Stjarnan - 01.03.1945, Page 4
20
STJARNAN
saman misti sjónina. Bestu læknar voru
fengnir fyrir hann, en alt árangurslaust.
Maður iþessi hét C'halo Gonzalez. Allar
eigur hans fóru í læknakostnað. Hann
misti kjarkinn og ásetti sér að enda líf
sitt svo hann yrði ekki konu sinni og
börnum til byrði. Einn dag lét hann litla
drenginn sinn leiða sig yfir að járnbrautar-
teinunum, svo fékk hann honum peninga
til að fara með í búðina og kaupa eitthvað
fyrir sig. Á meðan beið hann eftir lestinni,
sem hann ætlaði að láta renna yfir sig, þá
kom gamall kunningi hans, sem nýlega
hafði orðið Aðventisti, hann fór strax að
segja iblinda manninum frá frelsaranum og
kærleika hans til vor. Meðan þeir voru að
tala saman fór lestin framhjá, svo líf hans
var frelsað þennan daginn. En hann ætl-
aði að framkvæma áform sitt daginn eftir.
En aftur kom trúbróðir vor þangað á sama
tíma og hélt áfram að segja blinda mann-
inum frá hinum dýrmætu fyrirheitum
Guðs orðs, þeir mættu þarna dag eftir dag
þar til loksins ljós fagnaðarerindisins náði
að skína inn í sál blinda mannsins. Hann
varð áhugasamur lærisveinn Krists og er
nú einn af áhrifamestu leikprédikurum
vorum í Costa Rica.
Bróðir Gonzalez er myndarlegur maður
og ihefir ágætan framburð er hann pré-
dikar. Þótt hann aldrei hafi séð Biblíu, þá
hefir hann lært hinn dýrðlega boðskap
sáluhjálparinnar gegnum konu sína og
börn, sem lesa fyrir hann. Guð hefir notað
hann til að stofna fleiri söfnuði. Eg hafði
tækifæri til að vera á samkomu hjá hon-
um einn hvíldardag er hann sagði frá
reynslu sinni og varð eg djúpt snortinn af
að heyra hann. Hann tilfærir stundum alt
að 50 texta úr Biblíunni og fer alveg orð-
rétt með þá. Stundum ferðast hann alla
nóttina á hestbaki og lætur börnin fylgja
sér til þess daginn eftir að mæta söfnuðum
sem hann hefir reist upp. Óvinurinn hefir
oft reynt að svifta þennan blinda prédik-
ara lífinu, en englar Guðs hafa ætíð varð-
veitt hann.
Hugrökk skólastúlka.
Guð notar jafnvel börnin til að fram-
kvæma dásemdarverk sín. Eg ætla að segja
ykkur frá Olympíu, sem býr í Guatemala.
Hún er aðeins 12 ára gömul. Vér munum
ekki vænta mikils af henni. Hún var skírð
samtímis og móðir hennar, og rétt á eftir
mætti hún reynslu, sem sýndi hvað ein-
læglega hún hlýddi Guðs orði. í Guatemala
ganga börnin á skóla sex daga vikunnar
og þá auðvitað líka á hvíldardaginn, nema
þegar stjórnin skipar fyrir sérstakan helgi-
dag eða kirkjan hefir hátíð fyrir einhvern
dýrðlinginn. Olympía bað um frí á hvdld-
ardögum en kennarinn sagði henni í viður-
vist allra nemendanna í hennar bekk að
hvíldardagsíhald væri vitleysa, skólinn
héldi áfram eins og vant var og Olympía
yrði að koma eins og öll hin börnin. Nú
varð litla sítúlkan að taka mikilsverða á-
kvörðun. Næsta hvíldardag var sæti henn-
ar autt en 'hún var á hvíldardaga skólanum.
Mánudagsmorguninn á eftir kallaði kenn-
arinn hana fyrir sig og spurði hvers vegna
hún hefði ekki komið á skólann. Hún
skýrði frá að það hefði verið hvíldardagur
Drottins og hún yrði að halda hann heil-
agan. “Hvers vegna verður þú að halda
hvíldardaginn heilagann?” spurði kennar-
inn, og öll börnin hlustuðu á með eftir-
tekt. “Af því Jesús var Sjöunda dags Að-
ventisti, og mig langar til að líkjast hon-
um svo eg verð líka að vera Sjöunda dags
Aðventisti”, sagði Olympía. Svo sagði hún
kennaranum og börnunum hvers vegna
Aðventistar halda hvíldardaginn. Hún
sagði þeim líka um endurkomu Krists. Svo
sagði kennarinn henni að hún mætti ekki
vera burtu annan laugardag, því þá yrði
henni hegnt, en sæti hennar í skólanum
var autt næsta hvíldardag.
Mánudaginn á eftir skipaði kennarinn
henni að standa hreifingarlaus frammi fyr-
ir öllum skólasystkinum sínum frá klukk-
an 8 til klukkan 10. Þetta var erfitt, sér-
staklega vegna þess að skólasystkinin hlógu
að henni og gjörðu gys að henni. Hún
tók því rólega og kvartaði ekki. Mátti hún
ekki búast við þessu? Hafði ekki Jesús
sjálfur orðið að líða? hugsaði hún með
sér. Vifcu eftir viku fór Olympía á hvíldar-
daga skólann og stóð svo tvo klukkutíma
til aðhlægis frammi fyrir skólasystkinum
sínum á mánudögum. Eftir nokkurn tíma
fór kennarinn að veita því eftirtekt hvað
Olympía litla var góð stúlka og hvað hún
var viljug og áreiðanleg með allar skyldur
sínar á skólanum.