Stjarnan - 01.11.1941, Qupperneq 1
STJARNAN
NÓVEMBER, 1941 LUNDAR, MAN.
Arfleifð Guðs barna
“Þá svaraði Pctur og sagði við hann:
Vér yfirgáfum alt og fylgdum þér, hvílík
laun munum vér hér fyrir hljóta.” Matt.
19:27. Hér sem oftar eru líkindi til að
spurning Péturs hafi engu síður verið í
huga hinna lærisveinanna. Hvað mundu
þeir öðlast fyrir það, sem þeir höfðu lagt
í sölurnar. Jesús sjálfur bendir á í 29.
versinu sumt sem lærisveinar hans enn í
dag verða að yfirgefa til að fylgja honum:
Hús, bræður, systur, föður, móður, konu,
hörn eða eignir, “að yfirgefa ástvini sína
er án efa það erfiðasta.
Er nokkuð órýmilegt þó menn spyrji
hvað þeir muni öðlast fyrir alt sem þeir
hafa lagt í sölurnar? Pétur er ekki sá
eini, sem Biblían talar um er hugsaði til
verðlaunanna. Abraham vænti þeirrar
borgar er fastan grundvöll hefði, hverrar
smiður og byggingarmeistari sjálfur Guð
er.” Hebr. 11:10. Móses “kaus heldur að
líða ilt með Guðs fólki . . . og áleit það
meiri ávinning að líða vanvirðu Krists
en alla Egyptalands fjársjóðu.” Hebr.
11:25, 26. Páll virðist líka hafa sett von
sína til verðlaunanna er hann segir: “En
seilist eftir því sem fyrir framan er og
skunda til takmarksins, til þess himneska
hnossins, sem Guð frambýður mér fyrir
Jesúm Krist.” Fil. 3:14.
Hnndraðfalt endurgjald. Má vera að
vér einnig þurfum að hugsa meira um end-
urgjaldið, sem Guð mun veita þeim sem
hafa gjört sáttmála við hann með fórnum.
í svari Krists til Péturs er sagt um postul-
ana að þeir muni sitja í hásætum og dæma
hinar tólf kynkvíslir ísraels. Þetta er tign-
arstaða og þessir tólf menn munu vera
þakklátir fyrir að hafa getað fært þá fórn
sem til þess útheimtist.
Vér vitum hvað endurgjald postulanna
verður, en hvað munum vér öðlast? Vér
munum fá “hundraðfalt og öðlast eilíft
líf.” Tíu af hundraði er álitnir góðir
vextir í viðskiftalífi manna. En hefir þú
athugað að hundraðfalt er sama sem 10
þúsund af liundraði í ágóða, og svo þegar
þar við bætist “eilíft líf,” sem er langt um
dýrmætara en svo að ihægt sé að meta það
til verðs. Getum vér þá vogað að spyrja
hvort það borgi sig að þjóna Guði?
í þessu lífi gefur Guð oss alt, sem vér
þurfum með í tímanlegum efnum. Davíð
sagði: “Eg hefi verið ungur og er orðinn
gamall, en eg hefi aldrei séð hinn réttláta
yfirgefinn né hans afkvæmi fara á vonar-
vöf.” Jafnvel þegar vér höfum mist ást-
vini vora fyrir Guðs ríkis sakir, þá hefir
Guð á undraverðan hátt gefið oss feður og
mæður, bræður og systur í Kristi, sem oft
eru oss miklu hjartfólgnari, heldur en vorir
nánustu ættingjar. Guð gefur oss einnig
slíkan sálarfrið, sem heimurinn getur ekki
gefið, þann frið, sem öllum skilningi er
æðri. Eins og nú er ástatt í heiminum,
þegar menn deyja af angistarfullri eftir-
vænting þess er yfir heiminn mun lcoma,
þá er þessi Guðs friður í sálum vorum
ómetanlega mikils virði. Sá friður er
hundraðfalt meira virði heldur en nokkur
sjálfsfórn, sem vér höfum lagt fram. Það
er í sjálfu sér fögnuður í því að þjóna
Guði, sem meir en vegur upp alt, sem vér
höfum þurft að yfirgefa til að fylgja Kristi.
Vér gætum vel notað alla þessa grein til
að leggja áherzlu á það endurgjald, sem
Guðs börn njóta í þessu lífi fyrir að þjóna
guði og feta í Jesú fótspor.
Framtíðar verðlaunin. Hvað var það
sem Abraham, Móses og aðrir Guðs menn
væntu eftir? Hvað er sumt af því sem vér
ættum að láta huga vorn dvelja við, til að