Stjarnan - 01.11.1941, Page 5

Stjarnan - 01.11.1941, Page 5
stjarnan Dr. W. B. Riley, mjög þektur baptista- presur kemst svo að orði: Það er víst mótmælalaust satt, að það eru ekki þrír enskumælandi skólar í öllum norðurhluta Bandaríkjanna, er tilheyra þessum stærri kirkjudeildum svo sem baptistum, methodistum, presbyteriönum og congregationalistum, sem eru lausir við áhrif þeirrar vantrúar, sem gengur undir nafninu nútíðarþekking (modernism). Hið stærsta University sem i Ameríku bar baptistanafnið, hefir í mörg ár haldið menn, sem eru þektir sem vorra tíma mest áberandi trúleysingjar. Skólastjóri næst stærsta baptista skólans í Ameríku sagði í áheyrn minni: “Jesús Kristur var ekkert fremur algildur dómari um núíðar skoðan- ir á ýmsum biblíukenningum heldur en Thomas Aquinas var um nútíðar þekkingu á rafljósi.” “The Menace of Modernism,” pp. 115, 117. Tekið upp í blaðinu “Review and Herald,” 17. jan. 1924. Véfenginga kenningarnar eru fyrsta stig hættunnar, sá guðsafneitunarandi,'sem birtist í blaðinu O.B.U. í Winnipeg í vetur, þar sem kristindómurinn er kallaður “eiturlyf” og hin stærsta bölvun verkalýðs- ins, er annað stig hættunnar. Þriðja stig hættunnar er byltingarinnar blóðuga hönd. Þö er bikarinn fullur. Þessi þrjú stig eru 93 ávalt tröppugangurinn á glötunarvegi þjóð- anna. Fyrsta hreyfingin og partur af nr. 2, hefir þegar brotist eins og skógareldur inn yfir landamæri íslenzku þjóðarinnar. Eig- um vér ekki að hrópa til drottins himn- anna og biðja hann að opna flóðgáttir him- insins og hella kæfandi straumum niður yfir þenna andlega eldvarg. Drottinn er máttugur, hann hefir oft kipt í burt mönn- um og jafnvel heilum þjóðum, sem í frek- um guðsafneitunaranda hafa sótt gegn hin- um “heilaga ísrael. Einstakir menn hafa stundum fallið svo snögglega, að þeir hafa ekki getað endað við guðlöstunarsetningar sínar. Drottinn gerir undur og stórmerki ennþá. Mikill hluti kristna heimsins hrópar: “Burt með hinn heilaga úr ísrael.” Hinn heilagi lítur yfir hinn sundurflakandi, sið- spilta og guðsafneitandi forherta heim, grætur og segir: “Ef einnig þá hefðir á þessum degi (tíma) vitað, hvað til friðar heyrir.” Heim- urinn leitar að frið, reynir að semja frið, talar um frið, en er friðlaus og afneitar því, sem til friðar heyrir. Þess vegna mun honum verða “þröngvað á alla vegu.” Það er dómur hins rét-tláta. “ó land, land, heyr orð Drottins.” Jer. 22,29. Pétur Sigurðsson. “Veldu þá lífið” Guð neyðir engan til hlýðni móti hans eigin vilja. Hann óskar ekki eftir þræla þjónustu. Hann vill menn elski hann af því hann er elskuverður, og hlýði honum af þvi þeir skilja og meta elsku hans, rétt- læti og kærleka. Allir, sem í sannleika þekkja Guð og eiginlegleika hans munu elska hann, laðast að honum og dást að eiginlegleikum hans. Sú gæðska, miskunnsemi og kærleikur, sem lýsti sér í lífi og kenningum Krists birtir oss eiginlegleika föðursins. Jesús sagði sjálfur að hann kendi ekkert nema það sem hann lærði hjá föðurnum, og stjórn Guðs er í fullkomnu samræmi við áminningu Krists er hann segir: “Elskið óvini yðar.” Það er íbúum alheimsins til góðs að Guð ihegnir hinum óguðlegu, það er einnig bezt fyrir þá, sem Hða hegning- una. “Guð vill að allir verði hólpnir.” Hann umkringir þá með kærleika sínum, veitir þeim þekking á vilja sínum, og býð- ur þeim náð sína og miskunn, og það aftur og aftur. En margir fyrirlíla kærleika hans, fótum troða lögmál hans og hafna nöð hans. Þeir njóta gjafa hans en hafna gjafaranum. Þeir hata Guð af því orð hans ávítar þá fyrir syndir þeirra. Guð er langlyndur og þolinmóður við þá, en reikningsdagurinn rennur upp að lokum, sem ákveður afdrif þeirra. Ætti hann þá að taka þá til sín sem uppreisnar- menn og neyða þá til að gjöra vilja sinn? Nei, það er óhugsandi. Þeir gætu ekki orðið hamingjusamir með það. Það er val hinna óguðlegu sjálfra sem ákveður forlög þeirra. Þeir hafa sjálfir útilokað sig frá himni með því að mis-

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.