Stjarnan - 01.08.1945, Síða 2

Stjarnan - 01.08.1945, Síða 2
58 STJARNAN fremur, þegar lögfræðingur einn spurði Jesúm hvert væri hið æðsta og helsta boð- orð, svraði hann: “Þú skalt elska Drott- inn Guð þinn af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum huga þínum. Þetta er hið mikla og fyrsta boðorð, en hið annað er líkt. Elska skaltu náunga þinn, sem sjálfan þig. Á þessum tveimur boðorðum tayggist alt lögmálið og spá- mennirnir.” Matt. 22:36—40. Þannig sýndi Jesús að aðalefnið í öllum boðorðunum er kærleikur, elska til Guðs og manna. Sá, sem elskar Guð heldur nátt- úrlega öll fjögur fyrstu boðorðin, og sá, sem elskar meðbræður sína finnur það létt að hlýða þeim boðorðum, sem ákveða afstöðu hans gagnvart öðrum mönnum. Sá, sem elskar foreldra sína, heiðrar og virðir þá. Sá, sem elskar nágranna sína mun hvorki gjöra þeim líkamlegan áverka, van- virða þá, stela frá þeim eða tala illa um þá, heldur ekki girnast eigur þeirra. Sá, sem í sannleika elskar Guð mun ekki hafa neina tilhneigingu til að hafa aðra guði, tilbiðja líkneski né leggja Guðs nafn við hégóma. Og hann hefir innilega gleði af því að halda Guðs heilaga hvíldardag. Jesús sýndi ljóslega að Guðs lögmál er kærleikur eins og hann sjálfur er kær- leikur. Sá, sem lifir í samræmi við grund- vallar reglur kærleikans mun einnig lifa í samræmi við kærleikans lögmál. Enginn má draga sjálfan sig á tálar við- víkjandi eðli Guðs boðorða. Grundvallar atriði þeirra eru eilíf, og ef þau voru nokkurn tíma bindandi fyrir menn þá eru þau og verða það ávalt. Ef það var nokkurn tíma synd að drepa, stela, ljúga og girn- ast, brúka Guðs nafn gálauslega og van- helga það, sem honum er helgað, þá er það synd ennþá og verður synd framvegis. Enginn maður eða menn geta numið kær leika og réttlæti úr lögum, þess vegna getur heldur enginn maður afnumið eitt einasta af Guðs heilögu boðorðum. Rétt verður altaf rétt og rangt verður altaf rangt. Guðs lögmál er eilíft og óumbreyt- anlegt. Það er jafnt í fullu gildi nú eins og þegar það var gefið í fyrstu. Sálmaskáldið segir: “Verkin hans handa eru sannleiki og réttindi. Réttsýn eru öll hans boðorð, þau eru óbifanleg um aldur og eilífð, gjörð með sannleika og einlægni.” “Réttvísi þinna skipana er eilíf.” “Fyrir löngu síðan vissi eg það um þín réttindi að þú hefir þau eilíflega grundvallað.” “Alt þitt orð er sannleiki, og að eilífu vara allir þínir réttlátu dómar.” Sálm. 111:7.8. Sálm. 119:144.152.160. Ef Guðs lögmál ætti nokkurn tíma að vera umbreytt eða afnumið, þá yrði að vera einhver ástæða fyrir því. Og hvaða ástæðu væri hægt að tilfæra? Viðvíkjandi lögmáli Guðs lesum vér: “Drottins lög eru fullkomin og endurnæra sálina. Drott- ins vftnisburður er áreiðanlegur, hann gjörir hinn fávísa hygginn Drottins boð- orð eru rétt, þau gleðja hjartað. Drottins skipun er ljós, hún upplýsir augun. Drott- in dómar eru sannleiki, þeir eru allir saman réttvísir. Þeir eru dýrmætari en gull, já, heldur en hið skýrasta gull, og sætari en hunang og hunangseimur, þeir bentu þínum þjóni, sá sem þá varðveitir hefir mikil laun.” Sálm. 19:7.11. Hver mundi óska að afnema slíkt lög- mál? Davíð segir um það: “Hversu mjög elska eg þitt lögmál. Það er mitt dag- legt umhugsunarefni. Þín boðorð gjöra mig hygnari en mínir óvinir eru.” “Láttu mig ekki villast frá þínum boðorðum.” Sálm. 119.97.98.10. Salómon segir: “Son minn, gleym ekki mínum lærdómi. Þitt hjarta varðveiti mín boðorð þau munu auka þér langlífisár, og frið.” Orðskv. 3:1.2. Jesajas sjámaður flutti Guðsorð viðvíkj- andi lögmáli hans: “Bitt þú saman vitnis- burðinn og innsigla lærdóminn í viður- vist minna lærisveina.” Gætið lærdómsins og vitnisburðarins. Ef þeir tala ekki sam- kvæmt honum, þá vitið að fólkið hefir enga birtu.” Jes. 8:16.20. “Á því vitum vér að vér þekkjum hann, ef vér varðveitum hans orð. Hver sem segir eg þekki hann og varðveitir ekki hans boðorð, er lygari og í slíkum er ekki sann- leikur.” lJóh. 2:3.4. Jakob postuli segir: “Ef þér gjörið fulln- ustu því konunglega boðorði samkvæmt Ritningunni: “Elska skaltu náunga þinn, sem sjálfan þig”, þá gjörið þér vel, en ef þér farið í manngreinarálit þá drýgið þér synd og lögmálið færir yður heim sanninn að þér séuð yfirtroðslumenn. Því þó ein- hver héldi alt lögmálið, ef hann verður brotlegur í einu boðorði þá er hann orð-

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.