Stjarnan - 01.10.1946, Side 8

Stjarnan - 01.10.1946, Side 8
80 STJARNAN STJARNAN Authorized as second class mail, Post Office Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ontaxio. Ritstjórn og afgreiðslu annast: MISS S. JOHNSON, Lundar^ Man, Can. hefði pantað bækur hjá. Bókasölumaður- inn kvaðst vera sá sem hann leitaði að, en hann fyndi ekki lykilinn, svo hann ætlaði að ná í húsbóndann. Hann reyndi það en hepnaðist ekki að vekja hann, svo hann snéri aftur til dyra við svo búið og bað manninn mæta sér á vagnstöðinni klukkan hálf sex um morguninn. Kaupmaður svar- aði að hann gæti ekki sofnað fyr en hann fengi bækurnar og bað því bóksalann að fara upp á flata þakið og láta bækurnar eina eftir aðra detta niður til hans. Pilt- urinn fór upp á þakið. Þá var glaða tungl- skin og þess vegna vel bjart. Hann fann snæri, batt saman ibækurnar og rendi þeim niður vegginn, sá sem niðri var tók á rnóti þeim opnum örmum, svo festi hann pen- ingana í snærið og bókasölumaðurinn dró þá upp. Það eru margir í Perú og öðrum ríkjum Suður Ameríku, sem bíða með þrá og löngun eftir að heyra fagnaðarboðskap frelsisins. C. O. G. Nákvæm rannsókn hefir sýnt að fæðu- tegundir sem hafa verið frystar á stutt- um tíma hafa meira næringargildi heldur en fæða sem geymd er á annan hátt. Mat- vara sem geymd er frosin þarf minni suðu heldur en sú nýja af sömu tegund, og hefir því hér um bil sama næringargiidi eins og fersk-soðin. + ♦ ♦ Drykkjuskapar venjur 400 fanga í Clin- ton fangelsinu í New York voru rannsak- aðar, og kom það þá í ljós að einn af hundraði hafði fyrst bragðað áfengi á aldrinum milli 5 og 9 ára, 61 hundruðustu frá 10. til 19. árs, 31 af hundaði á aldrinum milli 20 og 29 ára, 6 hundruðustu frá 30 til 39, en aðeins einn af hundraði eftir 40 ára aldur. Mamma veit hvað bezt et Drengirnir 1 þorpinu höfðu sundlaug skamt ifrá ánni, en þeim var alvarlega bannað að synda í 'ánni, því nokkrum árum áður hafði fólk drukknað, sem synti þar. Einn idag þegar hiti var mikill, stakk fyrirliði drengjanna upp á að þeir skyldu fara að synda. Þeir stefndu allir að sund- lauginni, en nú sagði formaður þeirra: “Við skulum fara og synda í ánni.” “Eg fer ekki þangað; mamma hefrr bannað mér það,“ svaraði Frank. Þá sagði hinn, með fyrirlitningu: “Frank er huglaus, hann hangir ennþá í svuntu móður sinnar.” Frank geðjaðist ekki vel að þessu, en hann var vanur að hlýða móður sinni svo hann sagði: “Mamma veit hvað best er og eg fer ekki út í ána.” Frank fór með minni dreng- junum í sundlaugina en 'hinir fóru út í ána, og hvað heldur þú hafi komið fyrir? Þeir bara skemtu sér vel og enginn þeirra druk- naði. Stærri drengirnir fóru nú út í ána dag eftir idag án þess að láta foreldra sína vita það, en Frank fór með yngri drengjunum í sundlaugina. Þeir héldu áfram að stríða honum, en hannsvaraði einungis: “Mamma veit hvað best er.” * En svo einn daginn kom nokkuð fyrir, það var síðari hluta sumars þegar sund- tímaibilið var nærri liðið, þá var jarðarför í þorpinu. Ókunnur maður sem spurði hvað um væri að vera frétti þá að þó öllum drengjunum hefði verið bannað að synda í ánni þá hefðu þeir eldri gjört það langan tíma, og nú hafði einn þeirra druknað. Móð- ir látna drengsins sagði: “Eg vildi hann :hefði hlýtt mér, eg vissi ekki að þeir fóru út í þessa hættu.” Eftir þetta var Frank aldrei strítt með Iþví að kalla hann hug- leysingja. Einu sinni var móðir George Washing- tons spurð hvernig hún hefði getað alið upp slíkan fyrirmyndar mann, svaraði hún: “Eg kendi honum að hlýða.” 1 fyrra alheimsstríðinu mistu 17 þús- undir manna lim eða limi. Á sama tímabili voru 120 þúsundir manna sem mistu limi af slysum heima fyrir. Það er líka sorg- lega alvarlegt að 350 þúsundir í Banda- ríkjunum verða árlega fyrir slysum svo þeir verða ekki vinnufærir aftur.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.