Stjarnan - 01.11.1941, Blaðsíða 8
96
STJARNAN
STJARNAN kemur út einu sinni á mán-
uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram.
Publishers: The Canadian Union Con-
ference of S. D. A., Oshazva, Ont.
Ritstjórn og afgreiðslu annast
Miss S. JOJJNSON, Lundar, Man., Can.
Nú legg eg innan í blaðið umslag meo
áritun Stjörnunnar, í vissri von um að
allir velunnendur blaðsins sendi því hjálp
til að geta staðið skuldlaust fyrir áramót-
in. Margir hafa þegar borgað og sent inn
gjafir til blaðsins og votta eg þeim hér
ineð, og ykkur öllum sem sendið inn fyrir
áramótin, mitt innilegasta hjartans þakk-
læti og bið eg Guð að blessa ríkulega alla
lesendur Stjörnunnar.
Yðar einlæg,
S. Johnson.
Smávegis
Sagt er að 3 miljónir ítala búi í
Argentínu í Suður-Ameríku.
-f -f -f
ítalskar húsmæður verða að skila tóm-
um tinkönnum á sama hátt og konur hér
verða að skila tómum mjólkurflöskum til
mjólkursölumanna. Ástæðan fyrir þessu
er skortur á tini í landinu.
-f + -f
Það er hægt að senda boð yfir 1000
mílur 1 fjarlægð á rúmum klukkutíma
með trumbum innfæddra Afríkumanna.
Hljóðbylgjurnar frá þeim fara 1000 fet á
sekúndu, eða nálægt 21 mílu á hálfri ann-
ari mínútu. . +
Indíánum fjölgar meir en nokkurri
annari þjóð innan Bandaríkjanna, sérstak-
lega á þetta sér stað ineð Navaja kynkvísl-
ina. Árið 1864 voru þeir á svæðinu við
landamerki Arizona, New Mexico, Utah
og Colorado 9,000 að tölu. Nú eru þeir
50 þúsu^idir. Hið afmarkaða landsvæði
þeirra er 16 miljón ekrur. Fjórði hlutinn
af þessu landi er vel fallinn til akuryrkju
og ágætt beitiland. Navaja Indíánar eru
hjarðmenn og vinna mjög lítið að akur-
yrkju. + + +
Prentsmiðja stjórnarinnar í Washing-
ton er hin stærsta í Bandaríkjunum. Hún
er álitin 20 miljón dollara virði. Yfir 7,000
manns hafa vinnu þar og byggingarnar
taka yfir 37 ekrur af landi.
-f -f 4-
Hvergi hafa konur eins mikil réttindi
og í Finnlandi. Þær hafa jafnrétti við
menn. Helmingurinn af finskum tann-
tæknum eru konur, og fjöldi af konum
stunda allskonar lækningar. Skólarnir eru
í höndum kvenna. Þær kenna í barna-
skólum, miðskólum og leikfimisskólum.
Finskar konur hafa haft kosningarétt síð-
an 1906. Finnland hefir fleira kvenfólk í
samanburði við fólksfjölda heldur en flest
önnur lönd.
-f ■+ -f
Vísindamenn segja að hiti eyðileggi
egg. Vilji menn halda þeim sem lengst
óskemdum þá þarf að kæla þau strax
eftir að þau eru lögð og halda þeim köld-
um þar til þeirra er neytt.
-f -f -f
Nú er aðeins tveggja klukkutíma ferð
frá Toronto til New York með loftskipi.
Flugvélar Canada fara nú þessa leið fram
og aftur þrisvar á dag.
-f -f -f
Einungis menn yfir 18 ára aldur hafa
nú rétt til að kaupa tóbak á Frakklandi.
Þeir fá aðeins þrjá pakka á viku, þrjú lóð
af piputóbaki, eða 10 vindla.
-f -f -f
Ameríska Biblíufélagið í New York fékk
nýlega þá stærstu pöntun fyrir útlenzkum
Biblíum, sem það hefir nokkurn tíma feng-
ið. Brezka og útlenda Biblíufélagið í
Lundúnum sendi pöntunina fyrir 1 miljón
guðspjöllum á portúgisku, er sendast eiga
til Brazilíu. Bandaríkin senda líka Biblíur
og Testamenti til striðsfanga í Evrópu.
Stríðið hefir hindrað starf Biblíufélagsins
í Lundúnum, Niðurlanda Biblíufélagsins
og Franska Biblíufélagsins, svo Ameríska
Biblíufélagið verður að taka að sér að
senda Biblíur til viðskiftavina þessara fé-
laga.
-f -f -f
Hrísgrjónauppskera Bandaríkjanna ár-
ið 1940 var 51,924,000 bushel.
-f -f -f
Catherine keisarainna á Rússlandi tók
á móti bændakonu í heimsókn árið 1757.
Ekki er getið um aldur konunnar, en hún
átti 57 börn, sem voru öll á lífi.