Stjarnan - 01.11.1941, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.11.1941, Blaðsíða 4
92 S TJARNAN fylgja ólifnaði þeirra, og sakir þeirra mun vegi sannleikans verða hallmælt.” 2. Pét. 2,1,2. Vér þurfujn ekki að villast, einkenni spillvirkjanna eru mjög gtögg, svarti lagð- urinn er auðþektur, hann er einmitt þetta: þeir afneita herra sínum, “sem keypti þá.” Gott að spámaðurinn notaði þetta litla orð: “keypti” þá, svo ekki væri hægt að rífast um hvaða “herra” það væri. Það er aðeins einn herra sem gert hefir kröfu til að hafa keypt mennina og, sem boðaður hefir verið þannig öld eftir öld. Honum er nú afneitað af mörgum, og sú afneitunar- kenning læsir sig sem jarðarmaðkur að iífsrótum þjóðar vorrar og vinnur ósleiti- lega með sinni nagandi eiturtönn, þar ti! stofninn mun standa sem ormsmogið, fúið og feyskið skurm, sem reiði réttlætisins mun heimta að “upphöggvið” verði á sín- um tíma. Það mun vissulega koma ein- hver mikil bölvun yfir íslenzku þjóðina, ef hún bætir ekki ráð sitt. Eg þori vel að vera spámaður hennar í þeim efnum. For- ustumenn hennar gefa sig flestir við “kukli” og guðleysiskenningum, afneitun Krists er á háu stigi þar, áhrifin ern víðtæk og “margir” segir Guðs orð, “munu fylgja ólifnaði þeirra.” Þetta er að rætast svo áþreifanlega, að vér hljótum að skelfast við hættuna, sem einnig er spáð á sama stað. Það er sagt, að þeir muni leiða yfir sig og fylgjendur sina “bráða glötun.” “Eins og maðurinn sáir, svo mun hann og uppskera.” Það er hægt að vera rembings- legur á meðan að drottins biðlund bíðúr. Furðið yður, himnar, á þessu og skelf- ist og verið agndofa,” segir drottinn. Því að tvent ilt hefir þjóð mín afhafst. Þeir hafa yfirgefið mig, uppsprettu hins lifandi vatns, til þess að grafa sér brunna, brunna með sprungum, sem ekki halda vatni.” Jer. 2.12,13. Þegar ritningin notar svona ki’öftugt mál eins og greinar þessar byrja með, þá er vissulega um alvarlegt mál að ræða. Jesús er lind “hins lifandi vatns.” Klristnin er í óða önn að yfirgefa þessa lind. sprungnu brunnarnir eru mennirnir, sem afneita “herra sínum, sem keypti þá,” en gefa oss í hans stað sínar saurötuðu grufl- anir, sem ekkert líf og énga svölun veita. Kæru landar! Þið ættuð að þekkja sauðina með svarta lagðinn — merkið — “afneita herra sínum, sem keypti þá.” Varist þá. Guðs orð segir að þeir leiði yfir sig bráða glötun. Trviið því. Sauð- unum, eða mönnunum með svarta lagðinn í jötgar nú óðum og það er sárt að sjá vini sína og kunningja festa sig í þeirra ban- vænu afneitunarsnöru. Engin þjóð í heiminum hefir blómgast eins vel á jafnstuttum tíma og Bandaríkja- þjóðin. Grundvallarlög þeirrar þjóðar eru líka kristileg og réttlát, á meðal þeirrar þjóðar hefir Guðs orð verið flutt hreinna en nokkursstaðar annarstaðar, trúfrelsi ríkt og trúaráhugi verið mikill. Þar hafa byrjað ýmsar siðbætandi hreyfingar svo sem bindindisstarfsemi og fleira. Þessi þjóð hefir líka gert meira á síðustu árum að því að útbreiða guðsríki á jörðu, en nokkur önnur þjóð. En þetta er að breyt- ast og hættan vofir yfir. Nú vill mikill hluti þjóðarinnar fá þvingunarlög í kristn- um efnum. Nú standa menn, sem leiðtog- ar safnaða, er áður boðuðu hinn kross- festa, og prédika fyrir þúsundum og “broad”-kasta um leið sínum hneykslunar- ræðum, sem níðast á friðþægingarkenning- unni, guðdómi Krists, upprisu hans, meyj- arfæðingunni og fl. En apatrú og þróun- arkenning koma í staðinn. Já, aðeins trú, engar sannanir. Hér er nú ofurlítið sýnishorn af horf- unum. “The American Association for the Advancement of Science” hefir nýlega ját- að sína bjargföstu trú á framþróunarkenn- inguna. Formaðurinn, W. H. P. Faunce, kemst svo að orði: “Sjálfsagt er hver einasti kennari i náttúruvísindum við allar hærri menta- stofnanir norðurríkjanna sammála stað- hæfingu vorri, að hver einasti piltur eða stúlka, sem nám hafa stundað við hærri skóla fyrir norðan Mason og Dixon línuna, hafi nú numið þróunarkenninguna í ein- hverri mynd.” Dr. Leuba komst svo að þeirri niður- stöðu efir nákvæmar rannsóknir, að ekki fimti partur þeirra prófessora er kendu sálárfræði, félagsfræði og líffræði við hæstu mentastofnanir Ameríku, tryðu á tilveru Guðs. Ekki full 60 per cent af æskulýð þeim, er próf tekur við þessar háu mentastofnanir trúir á Guð, sem heyri bænir og svari þeim.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.