Stjarnan - 01.06.1947, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.06.1947, Blaðsíða 6
54 STJAKNAN einungis ■ mjög hneigður fyrir dráttlist, heldur var hann einnig skáldmæltur vel. Hver af oss hefir ekki eitt og annað skift- ið brosað, og ef til vill fundið sterka heim- þrá við að lesa ljóðin eftir James Whitcomb Riley? Mörgum árum seinna, þegar Mr. Riley var að fara upp í lyftivél í borginni þar sem hann átti heima, leit negradrengur- inn, sem rendi vélinni, alvarlega á Mr. Riley og spurði hálf feiminn: “Ert þú skáldið Mr. Riley?” “Já, drengur minn”, svaraði Riley vin- gjarnlega. “Eg skrifa ljóð líka,” sagði drengurinn með ákefð. En svo bætti hann við með raunasvip. “Enginn heldur þau séu nokk- urs virði nema hún amrna mín.” Mr. Riley, sem mintist sinnar eigin reynslu, bauð drengnum að koma upp á skrifstofu sína. Þannig byrjaði löng vin- átta milli þessara tveggja manna, sem var líka til þess að hjálpa Paul til að þroska skáldskapargáfu sína, og hversu oft höfum við ýmist grátið eða hlegið þeg- ar vér höfum lesið Ijóðin eftir Paul Lawr- ence Dunbar. Hversu blessunarríkur var ávöxturinn af visku, samhygð og vingjarnleika litlu kenslukonunnar í skólanum í Indíana. Ávextir andans sem nefndir eru í Galata bréfinu: 5:22. 23., eru alt náðargjafir, sem vér allir getum notið. “Kærleiki, gleði, friður, langlundangeð, góðlyndi, góðvild, trúmenska, hógværð, bindindi”. Þroskum þessar dygðir í lífi voru, og þó vér ekki höfum neina sérstaka hæfileika, þá get- um vér æft þessar dygðir öðrum til bless- unar og að lokum heyrt Drottinn segja til vor: “Vel gjört, góði, trúlyndi þjónn.” « L. L. Warriner. 4- 4- 4- Yfir 13.000 nemendur frá öðrum löndum stunda nú nám í Bandaríkjunum, sam- kvæmt iskýrslum stjórnarinnar. Nálægt 9000 þeirra borga sjálfir skólakostnaðinn, sumir hinna fá styrk frá stjórn þjóðar sinnar, aðrir frá ýmsum félögum í Ameríku eða erlendis. Vér getum ekki sett Guði kosti Trúðarbrögð heiðingjanna eru bygð á hræðslu. Þeir eru hræddir um að þeir hafi ekki gjört nógu mikið, hræddir um að guð- irnir heimti meira, hræddir um að hinir illu andar ef til vill fyrirlíti fórnir þeirra. Sönn trú, trúin á hinn lifandi sanna Guð er alveg gagnstæð þessu. Kristindómur- inn er bygður á Guðs óumbreytanlegu lof- orðum um >að varðveita og annast börn sín. Maðurinn veit að hann getur ekki séð fyrir sér sjálfur, en hann er sannfærð- ur um, að skapari himins og jarðar, sem öllu stjórnar með orði síns máttar, hann ber umhyggju fyrir honum. Guðdómlegur kærleikur hrekur burtu allan ótta. Barns- leg trú útilýkur alla hjátrú og hræðslu. Guðs barn gefur aldrei loforð um að gjöra eitthvað með því skilyrði, að Guð efni loforð sitt. Sá sannkristni veit að Guði er áhugamál og hgnn bíður tækifæris til að gjöra sem mest fyrir hann. Hvílík fjar- stæða að gefa loforð um að mæta ein- hverjum kröfum Guðs, ef hann fyrst sýni kærleika sinn til þess sem biður hann. Faðir vor býður oss ekki til sín til þess að vér setjum honum kosti. Hann segir: “Komið síðan og eigumst lög við.” Það eru dásamleg einkaréttindi að tilbiðja hann. Alheimurinn, hinn mikli grúi himin- hnattanna, þessi jörð og a'llir sem á henni búa, njóta stjórnar og umhyggju hins al- máttuga, alvitra konungs konunganna. Af kærleika skapaði hann þá og af kærleika heldur hann þeim við. Þótt Guð stöðugt meðtaki tilbeiðslu englanna mörgu þúsunda, þá veit kristinn maður, að hann getur með djörfung nálg- ast náðarstólinn, og borið fram bænir sín- / ar. Guð sVarar hverri trúaðri bæn. Hversu heimskulegt það er að reyna að setja kon- ungi alheimsins kosti. Látum oss aldrei gefa Guði loforð um hlýðni við vilja hans upp á það skilyrði, að hann gjöri fyrst það sem vér óskum eftir. Vér ættum heldur að lofa honum að ummynda líf og hugsunarhátt vorn, að vér líkjumst og sameinumst honum bet- ur, svo hann geti veitt oss ríkdóm smnax náðar og kærleika, af því vér séum fús

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.