Stjarnan - 01.03.1945, Qupperneq 3

Stjarnan - 01.03.1945, Qupperneq 3
Ö T J A R N A N 19 ai' Guð trúmensku og áhuga fjölda leik- nianna, sem starfa endurgjaldslaust meðal nágranna sinna. 1 öðru ríki í Suður-Mexico var einn af trúbræðrum vorum svo hamingjusamur og glaður yfir því að hafa meðtekið frelsar- ann, að hann ásetti sér að leiða aðra til hans. Árangurinn varð sá að þessi tvö síðastliðnu ár hefir hann stofnað fjóra hvíldardagaskóla með 120 nemendum. Ný- lega þegar hann heimsótti þorp þar sem ibúarnir voru mjög æstir á móti honum reyndu menn að svifta hann lífi. Hann var a gangi með blaðaveski sitt undir hend- inni þegar tveir menn réðust á hann. Annar þeirra ætlaði að stinga hann með löngum hníf, en til allrar bamingju var það þeim megin, sem blaðaveskið var. Hnífurinn fór gegn um blöðin og hálfa leið gegn um Biblíuna. Þegar fólkið heyrði hve dásam- legahann hefði verið varðveittur frá dauða, varð það svo hrifið og vildi fá að heyra boðskap þann er hann flutti. Annar auðmjúkur Mecican bróðir hefir starfað óþreytandi þótt honum hafi verið hótað hörðu og jafnvel verið skotið á hann af mönnurn sem óvin-urinn hafði af- vegaleitt. Þessi bróðir hefir undirbúið und- ir skírn 208 manns, 125 í einum stað, 51 á öðrum, og 32 í hinum þriðja. Alt þetta fólk hefir nýlega verið skírt og gengið í söfnuð. í einu landi Mið-Ameríku þar sem fólkið var mjög æst á móti Guðs orði fór inn- fæddur maður að prédika fyrir löndum sínum. Aftur og aftur var ráðist á sam- komustaðinn með grjótkasti. Loks kom stór hópur af skríl með háttstandandi borgar- búa í broddi fylkingar. Þeir ruddust inn í samkomusalinn, slöktu ljósin, byltu um bekkjunum og brutu þá og hrópuðu: “Nið- ur með Aðventista.” Það voru tvískiptar skoðanir manna í þessari borg. Margir fyitu flokk skrílsins, en aðrir þráðu að heyra meira af Guðs orði. Þriðja kvöldið sem árásin var gjörð á samkomuhúsið kom skyndiboð ffrá konu foringjans um það að húsið þeirra hristist svo mikið að það væri ómögulegt að haldast við í því. Maðurinn varð reiður mjög, sagði ríkiskirkjuprestin- um að Aðventista villutrúarmennirnir væru orsök í hristingi hússins, og bað hann prestinn koma og blessa heimili sitt og losa það við hin illu áhrif. Hann borg- aði prestinum 5 dollara fyrir, og húsið hélt áfram að hristast eftir sem áður. Þetta var í ágúst 1943 og samkvæmt skýrslum, 'sem vér fengum í febrúar 1944 þá hélt það áfram að íhristast, og það var eina húsið i borginni, sem hristist. Þetta atvik hefir leitt til andlegrar vakningar í borginni. Margir í héraðinu umhverfis hafa meðtek- ið Guðs orð og áhugi fyrir því hefir vaknað hjá mörgum fleiri. Bókin talar. 1 Venezuela fann kona nokkur í rusla- haug eina af litlu bókunum okkar, það var fyrir 17 árum síðan. Hún las hana aftur og aftur, og langaði til að fá meiri þekkingu á málefninu, en af því ystu blöðin vantaði á bókina, þá gat hún ekki vitað hverjir útgefendurnir væru til að senda eftir meiru. Fyrir skömmu síðan dreymdi hana að kona kom að dyrum hennar með sams- konar bók og hún hafði fundið mörgum árum áður. Morguninn eftir kom ein af trúsystrum vor.um, sem bjó í sömu borg, með samskonar bók og konan hafði. “Ó, þetta er bókin, sem eg hefi verið að bíða eftir í öll þessi ár,” sagði konan hrifin þegar hún sá bókina. Hún tók með gleði móti fagnaðarboðskapnum, og fjölskylda hennar hafir einnig fengið áhuga fyrir Guðs orði. Þannig er það að sendiboðar Guðs finna.hin einlægu börn hans. í einu af lýðveldum Mið-Ameríku var kaþólsk kona, sem átti myndastyttu af Maríu mey, sem hún tilbað á hverjum degi. Einn dag meðan hún bað, leit hún upp á myndastyttuna, en sá hana ekki. I stað hennar var þar opin bók, Biblía, og á blaðsíðunni þar sem hún var opin stóðu þessi orð með skínandi letri: “Hann skaltu láta heita Jesús því hann mun frelsa sitt fólk frá þess syndum”. Hún varð svo hrifin af þessu, að litlu seinna þegar bóksölumaður kom, keypti hún strax Biblíu og pantaði árgang af spánska blaðinu “E1 Sentinela”, þessi kona sameinaðist söfnuði vorum litlu seinna. Blindi prédikarinn. Fyrir hér um bil 10 árum síðan varð maður í San Jose, Costa Rica, fyrir slysi, sem hafði þær afleiðingar að hann smám-

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.