Stjarnan - 01.11.1941, Qupperneq 3
S TJARNA N
91
augum vorum. ó hversu mannleg orð eru
ónóg til að láta í ljósi yndisleik, fögnuð
og fegurð, fullnægju og blessun þá, sem
vér munum verða hluttakandi í á hinni
nýju jörð og í hinni nýju Jerúsalem.
Guð gefi að vér mættum fá skýrari
skilning heldur en nokkru sinni fyr á
hinum dýrðlegu verðlaunum, sem Guð
gefur sínum trúu þjónum. Vér þurfum
að hugsa meir um það endurgjald, sem
Guð mun veita oss fyrir það, sem vér líð-
um eða leggjum í sölurnar hér. “Hvað
munum vér hér fyrir hljóta?” “Hundrað-
Varið
Eg vaknaði snögglega árla morguns,
klukkan 5, svo ásóttur a-f hugsunum þeim,
er greinarstúlfur þessi birtir, að eg reyndi
þótt veikur lægi með hita, að bylta mér á
réttu hliðina og hripa þessar línur í von
um að geta komið þeim á framfæri, því
mér finst ávalt þegar eitthvað kemur til
mín svo snögglega og með svo mikilli al-
vöru, að eg eigi að senda það frá mér tii
sem flestra.
Það var hugsunin um þá hryllilegu
hættu, sem vofir yfir þjóð vorri, líkt og
öðrum kristnum mentuðum þjóðum. Eng-
in þjóð hefir getað umflúið þetta lögmál
lífsins: “Að eins og maðurinn sáir, svo
mun hann og uppskera.”
Flestar kristnar þjóðir hafa átt tilþrifa-
mikla menn, sem sáð hafa guðsafneitunar-
sæðinu. Það mætti nefna menn eins og
Voltaire á Frakklandi, Nietzche á Þýzka-
landi, Thomas Paine og Ingersoll í ensku-
mælandi heiminum, Strindberg í Svíþjóð,
Georg Brandes í Danmörku og Björnstjerne
Björnson í Noregi mætti jafnvel teljast þar
með. Þesir menn hafa flestir, ef ekki
allir, og margir samtíðarmenn þeirra og
lærisveinar, hrækt á krossinn og sáð guð-
leysis- og vantrúarsæði. Það hefir borið
ávöxt ríkulega. Þjóðirnar eru þegar farn-
ar að bragða ríkulega á beiskju hans og
munu vissulega á sínum tíma uppslcera
glötun, ef ekki má segja, að sumar þeirra
hafi þegar gert það. Dómar Drottins hafa
oft birzt á jörðunni. Gyðingaþjóðin er þar
engin undantekning. Hafi hún verið háð
hinu harða lögmáli réttlætisins, svo eru og
allar þjóðir það. Þýzkaland er í raun og
falt í þessu lífi og í öðrum heimi eilíft líf.”
Innan skamms förum vér heim til Guðs
og frelsara vors Jesú Ivrists, heim í bústað
vorn í borginni helgu, heim til landeignar
vorrar á hinni nýju jörð, heim þangað sem
aldrei verður skilnaður framar, engin von-
brigði, engin sorg, engin þjáning, enginn
dauði. ó, hvílíkur fögnuður það verður
þegar Jesús segir til vor: “Gakk inn i
fögnuð herra þins.”
Mig langar að vera þar. Eg vona, ltæri
lesari, að þú verðir þar líka.
T. J. Michnel.
ykkur
veru gott dæmi. Það sveik sína háu köll-
un, steig hátt í vísindum, list, iðnaði, ment-
un, en um leið í guðleysi. Það sagði næst-
um eins of Lúsifer: “Eg vil stíga ofar
skýjaborgum,” en til “heljar” var því nið-
ur varpað. Það ætlaði að verða voldugra
öllum þjóðum (án Guðs) en er nú flestum
vesælla. En “haldið þér, að þessir Galíleu-
menn hafi verið meiri syndarar en allir
aðrir Galíleumenn, af því að þeir hafa orð-
ið fyrir þessu? Nei, segi eg yður, en ef
að þér gjörið elcki iðrun munuð þér allir
fyrirfarast á hkan hátt,” sagði Jesús eitt
sinn.
Þetta eitraða guðleysis sæði hefir fokið
inn yfir landamerki annara þjóða, sem
ekki hafa beinlínis fóstrað þessa guðleysis
berserki, og þar með er íslenzka þjóðin ein,
sem þetta banvæna illgresi hefir fest rætur
hjá. Það er líka satt, að þótt íslenzka
þjóðin hafi ekki átt menn eins og þá, er
upptaldir voru, þá hefir hún þó átt og á
menn, sem voru og eru trúfastir lærisvein-
ar'þessara manna.
Það sem mennirnir gera gys að, er
þeim vitrara og sterkara. Þeir sanna sjálf-
ir óafvitandi yfirburði þeirra hluta. Upp-
fylla þeir ekki undursamlega þessa spá-
dóma: “Og þetta skulið þér þá fyrst
vita, að á hinum síðustu dögum munu
koma spottarar,” 2. Pét. 3, 3. “En fals-
spámenn komu einnig upp meðal lýðsins,
eins og falskennendur munu líka verða á
meðal yðar, er smeygja munu inn háska-
legum vilukenningum og jafnvel afneita
herra sínum, sem keypti þá, og leiða yfir
sig sjálfa bráða glötun. Og margir munu