Stjarnan - 01.07.1942, Síða 14

Stjarnan - 01.07.1942, Síða 14
62 STJARNAN Nágrannar frá öðrum þjóðum Þegar Jeisús var hér á jörðunni bauð hann lærisveinum sínunr að flytja gleði- boðskapinn til allra þjóða, tungumála og fólks. Þetta felur í sér að vér verðum að senda trúboða út til yztu endimarka heims- ins, og einnig að vér verðum að flytja fagnaðarerindi Krists nágrönnum vorum, sem hafa komið hingað frá ýmsum lönd- um heimsins. Miljónir manna, sem tala mörg tungu- mál og hafa útlenda siði hafa komið hing- að og stofnað iheimili sín út um öll héruð lands vors. Börn þeirra og barnabörn munu vera með til þess að ákveða fram- tíð lands vors og þjóðar. Á þessum skelfingartimum eru þúsund- ir manna meðal þessara ýmsu þjóða, sem þrá sannleikann og leita hans. Daglegir atburðir og ástand manna í heiminum, vekur alvarlega hugsun hjá fólki og leiðir það til að rannsaka Guðs orð til að finna Ijós og leiðbeiningu. Það er vissulega Guðs forsjón, sem héfir hagað því þannig að menn og konur frá þessum ýmsu þjóðum hafa komið hingað til vor- Þetta fólk hefir rétt til að öðlast hlutdeild í þeirri blessun og tryggingu sem fagnaðarerindið veitir. Sú skylda hvílir á öllum kristnum mönnum að sýna vináttu og bróðurhug, bæði í tímanlegum og andlegum efnum, þessum aðkomnu nágrönnum vorum. Það er alment viðurkent af þteim, sem starfa meðal þessa fólks af ýmsu þjóð- erni í Bandaríkjunum og Canada að það ber góðan árangur. Þetta starf var lengi vanrækt en nú eru mörg tækifæri til að ryðja því braut. Kirkjudeild vor starfar á yfir 20 tungu- málum meðal þessara miljóna sem útlenda tungu tala í Norður-Ameríku, að meðtöld- um nokkrum málum sem töluð eru meðal Indíána. Prédikarar flytja gleðihoðskapinn á mörgum málum. Bókasölumenn og Biblíu- kennarar heimsækja fólk á heimilunum og hjálpa því bæði andlega og líkamlega. Meðlimir Dorcasfélaganna hafa gjört mikið til að hjálpa veikum og fátækum. Vér hvetjum yður til að styðja starf það, sem gjört er til að leiða innflytjend- ur til Krists og hjálpa þeim til að verða góðir borgarar lands vors og undirbúa sig til að verða erfingjar Guðs eilífa rikis. Louis Halswick. Undirbúningur lœknatrúboða Meðal hinna 150 læknastofnana Sjö- unda dags Aðventista er einn trúboðs læknaskóli. Það er ekki aðeins skóli, heldur er unnið að lækningum bæði í Sanitaríum, sjúkrahúsum og lyfsöluhúsum. Yfir 25 þúsundir manna skifta við lyfsölu- húsið á ári hverju, og þar að auki eru fleiri þúsundir, sem fá hjálp á Sanitarium og sjúkrahúss deildinni. Skólinn hefir um 500 nemendur á ári, sem læra læknisfræði, hjúkrnn, næringargildi fæðutegunda, nudd- lækningar og rannsóknar vísindi. Stofnunin er í tveimur deildum, Lóma Linda deild og Los Angeles deild. f Lóma Linda taka nemendur fyrstu tvö árin í læknisfræði. Þar er einnig kend hjúkr- unarfræði og næringargildi fæðuefna. Læknadeild skólans í Loma Linda Sani- taríum veitir líka læknishjálp í lítilli lyfja- búð, sem þar er ihanda þeim, sem ekki hafa efni á að hafa prívat læknir. Hér um hil 6,500 manns njóta hjálpar þar árlega. f Los Angeles deildinni taka nemendur tvö síðari árin aif læknisfræði. Þar er líka fullkominn skóli fyrir hjúkrunarfólk, Trúboðsskólinn í Lacombe, Alberta.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.