Stjarnan - 01.06.1947, Blaðsíða 1
Vitnisburður Krists um sjálfan sig
Jesús vissi hann var Guðs sonur. Hann
gjörði kröfu til þess beinlínis og óbeinlínis
°g leyfði öðrum að ávarpa hann þannig.
Þetta er aðalatriðið í Jesú trú, sem menn
verða að viðurkenna til þess að geta notið
’hinnar undraverðu blessunar, sem Jesús
frambýður mönnunum.
Nathanael getur spurt: “Getur nokkuð
gott komið frá Nazaret?” og Nikódemus:
‘‘Hvernig má þetta verða?” Gyðingar geta
spurt: “Hvernig þekkir þessi Ritningarnar
þar eð hann þó ekki hefir lært?” Almúginn
getur undrandi sagt: “Hvaðan hefir þessi
maður slíka speki og kraftaverka gáfu? Er
hann ekki sonur smiðsins,” En framtíðar
°g frelsisvon hvers einasta manns er komin
undir svari hans upp á spurningu Krists:
‘>En hvern hyggið þér mig vera?” Það er
alveg óskiljanlegt, að eftir að heyra vitnis-
burð Krists um sjálfan sig og sjá áhrif lífs
hans og kenninga gegnum tvö þúsund ár,
að nokkur maður skuli hika við að táka
undir með Pétri og segja: “Þú ert Kristur,
sonur hins lifanda Guðs.” Matt. 16:15.16.
En þrátt fyrir þetta hafa verið skiftar
skoðanir um guðdóm Krists alt í gegnum
sögu kristninnar, frá postulanna ’dögum,
alt til vorra tíma. Þeir, sem ekki kannast
við guðdóm hans, hika þó ekki við að viður-
kenna hann sem hinn-eina fullkomna mann
í þessum heimi. Þeir athuga ekki, að með
þessu koma þeir í beina mótsögn við sjálfa
sig. Hvernig gat Kristur verið fullkominn,
góður maður, ef hann var ekki það, sem
hann sagðist vera? Annaðhvort er Jesús
það sem hann sagðist vera, eða hann er
stærsti svikari heimsins. Það er ómögulegt
að aðskilja Krist og kristindóminn, en það
er mögulegt að sundra kirkjunni með því
að grafa grundvöllinn undan trú manna á
vitnisburð Krists um sjálfan sig. Kristin-
dómur nútímans hefir verið veiktur og að
mestu leyti mist kraft sinn og áhrif vegna
þess að menn efast um guðdóm Krists.
Páll postuli segir: “Enginn getur annan
grundvöll lagt heldur en þann, sem lagður
er sem er Jesús Kristur.” I. Kor. 3:11. “Þér
eruð 'heldur ekki lengur gestir og framandi
heldur meðborgarar hinna heilögu og
heimamenn Guðs. Bygðir yfir grundvelli
postulanna og spámannanna, hvers horn-
steinn Jesús Kristur er.” Efes. 2:19, 20.
Guðdómur Krists er hornsteinninn und-
ir kristinni trú. Postularnir prédikuðu
hann út um alt. Þeir höfðu næga sönnun
fyrir framburði sínum 1 vitnisburði Krists
um sjálfan sig. Nú skulum vér athuga
þennan vitnisburð.
Jesús skildi guðdómlega köllun sína
áður en hann byrjaði opinbert sitarf sitt.
Strax er hann í skírninni var vígður til
starís síns, heyrði hann raust frá himni,
er sagði: “Þú ert Sonur minn elskulegur,
á þér hefi eg velþóknun.” Lúk. 3:22. Þessi
orð hafa án efa staðfest þá sannfæringu í
huga Krists að hann var Guðs sonur kom-
inn í heiminn til að uppfylla spádómana-
um komu hans, sem var með Guði áður en
heimurinn var skapaður; hann, sem átti að
endurleysa menn frá þrældómi syndarinn-
ar. Rétt eftir að hafa heyrt raustina frá
himni var hans freistað til að efast um
Guðs orð, að hann væri Guðs sonur, því
Satan kom tvisvar með: “Ef þú ert Guðs
sonur.” Matt. 4:3. 6.
Með djörfung og krafti kendi Jesús lær-
dóminn um Guðs ríki. Þegar hann hafði
lokið fyrstu ræðu sinni þá “undraðist lýð-