Stjarnan - 01.03.1945, Síða 1
s: MARZ 194 5 A1 RNAN LUNDAR, MAN.
O, hvílíkur kærleikur
“Það er sannur lærdómur og í alla staði
viðtöku maklegur að Jesús Kristur er kom-
inn í heiminn til að frelsa synduga menn.”
ITím. 1:15.
Laun syndarinnar er dauði, en Guð elsk-
aði hið fallna mannkyn svo mikið að hann
gaf sinn eingetinn son til að líða hegningu
syndarinnar, dauðann, svo maðurinn þyrfti
ekkiiað glatast. Jesús, sem er-geisli Föðurs-
ins dýrðar og ímynd ihans veru var fús til
að gefa sjálfan sig sem syndafórn fyrir
uppreisnarmennina. Eftir að hann með
dauða sínum hafði hreinsað oss frá synd-
unum, settist hann til hægri hliðar guðlegri
hátígn á hæðum.
Guð gaf okkur soninn og vér vorum ekki
sviftir þeirri gjöf þegar Jesús fór til himna,
hann er Drottinn vor og Frelsari. Hann
er talsmaður og æðsti prestur vor, sem án
afláts talar máli voru og biður fyrir oss.
Hann hefir gefið oss sitt orð oss til leið-
beiningar, iog sín óbrigðulu fyrirheit oss
til hjálpar og hughreystingar. G.uð hefir
gjört fyrir oss alt sem vér þurfum til þess
vér gætum lifað hamingjusömu lífi, fyltir
óútmálanlegum og dýrðlegum fögnuði hér,
og haift örugga fullvissu um hlutdeild í
arfleifð heilagra í ljósinu þegar Jesús kem-
ur. Verða þá allir hólpnir? kann einhver að
sPYrja. Sáluhjálpin sem Jesús hefir afrekað
og öllum er framboðin er skilyrði bundin,
svo það er undir mönnunum sjálfum komið
hvort þeir verða hólpnir eða ekki. Þeir
sem ekki meðtaka gjöfina, þeir sem ekki
mæta arftökuskilyrðunum geta ekki öðlast
arfinn, þeir sem ihafna Guðs ráðstöfun þeim
til frelsunar verða ekki hólpnir.
Skilyrði fyrir eilífu lífi er lifandi trú á
Jesúm Krist, sem Guðs son og sitaðgöngu-
manns syndarans. Hann dó fyrir vorar
syndir og reis upp til réttlætingar öllum
þeim, sem á hann trúa. En trúin verður
að vera lifandi og sýna sig í verkinu, í
daglegri hlýðni við Guðs vilja í stöðugri
viðleitni til að feta í Jesú fótspor og líkj-
ast honum í hugarfari og líferni.
Þegar vér í sannleika meðtökum Jesúm
oss til sáluhj álpar :þá verður það vort aðal
áhugamál, jó, vort eina áhugamál að kunn-
gjöra kærleika hans sem kallaði oss frá
myrkrinu til síns aðdáanlega ljóss. Þá mun-
um vér hlýða áminningu postulans er hann
segir: “Hvort heldur þér etið eða drekkið,
eða hvað ihelst þér gjörið þá gjörið það alt
Guði til dýrðar.” lKor. 10:31.
Kæri vin, sem les þessar línur, hefir þú
meðtekið Jesúm og lifir í stöðugu sam-
félagi við hann? Er það hans andi, sem
stjórnar hugsunum þínum og orðum þegar
þú talar um náungann? Eru viðræður þín-
ar við nágranna og vini þess efnis að
Jesús geti hlustað á þær með velþóknun?
Hugsar þú um hvað Drotni er þóknanlegt
í viðskiptum þínum við aðra?
Jesús kom “til að frelsa sitt fólk frá
þess syndum”, frelsa það frá að brjóta
Guðs boðorð. Hefir hann náð tilgangi sínum
með þig? “í dag, meðan þér heyrið hans
raust þá forherðið ekki hjörtu yðar.”
“I dag er dýrmæt tíð, í dag er náð að fá”.
Leitið Drottins með iðrun og trú í dag, það
getur orðið of seint á morgun.
S. J.