Stjarnan - 01.11.1941, Síða 2
90
STJARNAN
hvetja oss til áhuga og trúmensku Hvi-
líkur fögnuður verður það, þegar vér mæt-
um á glersjónum þeim, sem Guð hefir
hjálpað oss að leiða til frelsarans. Getið
þér hugsað yður fögnuð hinna trúföstu
lærisveina Krists, sem ekki gátu yfirgefið
heimili sín, en með bænum sínum og fé-
gjöfum gjörðu það mögulegt að senda
fagnaðarerindið til að frelsa menn og kon-
ur í heiðingjalöndunum.
í Matt. 10:32 lofar Jesús að hver sem
kannast við mig fyrir mönnum, við hann
mun eg kannast fyrir föður mínum á
himnum.” Það er mikið eftirsóttur heiður
í sumum löndum að verða kyntur við hirð
jarðnesks konungs. Þegar jarðneskur
konungur eða keisari veitir viðurkenning
eða heiðurspening fyrir hugrekki eða trú-
mensku, þá er það álitinn merkisatburður.
Vér getum varla ímyndað oss þá dýrð og'
hrifningu, þegar Jesús leiðir sína trúu
fylgjendur fram fyrir föðurinn í viðurvist
allra engla himinsins. Hvílíkur heiður.
Hvil'k verðlaun.
Hin nýja Jerúsalem. Ahraham “vænti
borgar sem fastan grundvöll hefði. Hin
nýja Jerúsalem verður höfuðborg nýju
jarðarinnar. Vér hugsnm ekki eins mik-
ið um þá borg eins og vér ættum að gjöra.
Hugsið yður fegurð strætanna úr hreinu
gulli, eða hliðin úr dýrmætum perlum, og
veggirnir skreyttir dýrmætustu gimstein-
um. Hugsið yður fljót lífsins vatns skært
sem krystall, og lífsins tré með hinum
undraverða ávexti, og blöðin til lækningar
þjóðunum. Jesús segir okkur að hann sé
að tilbúa okkur stað — höll fyrir þig og
mig — ef við reynumst honum trú, já,
miklu fegri höll heldur en nokkuð, sem
þekst hefir í þessum iheimi. Sumir hafa
ágæt heimili hér á jörðunni, ef til vill eru
þau stundum of skrautleg og veita of mikil
þægindi. Má vera menn hugsuðu meira
um heimilið í hinni fögru borg, ef þeir
hefðu ekki eins mikil þægindi hér.
Fátækur Indíáni utan af landi stóð
einu sinni fyrir utan hliðið, sem lá til
hallar landstjórans í einni af stórborgum
Indlands. Hann horfði niður keyrslu-
brautina að hinni reisulegu höll. Maður
sem gekk fram hjá sá að tárin stóðu í
augum hans, svo hann spurði hvers vegna
hann væri að gráta. Hann svaraði: “Eg
bý í litlum moldarkofa, það er aðeins eitt
herbergi, konan mín, börnin og eg etum,
sofum, eldum og þvoum í þessum litla
kofa. En einu sinni heyrði eg trúboðann
segja að Jesús væri að tilbúa stað handa
mér í hinni nýju Jerúsalem. Hann sagði
að heimili mitt þar í borginni yrði miklu
fallegra og skrautlegra heldur en höll
landstjórans hér. Eg skil það ekki, en
eg græt af gleði y.fir því að hugsa um að
kærleikur Guðs og forþénusta Jesú Krists
kemur því til leiðar að ólærður fátækur
Indíáni fær bráðum að búa í skrautlegri
höll í borg Guðs, hinni nýju Jerúsalem.”
Eden heimilið. Oss er sagt að nýja
jörðin muni líkjast heimili því sem Adam
hafði í aldingarðinum Eden áður en synd-
in kom í heiminn og eyðilagði það. Vér
getum ekki vel gjört oss hugmynd um
slíka fegurð. “Auga hefir ekki séð né
eyra heyrt, eða í nokkurs manns hug eða
hjarta komið hvað Guð hefir þeim fyrir-
búið sem hann elslca. Fegurð sú er vér
nú sjáum og dáumst að í náttúrunni hefii'
verið skemd af áhrifum syndarinnar gegn
um þúsundir ára.
Á nýju jörðinni verður alt fagurt útlits.
Jesajas segir enn fremur að vér munum
byggja hús og búa í þeim. Þökkum Guði
fyrir að hann mun þannig uppfylla löngun
mannshjartans eftir að eiga sitt eigið
heimili. “Vér munum planta víngarða og
eta ávexti þeirra,” svo Guð mun sjá oss
fyrir vinnu, og hvílík uppskera það verður,
sem vér fáum úr hinum góða jarðvegi. Þar
verður engin sýki til að hindra gróðurinn,
engin skorkvikindi til að eyðileggja upp-
skeruna. Vér munum ekki vinna fyrir
gýg heldur njóta fullkomlega ávaxtanna af
starfi voru.
Þegar nýja jörðin verður oss gefin þá
hefir syndin verið algjörlega afmáð og
eyðilögð. “Dauðinn mun ekki framar til
vera, hvorki harmur, vein né mæða mun
framar til vera, því hið fyrra er farið.”
Op. 21:4. Hver þráir ekki slíka tilveru?
Enginn dauði, enginn ótti fyrir dauðanum.
Engin vonbrigði d himnnm. Hvorki sorg
né mæða mun framar til vera. Þar verða
engar sviknar vonir, engin brotin loforð,
engin vonbrigði viðvíkjandi óskum og á-
hugamálum vorum. Engar þjáningar,
hvorki andlegar né líkamlegar. ó, hvílík
nákvæiimi og kærleikur af hendi vors
himneska föður er hann þerrar öll tár af