Stjarnan - 01.11.1941, Qupperneq 7
S TJARNA N
95
Brauð frá himni
“Það er erí'itt sagði faðirinn, eg sé eng-
in ráð en samt er eg viss um að Guð mun
hjálpa okkur.”
“Eg vona það dragist ekki lengi,” sagði
móðirin. Hún vissi að skápurinn var
tómur.
“Eg hefi aldrei fyr verið svo illa stadd-
ur, við höfum enga peninga, þó hefi eg
gjört alt, sem i mínu valdi stendur. Eg
veit ekki hvað úr þessu verður.”
“E,g veit það ekki heldur,” svaraði móð-
irin, “það eru börnin, sem eg ber svo
mikla áhyggju fyrir, þau koma nú rétt
strax heim að Jjorða og eg hefi engan mat
handa þeim.”
“Er ekkert eftir af síðasta brauðinu?”
spurði faðirinn.
“Nei, við höfum ekki eina einustu
sneið eftir.”
Nú var hrint upp hurðinni og þrjú hörn
komu inn. Þau vorú öll svöng eins og
venjulega þegar komið er heim af skólan-
um. “Hvað höfum við að borða í dag,”
spurði hið elzta.
Konan leit á mann sinn. Hún vissi
ekki hverju hún átti að svara. Svo sagði
hún: “Guð hefir ekki sent okkur neitt
ennþá.”
Þetta voru vonbrigði fyrir börnin, ekk-
ert að borða, það var voðalegt. Þau vissu
að faðir þeirra var atvinnulaus, svo það
var mjög erfitt hjá honum, en það hafði
aldrei fyr gengið svo illa að þau hefðu
ekkert að borða.
“Mamma, hvers vegna biðjum við ekki
Jesús að senda okkur eitthvað?” spurði
yngsta barnið. “Eg er viss um hann vill
ekki að við sveltum, og eg er svo ósköp
svöng.”
“Það er það eina, sem við getum gjört,”
svaraði móðirin. “Við skulum falla á kné
og biðja til Guðs.” Án þess að segja orð
meira féllu þau nú öll á kné og beiddu
Guð að senda sér eitthvað að borða eins
og hann hefði lofað.
Þennan eftirmiðdag voru konur nokkr-
ar, er tilheyrðu sama söfnuði og þessi fjöl-
skylda, að undrast yfir hvernig á því stæði
að þær hefðu ekki séð þetta fólk nú um
tíma. Þær vissu að faðirinn var atvinnu-
laus og ásettu sér nú að heimsækja fjöl-
skylduna til að vita hvernig þeim liði.
Þegar þær voru á leiðinni keyrði brauð-
vagn fram hjá þeim. Af því svo hart var
keyrt þá hrökk vagnhurðin upp og nokkur
brauð hrukku rtt á götuna, án þess keyrslu-
maður veitti því eftirtekt. Kpnurnar vissu
ekki hvað þær áttu að gjöra þvi þær þektu
hvorki manninn né vagninn, en svo kom
þeim saman um að þær skyldu taka brauð-
ið með sér, svo það yrði ekki eyðilagt af
þeim, sem næst færu um veginn. Þannig
höfðu þær fangið fult af hrauði. Það var
mikil gleði hjá fátæku hjónunum og börn-
unum er þau heyrðu að þau áttu að fá
brauðin. “Jesús hefir sent okkur brauð,”
sagði yngsta barnið. “Eg vissi hann mundi
gjöra það ef við beiddum hann um það.”
“Já, það er áreiðanlegt,” sagði faðirnin,
“og hann sendi okkur meira en við beidd-
uin um, það er sannarlega brauð frá
himni.”
T’rúr og dauðans
Ungur maður, sem var með “Titanic”
þegar hún fórst, segir svo frá:
“Eg var á Titanic. Eftir að skipið var
sokkið, hraktist eg á sjónum og hélt mér
uppi á planka. Ein bylgjan flutti mig til
annars skipbrotsmanns, sem einnig hélt sér
uppi á flaki. Það var prédikarinn John
Hurper frá Glasgow.
“Ert þú frelsaður?” hrópaði hann til
mín.
“Nei,” svaraði eg.
“Trúðu á Drottinn Jesúm Krist, þá
verður þú hólpinn.
Nú leið dálítil stund, svo fluttu bylgj-
urnar okkur aftur í nálægð hvorn við ann-
an. Aftur kallaði hann til mín: “Ertu
frelsaður?”
“Nei, það þori eg ekki að segja.”
“Ennþá hljómaði til min: “Trúðu á
Drottin Jesúm Krist, þá verður þú hólp-
inn.”
Litlu seinna sökk Hurper. En þar úti
á hafinu fljótandi á planka meðtók eg
frelsara minn. Eg var sá síðasti, sem
hann leiddi til frelsara sins. Hann hafði
aðeins eitt takmark með líf sitt og reyndist
trúr alt til dauðans. E. S.