Stjarnan - 01.07.1942, Qupperneq 2
50
STJARNAN
þeir ver staddir, sem komast í hendur
galdralæknanna. Hið innilega þakklæti
þessa vesalings fólks, er fullkomið endur-
gjald fyrir alla þá sjálfsfórn, sem það
krefur af oss að senda því trúboðslæknir.
í öðrum upplýstari löndum, er fátækt-
in voðaileg og isóttir geysa óhindraðar. í
einu landi þar sem Ifólksfjöldinn er yfir
400 miljónir er sagt að helmingur þjóðar-
innar hafi aldrei haft fullkomna máltíð á
æfi sinni. I einni af borgum þessa lands
er oss sagt að um 30 þúsundir fæðist, lifi
og deyi á götunum, eða undir beru lofti
án þess að hafa svo mikið sem tinplötu
fyrir skýli. í öðrum álíka þcttbygðum
löndum hefir neyðarástand fólksins versn-
að margfalt fyrir miskunnarlausa eyðilegg-
ingu stríðsins, sem stofnað er til af ná-
grannaþjóðum, sem eiga að vera á hærra
menningarstigi. Borgir þeirra eru rændar
og eyðilagðar. Líknarstofnanir eru eyði-
lagðar engu síður en annað. Afleiðingin
af þessu er heimilisleysi, bungursneyð og
drepsóttir. Miljónir manna hafa farist og
skelfingarnar halda áfram.
Þetta voðalega ástand er ekki einungis
í heiðnum löndum, þar sem siðmenning er
á lægra stigi, heldur sjást hinir verstu á-
vextir haturs og öfundar hjá þjóðum sem
hafa stofnað til stríðsins og þó stæra sig
af að þær standi á háu stigi framfara og
siðmenningar. Þekking og fjármunir, sem
hefði mátt nota til framfara í þjónustu
læknisfræðinnar meðal ihinna fátæku og
hjálparlausu, hefir verið notað til að herja
á friðsamar þjóðir og drepa niður varnar-
laust 'fólk, og þannig margfalda mannlegar
þjáningar.
Engin mannvirki, enginn fjársjóður
sýnist of dýrmæltur til að eyðileggja.
Skrautleg guifuskip hlaðin fólki, eða
miljóna virði af gulli eru fyrirvaralaust
send niður á hafsbotninn. Kirkjur, sem
staðið hafa i marga mannsaldra og geyml;
hafa fegurstu listaverk er leitt hafa hugi
manna til hins háleita og heilaga, eru
hafðar að skotspæni eyðileggjandans. Hatur
fyllir hjörtu manna og' eyðileggingin eykst
alt umhverífis. Þörf mannsins, fpemur öllu
öðru, þrátt fyrir siðmenninguna og vís-
indin, er að verða frelsaður frá sjálifum
sér, annars er ihætt við að guðleysi hans
og ágirnd eyðileggi bæði sjálfan hann og
nágranna hans.
Neyðin og þörfin er alstaðar. Hvar
finst bótin við meini mannkynsins? Það
er aðeins einn vegur til að ná í lyk.ilinn,
sem gengur að forðabúrinu, þar sem fæst
lækningin fyrir sorg og neyð jarðarbúa.
Hinn mikli meistari benti á leiðina fyrir
löngu síðan er hann sagði: “Elska skaltu
Drottinn Guð þinn af öllu hjarta, af allri
sálu, af öllum kröftum og öllum huga, og
náunga þinn eins og sjálfan þig.” Lúk.
10:27.
Sannur kærleikur er meðalið, sem get-
ur ráðið bót á öllum erfiðleikum heimsins,
ef aðeins hann er notaður. E. D. Dick.
Umhverfis heiminn með lœknatrúboðanum
Dr. James og kona hans hafa starfað
óþreytandi í Tatsienlu Sikang, Kína, við
landamæri Tíbets. Þau starfa sérstaklega
fyrir frumþjóðirnar, sem búa út um land-
ið. Dr. James sagði mér frá undraverðri
reynslu, sem virtist kraftaverki næst um
það hvernig meðalasending kom til skila.
sem var mjög svo áríðandi fyrir hann að
fá. Ræningjar höfðu ráðist á flutnings-
lestina, en þeir snertu ekki við meðala-
kassanum, og trúfastir Kínverjar höfðu
borið meðalakassann fleiri daga ferð yfir
fjöll og' fyrnindi, þar til þeir loks komust
með hann á trúboðsstöðina rétt þegar
meðalalaust var orðið þar. Dr. James er
sannfærður um að Guð leit eftir því aö
meðölin hvorki skemdust né töpuðust.
i borginni Mukden höfum vér læknastöð.
Þar sá eg biðstofuna fulla af sjúklingum.
Áður en starf vort þar var hindrað hjálp-
aði Dr. Miracle og hjúkrunarfólk hans frá
60 til 90 manns daglega af aðkomandi
sjúklingum auk þeirra, sem láu á sjúkra-
húsinu, sem rúmaði um 60 manns.
Dr. Jóhannes, sem stendur fyrir sjúkra-
húsinu i Gopalganj í Bengal, India, se/ '
frá sjúklingi, sem nýlega kom tii
Hann hafði ákaflegar þjáningar í
Læknarannsókn sýndi að botnlang'
sprunginn. Hann var mjög illa ...
vér tókum burtu botnlangann, sem drep
var komið í, og hreinsuðum burtu gröft-