Stjarnan - 01.06.1947, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.06.1947, Blaðsíða 2
50 STJARNAN urinn kenningu hans, því hann kendi eins og sá, sem vald hafði, en ekki eins og hinir skriftlærðu.” Matt. 7:28.29. Snemma í starfi sínu byrjaði hann að tala um sjálfan sig sem mannsins son, án efa í sambandi við spádóm Jesajasar, um að Guð mundi birtast í mannlegu holdi. Jes. 7:14 og Mika 5:2. Guðdómurinn skein í gegnum mann- dóminn, þegar Jesús sagði til hins lima- fallssjúka: “Sonur, syndir þínar eru fyrir- gefnar.” Og þegar Farísearnir komu með, að enginn getur fyrirgefið syndir nema Guð einn, þá sýndi hann þeim hver hann var, og að hann hafði vald til að fyrirgefa syndir með því að segja til hins limafal'ls- sjúka: “Statt upp, tak sæng þína og gakk heim til þín.” Sjá Mark. 2:1-12. Kristur vissi hann var að uppfylla spá- dómana. Vér sjáum það rétt frá byrjun starfs hans. Þegar hann hafði lesið Jes. 61:1, í samkunduhúsinu fyrsta hvíldardaginn, sem Nýja Testamentið getur um að hann hafi komið þangað eftir skírn sína, þá segir hann: “I dag hefir þessi Ritning ræzt fyrir yðrum eyrum.” Lúk. 4:21. Þegar hann nálg- aðist dauða sinn, talaði hann ákveðnar um þetta. Þó það kæmi óvænt fyrir lærisvein- ana þegar hann var handtekinn og líflátinn, þá kom það honum ekki á óvart. Hann hafði frá því fyrsta undirbúið þá undir það, sem varð að koma fram. Þánnig lesum vér að hann sagði: “Eins og Jónas var í hval- fiskjarins kviði í þrjá daga og þrjár nætur, iþannig mun og mannsins sonur vera þrjá daga og þrjár nætur í fylgsnum jarðar.” Matt. 12:40. “Eftir þetta tók Jesús að auglýsa læri- sveinum sínum að sér bæri að fara til Jerú- salem og líða margt af öldungunum, presta- höfðingjunum, og þeim skriftlærðu, líka líflátinn að verða og upprísa á þriðja degi.” Matt 16:21. Sjá einnig Mark. 8:31 og Lúk. 9:22. Þegar þeir voru í Galíleu sagði Jesús við þá: “Mannsins sonur mun á manna vald framseldur verða, og þeir munu taka hann af lífi, en á þriðja degi mun hann upprísa.” Matt. 17:22.23. “Síðan fór Jesús til Jerúsalem, þá tók hann þá tólk lærisveina afsíðis á leiðinni og sagði við þá: “Nú förum vér til Jerúsalem og þar mun mannsins sonur framseldur verða höfuðprestunum og hinum skrift- lærðu, þeir munu hann til dauða dæma og framselja hann heiðingjum svo þeir hæði hann, húðstrýki og krossfesti, en á þriðja degi mun hann upprísa.” Matt. 20:17-19. Jesús hafði fullkomna þekking á þeirri reynslu, sem fyrir honum lá. “Mannsins sonur mun að sönnu láta líf sitt, eins og því er spáð fyrir honum.” Matt. 26:24. “Því eg segi yður að nú hlýtur að rætast á mér það, sem skrifað er: Meðal illvirkja er hann talinn, og það sem um mig er spáð mun nú rætást.” Lúk. 22:37. Eftir upprisuna vitnaði Jesús í lögmál Móses, spámennina og sálmana, að alt hefði ræzt, sem um hann var ritað. Sjá 24:44-48. Fyrsta frásagan, sem vér höfum um að Jesús var ávarpaður sem Guðs sonur, var þegar hinir djöfulóðu mættu honum og sögðu: “Hvað höfum vér og þú, Guðs son, saman að sælda?” Matt. 8:29. í annað skifti féllu þeir fram fyrir honum, sem haldnir voru af óhreinum öndum, æptu og sögðu: “Þú ert sonur Guðs.” Mark. 3:11. Jesús á- vítaði þá eikki fyrir að tala þannig. Næsta skifti var það Pétur, þegar Jesús hafði frelsað hann frá sjávarháskanum, að hann sagði: “Sannarlega ert þú Guðs son- ur.” Matt. 14:23. Seinna sagði Pétur: “Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.” Matt. 16:16. Eftir að Jesús læknaði blinda manninn, spurði hann: “Trúir þú á Guðs son? Hann svaraði og sagði: Hver er hann herra, að eg geti á hann trúað? En Jesús sagði við hann: Þú hefir séð hann, og sá, sem við þig talar hann er sá hinn sami.” Jóh. 9:35-37. í Jóhannesar guðspjalli er þess getið, að Jesús talaði um sjálfan sig sem “Soninn”, eða “Guðs son”, yfir 20 sinnum. Jesú var hafnað og hann dæmdur til dauða fyrir að hann kvaðst vera Guðs sonur. “Vegna þess leituðust Gyðingar enn heldur við að ráða hann af dögum, af því hann ekki einungis braut belgina, heldur kallaði Guð föður sinn og gjörði sjálfan sig Guði jafnan.” Jóh. 5:18. Þegar Pílatus sagði, að hann fyndi enga sök hjá Kristi og 'enga ástæðu til að krossfesta hann, svöruðu Gyðingar hon- um: ,‘Vér höfum lög og eftir vorum lögum á hann að deyja, því hann hefir gjört sjálf- an sig að Guðs syni.” Jóh. 19:7. Þegar Jesús stóð fyrir réttinum, sagði æðsti presturinn við hann: “Eg særi þig við hinn lifandi Guð að þú segir oss ef þú

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.