-
ust saman til að veita honum lotningu,
og englarnir einir sungu yfir Betlehem
sléttunum, en nú mun hann koma í skýj-
unum og hvert auga mun sjá hann, líka
þeir sem hann gegnumstungu.” Op. 1:7.
Þá kom hann sem auðmjúkur, fátækur
maður, nú mun hann koma sem dómari
alls holds, svo Jakob segir: “Dómarinn
stendur fyrir dyrunum.”
Þá verður algjör breyting á kjörum
manna. Mismunur sá, sem nú á sér stað
milli fátælcra og ríkra, mentaðra og ó-
mentaðra, og öll stéttaskifting fellur úr
gildi. Þá verða aðeins tveir flokkar manna.
Annar sem er reiðubúinn að mæta Jesú,
sem hefir vænt hans og þjónað honum hér,
hinn, sem hefir snúið sér frá honum, og
ekki látið stjórnast af hans kærleika eða
leiðst af hans anda.
Jesús lofaði lærisveinum sínum fyrir
löngu síðan að hann skyldi koma aftur:
“Hjörtu yðar skelfist ekki, trúið á Guð og
trúið á mig. í húsi föður míns eru mörg
hibýli, væri ekki svo hefði eg sagt yður
það. Eg fer burt til að tilbúa yður stað,
og þegar eg er burt farinn og hefi tilbúið
yður stað, þá mun eg koma aftur og taka
yður til mín svo þér séuð þar sem eg er.”
Jóh. 14:1-3. Þegar hann kemur þá er það
til að taka okkur til sín.
Það eru ekki einungis þeir, sem þá
verða lifandi, sem hann tekur til sín. Jafn-
vel þeir, sem hafa lokað augum sínum í
dauðanum og hvíla í dufti jarðar, ef þeir
fylgdu honum í lifanda lífi, þá munu þeir
einnig fá að sameinast honum. Þetta er
skýrt tekið fram hjá Páli postula: “Ekki
vil eg, bræður, láta yður vera ókunnugt
um hina burtsofnuðu, svo að þér séuð
ekki hryggir, eins og hinir, sem vonar-
lausir eru. Því ef vér trúum því, að Jesús
sé dáinn og upp aftur risinn, þá mun
Guð sömuleiðis fyrir Jesúm ásamt honum
leiða til sín þá sem sofnaðir eru. Því það
segi eg yður í Drottins orða stað, að vér,
sem eftir verðum lífs við tilkomu Drottins,
munurn ekki fyrri verða en hinir burt-
sofnuðu; því sjálfur Drottinn mun með
ákalli, með höfuðengilsraust og með Guðs
lúðri af himni niður stíga; og þeir sem í
Kristi eru dánir munu fyrst upp rísa. Síðan
munum vér, sem eftir erum lifandi, verða
hrifnir til skýja ásamt þeim til fundar við
Drottinn í loftinu og munum vér siðan
með Drotni vera alla tíma. Huggið því